Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Almannavarnanefnd - 67

Haldinn í ráðhúsi,
24.05.2023 og hófst hann kl. 14:00
Fundinn sátu: Sigurjón Andrésson bæjarstjóri,
Björgvin Óskar Sigurjónsson aðalmaður,
Finnur Smári Torfason ,
Eyrún Axelsdóttir ,
Grímur Hergeirsson lögreglustjóri,
Friðþóra Ester Þorvaldsdóttir ,
Björn Ingi Jónsson ,
Fundargerð ritaði: Sigurjón Andrésson, bæjarstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 201709438 - Samfélagsleg áföll - Langtímaviðbrögð sveitarfélagsins
Almannavarnarnefnd vísar málinu til verkefnisstjóra almannavarna og bæharstjóra og er þeim falið að endurskoða langtímaáætlun almannavarnarnefndar Hornafjarðar á næstu vikum og leggja fyrir nefndina til staðfestingar.
 
Gestir
Oddur Árnason yfirlögregluþjónn sat fundinn undir öllum liðum
2. 202010163 - Þjóðvegur í Þéttbýli
Bæjarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála og kynnti áætlanir sveitarfélagsins um flutning þjóðvegarins út úr þéttbýli á Höfn.

Lagt fram til kynningar.
3. 201807008 - Almannavarnir: Svínafellsjökull
Farið yfir stöðuna og hvernig eftirliti hefur verið háttað á svæðinu frá því sprungan uppgötvaðist. Hægt er að fylgjast með mánaðarlegri skýrslu Veðurstofu Íslands á þessari síðu. https://www.vedur.is/ofanflod/ostodugar-hlidar

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands stefndur til að yfirfara og uppfæra hættumatið í haust. Bæta við gögnum í samræmi við niðurstöður úr þeim mælingum sem gerðar hafa verið á svæðinu. Eftir það verður skýrslan send til ofanflóðanefndar til yfirferðar og afgreiðslu. Áætlað er að hættumatið verið staðfest í framhaldi af þeirri málsmeðferð í samræmi lög um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum nr. 49 1997
Almannavarnarnefnd telur að svara þurfi því hver áhrif staðfestingar hættumatsins hefur. Samkvæmt lögum og reglugerðum um hættumat vegna ofanflóða ná þau yfir þéttbýli en ekki dreifbýli eins og svæðið við Svínafellheiði telst til.
4. 202305091 - Samþykktir almannavarnanefndar Hornafjarðar
Samþykktir fyrir Almannavarnanefnd Hornafjarðar
--------
Sveitarfélagið Hornafjörður stendur að samþykktum þessum um starfrækslu almannavarna í sveitarfélaginu


Almannavarnarnefnd samþykkir samþykktirnar og vísar þeim til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
5. 202305098 - Áhyggjur af fjölgun ferðamanna - Álag á innviðum
Almannavarnarnefnd fór yfir mikla fjölgun ferðafólks í sveitarfélaginu og möguleg áhrif á þolmörk viðbragsaðila, veika innviði og öryggismál á svæðinu.

Ályktun nefndarinnar vegna öryggismála í Öræfum.
Öryggismál í Öræfum eru áhyggjuefni og fjöldi ferðamanna eykst með hverju árinu

Almannavarnarnefnd Hornafjarðar hefur auknar áhyggjur af öryggismálum í Öræfum vegna mikillar fjölgunar ferðamanna sem fara um og dvelja á svæðinu. Eina neyðaraðstoðin á svæðinu að staðaldri er Björgunarsveitin Kári. Hátt í klukkustundar bið er í viðbótarbjargir inn á svæðið ýmist frá Hornafirði eða Kirkjubæjarklaustri í um 100 kílómetra fjarlægð. Neyðarviðbragð sem tiltækt er á þessu svæði er í engu samræmi við þann mikla fjölda ferðamanna sem þar dvelur og fer um. Yfir sumarmánuði er mjög algengt að um 1.000 manns gisti í Skaftafelli yfir nótt og því til viðbótar eru fjölmargir gististaðir í Öræfum.

Nauðsynlegt er að bregðast við síauknu álagi á það viðbragð sem er á svæðinu og gera ráðstafanir til að stytta viðbragðstíma vegna óhappa og slysa. Aukin viðvera lögreglu auk heilbrigðisstarfsmanns í Öræfum er bráðnauðsynleg og væri mikil innspýting á neyðarviðbragði. Láglendisvakt Landsbjargar hefur undanfarin ár sýnt og sannað gildi sitt sem viðbótarviðbragð þegar mesti fjöldi ferðamanna er á svæðinu yfir sumarmánuðina.

Mikilvægt er að finna varanlega lausn til að auka neyðarviðbragð á svæðinu. Mætti þar meðal annars horfa til reynslu og útfærslu sem er í Þjóðgarðinum á Þingvöllum varðandi heilbrigðisstarfsmann.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:30 

Til baka Prenta