Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarstjórn Hornafjarðar - 334

Haldinn í ráðhúsi,
10.04.2025 og hófst hann kl. 15:00
Fundinn sátu: Gauti Árnason aðalmaður,
Hjördís Edda Olgeirsdóttir aðalmaður,
Tinna Rut Sigurðardóttir 1. varamaður,
Eyrún Fríða Árnadóttir aðalmaður,
Ásgerður Kristín Gylfadóttir aðalmaður,
Björgvin Óskar Sigurjónsson aðalmaður,
Elías Tjörvi Halldórsson 1. varaforseti,
Sigurjón Andrésson bæjarstjóri, Jóna Benný Kristjánsdóttir Sviðsstjóri stjórnsýslusviðs, Arndís Lára Kolbrúnardóttir stjórnsýslu- og upplýsingafulltrúi.
Fundargerð ritaði: Arndís Lára Kolbrúnardóttir, Stjórnsýslu- og upplýsingafulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
6. 202409036 - Reglur um notendasamninga
Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála kom með ábendingar um úrbætur á nýjum reglum Sveitarfélagsins Hornafjarðar um notendasamninga sem samþykktar voru á 327. fundi bæjarstjórnar þann 17. október 2024. Ábendingarnar snérust fyrst og fremst að því að orðalag í reglunum félli ekki nógu vel að 28. gr. félagsþjónustulaga nr. 40/1991.

Mál tekið fyrir á mínútu 34:00 í upptöku.


Forseti lagði til að bæjarstjórn samþykki breytingu á reglunum.

Tillagan borin upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
7. 202301058 - Reglur um starfsemi leikskóla
Fræðslu- og frístundanefnd leggur til minni háttar breytingu á reglum um starfsemi leikskóla.

Nefndin leggur til að breyta inngangi að fimmtu grein og í stað þess að hafa að það þurfi að skrá börnin á skráningardaga með "a.m.k. 5-6 vikna fyrirvara" standi að það þurfi að "skrá börn með 6-8 vikna fyrirvara. Einnig eru foreldrar hvattir til að láta vita strax að hausti hvernig þeir hyggjast nýta skráningardaga næsta skólaárs hafi þeir tök á.

Ásgerður Kristín Gylfadóttir tók til máls og vísar umræðu um morgunfundi á leikskólanum til fræðslu- og frístundanefndar.
Mál tekið fyrir á mínútu 34:50 í upptöku.


Forseti lagði til að bæjarstjórn samþykkti breytingartillögu fræðslu- og frístundanefndar.

Tillagan borin upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.

Reglur-um-starfsemi-leikskola-2025-mars.pdf
8. 202502079 - Lántaka 2025
Bæjarstjóri gerir grein fyrir lánabeiðni og óskar eftir heimild fyrir viðbótar lántöku sem hljóðar upp á 400.000.000 kr.

Ásgerður Kristín Gylfadóttir tók til máls. Sigurjón Andrésson til andsvars.

Mál tekið fyrir á mínútu 37:20 í upptöku.


Forseti lagði til eftirfarandi bókun:
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkir hér með á bæjarstjórnarfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 400.000.000,- á árinu 2025 með þeim skilmálum sem í boði eru á þeim tíma sem lántaka fer fram.

Bæjarstjórnin samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

Er lánið tekið til vegna framkvæmda ársins skv. fjárhagsáætlun sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er Sigurjóni Andréssyni, bæjarstjóra, kt. 101270-3279, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. sveitarfélagsins að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

Bókunin borin upp til atkvæða.

Samþykkt með sjö atkvæðum.
9. 202502079 - Lántaka 2025
Á fundi bæjarstjórnar þann 14.03.2025 var bæjarstjóra veitt heimild til þess að hefja lánaumsókn í samræmi við fjárhagsáætlun fyrir upphæð 250.000.000 kr. Lánasjóður óskaði eftir ítarlegri bókun bæjarstjórnar um lántökuna.

Mál tekið fyrir á mínútu 45:50 í upptöku.


Forseti lagði til eftirfarandi bókun:

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkir hér með á bæjarstjórnarfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 250.000.000,- með lokagjalddaga þann 20. febrúar 2039 í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem bæjarstjórnin hefur kynnt sér.

