Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Hornafjarðar - 1188

Haldinn í ráðhúsi,
16.09.2025 og hófst hann kl. 10:00
Fundinn sátu: Eyrún Fríða Árnadóttir formaður,
Hjördís Edda Olgeirsdóttir varamaður,
Gunnar Ásgeirsson 1. varamaður,
Sigurjón Andrésson bæjarstjóri, Arndís Lára Kolbrúnardóttir stjórnsýslu- og upplýsingafulltrúi.
Fundargerð ritaði: Arndís Lára Kolbrúnardóttir, Stjórnsýslu- og upplýsingafulltrúi


Dagskrá: 
Fundargerðir til staðfestingar
1. 2509002F - Fræðslu- og frístundanefnd - 128
Fundargerð fræðslu- og frístundanefndar númer 128 lögð fram.

Lagt fram til kynningar.
Almenn mál
2. 202211032 - Ungmennaráð skilaboð til fastanefnda og bæjaráðs
Bókun frá fundi ungmennaráðs þann 08.09.2025 lögð fram.

Bæjarráð lýsir ánægju sinni með öflugt og metnaðarfullt starf ungmennaráðs og býður nýja fulltrúa í ráðinu velkomin til starfa. Sveitarfélagið leggur áherslu á mikilvægi þess að raddir ungs fólks heyrist við mótun samfélagsins.

Bæjarráð tekur undir áherslur ungmennaráðs um stöðugt aukna þátttöku barna og ungmenna í stefnumótun sveitarfélagsins og hlakkar til áframhaldandi góðs samstarfs.
3. 202505086 - Styrktarbeiðnir
Beiðni um styrk frá Félagi fósturforeldra.

Bæjarráð vísar styrktarbeiðninni til gerð fjárhagsáætlunnar.
Samþykkt samhljóða.
4. 202509037 - Bréf frá Náttúruhamfaratryggingu Íslands v.svæða sem eru sérlega næm fyrir náttúruhamförum
Bréf frá Náttúruhamfaratryggingu Íslands þar sem áréttuð er lagaleg staða og ábyrgð sveitarfélaga í skipulagsmálum og réttur almennings til skýrra upplýsinga um takmarkanir á vátryggingavernd og bótarétti skv. 16. gr. laga nr. 55/1992 þegar byggt er á svæðum með fyrirfram þekkta náttúruvá, einkum vegna vatns- og sjávarflóða.

Lagt fram til kynningar.
5. 202507085 - Umsókn um lóð - Sandbakkavegur 5
T.I.M Nord Development ehf. sækir um lóð að Sandbakkavegi 5.

Bæjarráð hafnar umsókninni um lóðina þar sem umsækjandi uppfyllir ekki skilyrði skv. 4. grein reglna um úthlutun lóða.
Samþykkt samhljóða.
 
Gestir
Bartek Andresson Kass, sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs
6. 202507084 - Umsókn um lóð - Silfurbraut 44
T.I.M. Nord Development ehf. sækir um lóð að Silfurbraut 44.

Bæjarráð hafnar umsókninni um lóðina þar sem umsækjandi uppfyllir ekki skilyrði skv. 4. grein reglna um úthlutun lóða.
Samþykkt samhljóða.
 
Gestir
Bartek Andresson Kass, sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs
7. 202507083 - Umsókn um lóð - Silfurbraut 46
T.I.M. Nord Development ehf. sækir um lóð að Silfurbraut 46.

Bæjarráð hafnar umsókninni um lóðina þar sem umsækjandi uppfyllir ekki skilyrði skv. 4. grein reglna um úthlutun lóða.
Samþykkt samhljóða.
 
Gestir
Bartek Andresson Kass, sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs
8. 202504087 - Umsókn um lóð - Vesturbraut 29
Trausti Magnússon skilar lóðinni að Vesturbraut 29.

Lagt fram til kynningar.
Bæjarráð felur starfmönnum umhverfis- og framkvæmdasviðs að auglýsa lóðina aftur til úthlutunar.
 
Gestir
Bartek Andresson Kass, sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs
9. 202508025 - Umsögn um útgáfu rekstrarleyfis - (Gistileyfi flokkur II) - Skýjaborgir apartments -2221115
Erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn vegna leyfis til reksturs Gististaðir í flokki II - G íbúðir í Skýjaborgum apartments.

Bæjarráð veitir jákvæða umsögn.

Samþykkt samhljóða.
 
Gestir
Bartek Andresson Kass, sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs
10. 202508068 - Akademias - 2025-2026
Óskað er eftir aukafjárveitingu vegna áskriftar að starfsþróunarnámskeiðum frá Akademias fyrir allt starfsfólk sveitarfélagsins.



Bæjarráð óskar eftir að málið verði tekið upp á sviðsstjórafundi.
Samþykkt samhljóða.
11. 202501087 - Viðaukar við fjárhagsáætlun 2025
Viðauki 11 vegna fræðslu fyrir starfsfólk sveitarfélagsins lagður fram. Viðbótarfjárheimildum verður mætt með lántöku upp á 4,274 m.kr.

Afgreiðslu viðauka er frestað þar til ákvörðun í málinu liggur fyrir.
Samþykkt samhljóða.
12. 202306046 - Framkvæmd byggingar hjúkrunarheimilis
Fulltrúar frá FSRE mættu á fundinn í fjarfundarbúnaði og fóru yfir stöðuna á byggingu hjúkrunarheimilisins.

Bæjarráð þakkar fyrir upplýsandi samtal.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:20 

Til baka Prenta