Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Hornafjarðar - 1201

Haldinn í ráðhúsi,
16.12.2025 og hófst hann kl. 10:00
Fundinn sátu: Eyrún Fríða Árnadóttir formaður,
Gauti Árnason varaformaður,
Ásgerður Kristín Gylfadóttir aðalmaður,
Sigurjón Andrésson bæjarstjóri, Arndís Lára Kolbrúnardóttir stjórnsýslu- og upplýsingafulltrúi.
Fundargerð ritaði: Sigurjón Andrésson, bæjarstjóri


Dagskrá: 
Fundargerðir til staðfestingar
1. 2512006F - Velferðarnefnd - 46
Fundargerð velferðarnefndar númer 46 lögð fram.

Lagt fram til kynningar.
 
Gestir
Skúli Ingibergur Þórarinsson - Sviðstjóri velferðarsviðs
2. 2512005F - Fræðslu- og frístundanefnd - 131
Fundargerð fræðslu- og frístundanefnd númer 131 lögð fram.

Lagt fram til kynningar.
 
Gestir
Þórgunnur Torfadóttir- sviðsstjóri fræðslu- og frístundasviðs
3. 2512001F - Umhverfis- og skipulagsnefnd - 106
Fundargerð umhverfis- og skipulagsnefndar númer 106 lögð fram.

Lagt fram til kynningar.
Almenn mál
4. 202510022 - Fundargerðir Nýheima Þekkingarseturs 2025
Fundargerð Nýheima þekkingarseturs númer 156 lögð fram.

Lagt fram til kynningar.
5. 202305064 - Umsókn um lóð - Álaugarvegur 12
Bæjarráð samþykkti þann 09.12.2025 beiðni lóðarhafa um endurupptöku máls sem varðar lóð nr. 12 við Álaugarveg.
Lóðarhafi hefur skilað andmælum vegna fyrirhugaðrar afturköllunar ásamt nýrri tímaáætlun framkvæmda.


Bæjarráð veitir lóðarhafa frest til 01.03.2026 til þess að afla samþykkis byggingaráforma.

Samþykkt samhljóða.
 
Gestir
Bartek Andersson Kass- Sviðstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs
6. 202504082 - Barna og ungmennaþing 2025
Samantekt frá barna- og Ungmennaþingi lögð fram.

Bæjarráð þakkar fyrir kynningum á niðurstöðum barna- og ungmennaþings. Niðurstöðurnar nýttust í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins til næstu ára og munu nýtast áfram í ákvarðanatöku og áherslum í bæjarstjórn.

Samantekt frá barna- og ungmennaþingi_kynning í nefndum.pdf
 
Gestir
Þórgunnur Torfadóttir- sviðsstjóri fræðslu- og frístundasviðs
Emil Morávek- verkefnastjóri á fræðslu- og frístundarsviði
7. 202502013 - Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2025
Fundargerð 990. fundar stjórnar Sambandsins frá 5. desember 2025

Lagt fram til kynningar.
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 990.pdf
8. 202402127 - Íþróttahús - hönnun
Fundargerð stýrihóps um nýtt íþróttahús númer 41 lögð fram.

Lagt fram til kynningar.
 
Gestir
Þórgunnur Torfadóttir- sviðsstjóri fræðslu- og frístundasviðs
9. 202512011 - Gjaldskrár velferðarsviðs 2026
Lagðar eru fram tillögur að breytingum á gjaldskrám velferðarsviðs fyrir árið 2026. Gjaldskrár snúa að greiðslum til stuðningsfjölskyldna, gjaldskrá vegna stoð- og stuðningsþjónustu Þjónustunnar heim og gjaldskrá fyrir akstursþjónustu aldraðra og fatlaðs fólks.

Bæjarráð samþykkkir gjaldskrár velferðarsviðs með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.
10. 202409038 - Endurskoðun reglna um fjárhagsaðstoð
Lögð fram breytingatillaga á reglum um fjárhagsaðstoð í Sveitarfélaginu Hornafirði. Breytingarnar snúa að því að hækkun fjárhagsaðstoðar taki mið af launavísitölu í október ár hvert í stað áramóta. Breyting á grunnupphæð fjárhagsaðstoðar mun áfram taka gildi um áramót.
Breytingunni er ætlað að skapa meiri fyrirsjáanleika við gerð fjárhagsáætlunar sem og fyrir notendur fjárhagsaðstoðar.

Tillaga að breytingu á reglum um fjárhagsaðstoð lögð fram. Velferðarnefnd gerir ekki athugasemd við breytinguna og vísar málinu áfram til frekari umræðu í bæjarráði.


Bæjarráð samþykkir breytingu á reglum um fjárhagsaðstoð og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.
11. 202412078 - Fundartími bæjarráðs
Umræður um fundartíma bæjarráðs yfir hátíðarnar.

Bæjarráð samþykkir samhljóða að fella niður fund 30. desember.
12. 202501034 - Umsókn um lóð - Austan Heppuvegar 6
Bjarni Hákonar ehf. óskar eftir afnotum af svæðinu sem er austan Heppuvegar 6. Svæðið er ekki deiliskipulagt og er ekki fyrirhugað að byggja á svæðinu.
Bjarni Hákonar ehf. mun taka að sér að hreinsa svæðið og halda því snyrtilegu. Áætlað er að geyma efni á svæðinu eins og þökur, áburðarsekki, sand til hálkueyðingar og fl.
Svæðið er rúmir 1000 fm.

Fyrir liggja drög að samningi um afnot af svæðinu.


Bæjarráð samþykkir framlagðann samning um afnot af svæðinu með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum.

Samþykkt samhljóða.
13. 202506079 - Farsældarráð á Suðurlandi
Nú er komið að því að tilnefna fulltrúa í farsældarráð Suðurlands óskað er eftir tilnefningu frá Svf. Hornarfirði um annars vegar aðalfulltrúa í ráðið og hins vegar varafulltrúa.
Lagt er til að Þórgunnur Torfadóttir verði aðalfulltrúi Svf. Hornafjarðar í ráðinu og Skúli Ingibergur Þórarinsson sé til vara. Reiknað er með að fyrsti fundur ráðsins muni fara fram um miðjan janúar.

Meðfylgjandi eru drög að erindisbréfi fyrir ráðið, drög að starfsreglum, afrit af samstarfsyfirlýsingunni sem var undirrituð á ársþingi Sass á Kirkjubæjarklaustri ásamt skipuriti fyrir ráðið.

Til umræðu og kynningar.


Bæjarráð samþykkir samhljóða tilnefningu fulltrúa sveitarfélagsins í farsældarráð Suðurlands.
14. 202512060 - Viðauki við samning Náttúrustofu Suðausturlands og Sveitarfélagsins Hornafjarðar
Lagður fram viðauki við samning milli Sveitarfélagsins Hornafjarðar og Skaftárhrepps annars vegar, og Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis hins vegar um rekstur Náttúrustofu Suðausturlands. Með viðauka er núverandi samningur á milli aðila framlengdur um eitt ár.

Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka fyrir sitt leiti.

Samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00 

Til baka Prenta