Bæjarstjórnin samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Er lánið tekið til framkvæmda og endurbóta á félagsheimilinu Sindrabæ sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er Sigurjóni Andréssyni, bæjarstjóra, kt. 101270-3279 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Hornafjarðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

Forseti bar bókunina upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
10. 202501087 - Viðaukar við fjárhagsáætlun 2025
Viðauki 3 við fjárhagsáætlun 2025, vegna aukins launakostnaðar í fræðslumálum að fjárhæð 81,6 millj. kr lagður fram til samþykktar. Vegna hækkunar launa mun viðaukinn jafnframt hafa áhrif til hækkunar á útsvarstekjur að fjárhæð 12,2, millj. kr. Rekstraráhrif vegna aukningar nema því 69.400.000 kr. Viðauka er mætt með handbæru fé að fjárhæð 69.400.000 kr. Handbært fé lækkar úr 99.480.000 kr. í 30.089.000 kr.

Björgvin Óskar Sigurjónsson tók til máls.

Mál tekið fyrir á mínútu 48:30 í upptöku



Forseti lagði til að bæjarstjórn samþykkti viðauka 3 og bar hann upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
Fjárhagsáætlun 2025 með viðaukum - Viðauki_3.pdf
11. 202411056 - Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs í Sveitarfélaginu Hornafirði 2025-2036
Svæðisáætlun var kynnt í sex vikur. Á samráðstímabilinu bárust athugasemdir frá HAUST og Umhverfis- og orkustofnun. Breytingar hafa verið gerðar þar sem það átti við og svör við athugasemdum og ábendingum hafa verið felld inn í áætlunina. Áætlunin lögð fram til samþykktar.

Ásgerður Kristín Gylfadóttir tók til máls.
Hjördís Edda Olgeirsdóttir tók til máls.

Mál tekið fyrir á mínútu 51:00 í upptöku


Forseti lagði til að bæjarstjórn samþykkti áætlunina.

Tillagan borin upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
12. 202503104 - Júllatún 21 - ósk um stækkun lóðar
Sótt er um stækkun lóðar að Júllatúni 21 um 1,5 m til norðurs.

Mál tekið fyrir á mínútu 57:15 í upptöku.


Forseti lagði til að bæjarstjórn samþykkti stækkun lóðarinnar um 1,5 m með óverulegri breytingu á deiliskipulagi þar sem tillagan víkur óverulega frá notkun, nýtingarhlutfalli, útliti og formi viðkomandi svæðis. Fallið er frá grenndarkynningu, í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem breytingin varðar ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og umsækjanda.

Tillagan borin upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
13. 202403090 - Silfurbraut 44-46 - deiliskipulagsbreyting
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi þar sem heimilað er að byggja raðhús á lóðum Silfurbraut 44-46. Tillagan var grenndarkynnt. Ein athugasemd barst.

Mál tekið fyrir á mínútu 58:15 í upptöku.


Forseti lagði til að bæjarstjórn samþykkti óverulega breytingu á deiliskipulagi í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga.

Tillagan borin upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
241024 - Silfurbraut - Tillaga B.pdf
14. 202503081 - Umsókn um framkvæmdarleyfi -Rarik nýr strengur í Lóni
Rarik sækir um framkvæmdaleyfi fyrir nýjum streng í Lóni. Umsagnir og leyfi hafa borist. Leyfi landeigenda vantar en Rarik ætlar að nálgast undirskriftir íbúa og skila þeim inn. Vegagerðin hefur samþykkt framkvæmdina en bíður eftir merkingaáætlun sem hún þarf að samþykkja.

Mál tekið fyrir á mínútu 58:50 í upptöku.


Forseti lagði til að bæjarstjórn samþykkti að veita framkvæmdaleyfi skv. 13. grein skipulagslaga með fyrirvara um leyfi landeigenda. Fyrirhuguð framkvæmd er í samræmi við aðalskipulag og í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar.

Tillagan borin upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
Lón Yfirlit teikningar.pdf
15. 202503063 - Umsókn um framkvæmdarleyfi -bílastæði í Múlagljúfri
Kvíá ehf. óskar eftir framkvæmdaleyfi fyrir gerð uppbyggingu á 1500m vegarkafla og bílastæði við enda vegarins í Múlagljúfri.

