|
Fundinn sátu: Hjördís Edda Olgeirsdóttir aðalmaður, Sigríður Þórunn Þorvarðardóttir aðalmaður, Steindór Sigurjónsson aðalmaður, Gunnar Ásgeirsson aðalmaður, Sigrún Sigurgeirsdóttir formaður, Selma Ýr Ívarsdóttir Fulltrúi ungmennaráðs, Kristín Vala Þrastardóttir Menningarmiðstöð. |
|
Fundargerð ritaði: Kristín Vala Þrastardóttir, Forstöðumaður Menningarmiðstöðvar |
|
|
|
1. 202003090 - Vatnajökulsþjóðgarður - fundargerðir stjórnar og svæðisráðs |
Fundagerðir svæðisstjórnar og svæðisráðs suðursvæðis þjóðgarðsins lagt fram til kynningar.
|
Lagt fram til kynningar. |
VJP_215_stjórn_fundargerð.pdf |
VJP_146_suðursvæði_fundargerð.pdf |
VJP_147_suðursvæði_fundargerð.pdf |
|
|
|
|
|
2. 202412045 - Framtíðarsýn um málefni aldraðra 2026-2030 |
Frá því í vor hefur verið unnið að gerð framtíðarsýnar í málefnum aldraðra fyrir árin 2026-2034 í Sveitarfélaginu Hornafirði. Haldnar voru vinnustofur í þéttbýlinu í apríl og maí, niðurstöður þeirra lagðar fyrir íbúaráð í dreifbýli og haldin voru opin hús í félagsheimilum í dreifbýlinu dagana 9.-11. september. Nú liggja fyrir drög að stefnunni sem byggja á þeirri vinnu sem hefur farið fram og lagðar eru fyrir fastanefndir sveitarfélagsins til kynningar og umsagnar
|
Nefndin þakkar Skúla fyrir greinargóða kynningu. |
|
|
Gestir |
Skúli Ingibergur Þórarinsson - Sviðstjóri velferðarsviðs |
|
|
3. 202211032 - Ungmennaráð skilaboð til fastanefnda og bæjaráðs |
Kosið hefur verið í nýtt ungmennaráð sem starfa mun veturinn 2025-2026. Ungmennaráð hefur tilnefnt Selmu Ýr Ívarsdóttur til sætis í Atvinnu- og menningarmálanefnd og til vara Birtu Ósk Sigbjörnsdóttur.
Eftirfarandi hvatning kom frá ungmennaráði til allra fastanefnda sveitarfélagsins: Ungmennaráð Hornafjarðar vill með þessari bókun beina sjónum allra nefnda sveitarfélagsins að störfum ráðsins og mikilvægi þess fyrir samfélag okkar, sérstaklega þó fyrir börn og ungmenni en það sem er gott fyrir börn er gott fyrir alla. Nú hefur tekið til starfa öflugt og metnaðarfullt ungmennaráð sem er reiðubúið að láta til sín taka og vera málsvari ungs fólks í sveitarfélaginu. Ungmennaráðið horfir til vetrarins með miklum metnaði og mun m.a. leggja áherslu á eftirfarandi: -Standa fyrir Barna- og ungmennaþingi í nóvember þar sem raddir barna og ungmenna fá að heyrast og mál er þau varða tekin föstum tökum. -Efla samstarf við önnur ungmennaráð og ungliðahópa í bænum með það að markmiði að byggja upp sterkara ungmennastarf og betri tengingu við nærsamfélagið. -Veita bæjaryfirvöldum nauðsynlegt og eðlilegt aðhaldi líkt og fyrri ungmennaráð hafa gert að með öflugum og ábyrgum hætti. -Minna á mikilvægi opinna svæða og þess að þau séu hönnuð og viðhaldið með það að leiðarljósi að þau höfði til og nýtist ungu fólki og þar með samfélaginu öllu. -Halda áfram að vinna að jákvæðri samfélagsþróun með því að vekja athygli á málefnum sem skipta unga fólkið máli og hafa áhrif á daglegt líf í sveitarfélaginu.
Ungmennaráð Hornafjarðar hvetur allar nefndir og ráð sveitarfélagsins til að hafa í huga mikilvægi þátttöku ungs fólks í ákvörðunum og stefnumótun og óskar eftir því að málum verði vísað áfram til ungmennaráðs hvort sem það sé til kynningar eða til umsagnar. Að lokum óskar ungmennaráð eftir góðu samstarfi við bæjaryfirvöld og stofnanir.
|
Nefndin óskar nýju ungmennaráði til hamingju með hlutverkið og bíður Selmu og Birtu sérstaklega velkomnar á fundi nefndarinnar. Störf ungmennaráðs eru mikilvæg fyrir samfélagið og mun nefndin leggja sig fram við að eiga í góðu samstarfi við það. |
Ungmennaráð Hornafjarðar - 104 (8.9.2025) - Ungmennaráð skilaboð til fastanefnda og bæjaráðs.pdf |
|
|
|
4. 202502027 - Störf í Gömlubúð |
Innsend beiðni til bæjarráðs sem tekin var fyrir og samþykkt þann 23. september um aukið fjármagn vegna opnunar Gömlubúðar. Lagt fram til kynningar.
|
Nefndin lýsir yfir mikilli ánægju með starfsemi í Gömlubúð og þeim fjölbreyttu viðburðum sem þar hafa verið. Nefndin þakkar þeim sem lagt hafa hönd á plóg. |
Gamlabúð - opnunartímar og mönnun.pdf |
|
|
|
5. 202509069 - Skaftfellingur |
Undirbúningur er að hefjast að útgáfu næsta tölublaðs héraðstímaritsins Skaftfellings.
|
Gaman væri ef sem flestir myndu senda inn tillögur að umfjöllunarefni í blaðið. Nefndin hvetur fólk sem vill skrifa í blaðið, eða á í fórum sínum efni sem gaman væri að birta í blaðinu, til að gefa sig fram við forstöðumann Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar, Krisínu Völu (kristinvala@hornafjordur.is) |
|
|
|
6. 202409071 - Menningarmiðstöð |
Forstöðumaður kynnir starf menningarmiðstöðvar.
Í næstu viku, fimmtudaginn 2. október kl.20, verður Hornfirskt rithöfundakvöld á bókasafninu. Þar koma fjórir Hornfirðingar með nýjar bækur sínar, segja frá og lesa upp. Það eru - Þorvarður Árnason - "Víðerni ? verndun hins villta í náttúru Íslands" - Snævarr Guðmundsson ? árbók Ferðafélags Íslands 2024 „Sunnan Vatnajöluls ? Frá Núpsstað til Suðursveitar“ - Karl Skírnisson ? "Frá Hamborg að Borgum. Um lífshlaup Margotar Gamm" - Spessi ? "Tóm"
|
Nefndin þakkar góða kynningu og hvetur fólk til að fjölmenna á áhugaverðan viðburð bókasafnsins. |
|
|
|
7. 202406005 - Framkvæmd: Sindrabær breytingar 2024 |
Nefndin fór í skoðunarferð um Sindrabæ þar sem endurbætur á húsnæðinu eru vel á veg komnar.
|
Atvinnu- og menningarmálanefnd hlakkar til að sjá líf færast í húsið á nýjan leik. Um glæsilegt tónlistarhús er að ræða sem hentar í margvíslega viðburði samfélagsins. |
|
|
Gestir |
Jóhann Morávek |
|
|
|
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00 |