Mál tekið fyrir á mínútu 59:45 í upptöku.


Forseti lagði til að bæjarstjórn samþykkti að veita framkvæmdaleyfi skv. 13. grein skipulagslaga. Fyrirhuguð framkvæmd er í samræmi við aðalskipulag og í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar.

Tillagan borin upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
Mulagljufur_GR.pdf
16. 202503076 - Efnistaka í Fjarðará - ósk um framkvæmdaleyfi
Vegagerðin óskar eftir framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku í Fjarðará.

Mál tekið fyrir á mínútu í upptöku


Forseti lagði til að bæjarstjórn samþykkti að veita framkvæmdaleyfi skv. 13. grein skipulagslaga. Fyrirhuguð framkvæmd er í samræmi við aðalskipulag og í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar.

Tillagan borin upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
Greinargerð framkvæmdaraðila.pdf
2025 03 14 UMSÓKN viðbótar efnistaka Vg.pdf
17. 202501010 - Hafnarbraut 47 - Stækkun lóðar
Tekin er fyrir umsókn um stækkun lóðar Hafnarbraut 47 til norðurs. Lóðin er skráð 900 m2 skv. lóðaleigusamningi frá 2017. Óskað er eftir að lóðin verði um 1.100 m2 í samræmi við eldri uppdrátt. Ekki er til deiliskipulag fyrir svæðið. Erindið var grenndarkynnt og engar umsagnir bárust.

Mál tekið fyrir á mínútu 1:01:15 í upptöku.


Forseti lagði til að bæjarstjórn samþykkti stækkun lóðarinnar í samræmi við grenndarkynnt gögn.

Tillagan borin upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
Hafnarbraut 47 og 47a.pdf
18. 202402100 - Fundartími bæjarstjórnar
Lagt er til að settur verði aukafundur hjá bæjarstjórn þar sem aðeins er tekin fyrir fyrri umræða um ársreikning sveitarfélagsins þann 2. maí nk. Maífundur bæjarstjórnar færist aftur um eina viku til 15. maí þar sem síðari umræða um ársreikning fari fram. Þá er einnig lagt til að reglubundinn fundur bæjarráðs þann 22. apríl falli niður.

Mál tekið fyrir á mínútu 1:02:00 í upptöku


Forseti leggur til að bæjarstjórn tillögu um breytta tíma funda bæjarstjórnar í maí og að reglubundinn fundur bæjarráðs falli niður 22. apríl.

Tillagan borin upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
19. 202503095 - Hækkun veiðigjalda 2025
Tillögur ríkisstjórnarinnar um hækkun veiðigjalds voru kynntar þriðjudaginn 25. mars.
Sigurjón Andrésson tók til máls.

Mál tekið fyrir á mínútu 1:03:00 í upptöku.


Forseti lagði til eftirfarandi bókun:

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar gerir alvarlegar athugasemdir við fyrirhuguð áform ríkisstjórnarinnar um hækkun veiðigjalda þar sem ekki hefur verið gerð greining á áhrifum áformanna á fjárhag sveitarfélaga eins og skylt er samkvæmt 129. gr. Sveitarstjórnarlaga. Þar segir að þegar ákvarðanir af hálfu stjórnvalda muni hafa fjárhagsleg áhrif á sveitarfélögin skuli fara fram sérstakt mat á áhrifum lagabreytinganna á fjárhag sveitarfélaga.

Í Hornafirði hefur fjárfesting í veiðum, vinnslu, búnaði, fólki og aukinni sjálfbærni í sjávarútvegi verið mikil síðustu ár. Möguleg neikvæð rekstraráhrif myndu hafa áhrif á störf og tekjur sveitarfélagsins og þannig afleiðingar fyrir samfélagið allt.

Bæjarstjórn tekur undir áskorun stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga um að staldrað sé við og að hafið verði gagnsætt samtal við hagaðila um sanngjarna og rökstudda nálgun á grundvelli greininga á áhrifum á ekki eingöngu fyrirtæki heldur einnig sjávarútvegssveitarfélög.

Forseti bar bókunina upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
20. 202402127 - Íþróttahús - hönnun
Fulltrúi B-lista, Ásgerður Kristín Gylfadóttir óskaði eftir að málinu yrði bætt á dagskránna. Kynning mannvirkjasviðs lögð fram.

Eyrún Fríða Árnadóttir tók til máls.
Ásgerður Kristín Gylfadóttir tók til máls.
Björgvin Óskar Sigurjónsson tók til máls.
Hjördís Edda Olgeirsdóttir tók til máls. Ásgerður Kristín Gylfadóttir til andsvars. Hjördís Edda Olgeirsdóttir til andsvars.
Björgvin Óskar Sigurjónsson tók til máls.
Sigurjón Andrésson tók til máls.

Mál tekið fyrir á 1:08:50 mínútu í upptöku.


Ásgerður K. Gylfadóttir ítrekar ósk sína fyrir hönd B-lista um að meirihluti bæjarstjórnar taki afstöðu til þess að leið C verði skoðuð á sambærilegan hátt og verið er að vinna við leið A, stakstætt íþróttahús.

Fundargerðir til kynningar
1. 2502022F - Bæjarstjórn Hornafjarðar - 333
Mál tekið fyrir á 2:30 mínútu í upptöku

Lagt fram til umræðu og kynningar.
2. 2503013F - Bæjarráð Hornafjarðar - 1167
Elías Tjörvi Halldórsson tók til máls undir lið númer 1: Velferðarnefnd - 40: Liður númer 1: Fjölmenningarráð - 21 og undir lið númer 6: Sveitarfélagið Hornafjörður fær viðurkenningu sem Barnvænt sveitarfélag.

Ásgerður Kristín Gylfadóttir tók til máls undir sömu dagskrárliðum, númer 1: Velferðarnefnd - 40: Liður númer 1: Fjölmenningarráð - 21 og undir lið númer 6: Sveitarfélagið Hornafjörður fær viðurkenningu sem Barnvænt sveitarfélag. Einnig tók hún til máls undir lið númer 9: Ungmennaráð sameiginlegur fundur með bæjarráði.

Tinna Rut Sigurðardóttir tók til máls undir lið númer 1: Velferðarnefnd - 40: Liður númer 6: Framtíðarsýn um málefni aldraðra 2026-2030.

Sigurjón Andrésson tók til máls undir lið númer 5: Framtíðarsýn um málefni aldraðra 2026-2030

Mál tekið fyrir á mínútu 2:50 í upptöku.


Lagt fram til umræðu og kynningar.
3. 2503015F - Bæjarráð Hornafjarðar - 1168
Sigurjón Andrésson tók til máls undir lið númer 6: Vegur á milli Nesja og Hafnar - Hringtorg.

Ásgerður Kristín Gylfadóttir tók til máls undir lið númer 1: Fræðslu- og frístundanefnd - 123: lið númer 3: Leikskólinn - starfshópur um leikskólamál og undir lið númer 7: Útboð: Hafnarbraut 27 Ráðhús 1.áfangi. Sigurjón Andrésson til andsvars.

Eyrún Fríða Árnadóttir tók til máls undir lið númer 1: Fræðslu- og frístundanefnd - 123: lið númer 3: Leikskólinn - starfshópur um leikskólamál.


Mál tekið fyrir á mínútu 12:00 í upptöku.


Lagt fram til umræðu og kynningar.
4. 2503022F - Bæjarráð Hornafjarðar - 1169
Sigurjón Andrésson tók til máls undir lið númer 1: Hafnarstjórn Hornafjarðar - 273: lið númer 3: Takmörkun umferðar við Höfnina og undir lið númer 8: Svínafellsheiði - útgáfa hættumats.

Mál tekið fyrir á mínútu 22:00 í upptöku


Lagt fram til umræðu og kynningar.
5. 2504002F - Bæjarráð Hornafjarðar - 1170
Ásgerður Kristín Gylfadóttir tók til máls undir lið númer 2: Tillaga um samþættingu Áhaldahúss og Hafnarinnar og undir lið númer 1: Umhverfis- og skipulagsnefnd - 96: lið númer 4: Rekstur flokkunarstöðvar- vog. Sigurjón Andrésson til andsvars.

Mál tekið fyrir á mínútu 27:15 í upptöku.


Lagt fram til umræðu og kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00 

Til baka Prenta