Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Umhverfis- og skipulagsnefnd - 78

Haldinn í ráðhúsi,
24.04.2024 og hófst hann kl. 14:00
Fundinn sátu: Gunnlaugur Róbertsson formaður,
Eyrún Fríða Árnadóttir varaformaður,
Þröstur Jóhannsson aðalmaður,
Helga Árnadóttir aðalmaður,
Ásgerður Kristín Gylfadóttir aðalmaður,
Sigursteinn Ingvar Traustason Fulltrúi ungmennaráðs,
Brynja Dögg Ingólfsdóttir umhverfis- og skipulagstjóri .
Fundargerð ritaði: Brynja Dögg Ingólfsdóttir, umhverfis- og skipulagsstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 202403087 - Umsókn um byggingarheimild - Viðborðssel, skemma
Bjarni Ingvar Bergsson sækir um byggingarheimild fyrir 343,5 m2 skemmu í landi Viðborðssels. Ekki er til gildandi deiliskipulag fyrir svæði en skv. aðalskipulagi er um landbúnaðarland að ræða.

Gunnlaugur Róbertsson vék af fundi undir þessum lið.
Umhverfis- og skipulagsnefnd telur að framkvæmdin sé í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar og heimilar útgáfu byggingarleyfis án gerðar deiliskipulags í samræmi við 44. gr skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin samþykkir að falla frá grenndarkynningu þar sem þar sem um svo óveruleg frávik er að ræða að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn skv. 3.mgr. 43.gr. skipulagslaga. Bent er á að áður en að byggingaleyfi er gefið út þarf að leita umsagnar Minjastofnunar.
Málinu vísað til bæjarstjórnar.
VIðborðssel Aðaluppdráttur 1 mars 2024 (3).pdf
2. 202404063 - Eskey, efnistaka - Breyting á aðalskipulagi
Erindi frá Ríkiseignum um heimild til malartöku vegna rannsóknaleyfis á 2,5 ha svæði í landi Eskeyjar fyrir allt að 4.000 tonnum til þriggja ára.

Umhverfis- og skipulagsnefnd telur framkvæmdina í samræmi við aðalskipulag en þar segir „Heimilt er að taka efni úr árfarvegum án þess að náman sé merkt á skipulagi ef: umfang efnistöku er minna en 10.000 m3, ef Fiskistofa fellst á efnistöku með leyfi, að hún sé utan verndarsvæða, hafi ekki áhrif á aðra landnotkun nærri efnistökustaðnum eða neðar í vatnsfallinu, ljóst sé að framburður árinnar sé slíkur að áhrif efnistökunnar verði óveruleg og að gengið verði frá námunni að efnistöku lokinni eða ljóst sé að vatnavextir komi til með að afmá sýnileg ummerki eftir efnistöku. Slík efnistaka er ávallt háð framkvæmdaleyfi.“
Svæðið er ekki með vernd en er á B-hluta náttúruminjaskrár og þar er einnig sellátur. Afla þarf umsagna viðeigandi stofnana áður en sótt er um framkvæmdaleyfi.
3. 202205086 - Leiðarhöfði - Deiliskipulag
Tillaga að deiliskipulagi Leiðarhöfða var auglýst frá 24. janúar með athugasemdarfresti til 6. mars 2024. Umsagnir bárust frá Umhverfisstofnun, Náttúrustofu Suðausturlands, Minjastofnun Íslands og Náttúrufræðistofnu Íslands. Umhverfis- og skipulagsnefnd frestaði málinu á fundi 20. mars 2024.

Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki tillögu að deiliskipulagi Leiðarhöfða skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Starfsmanni falið að svara umsagnaraðilum í samræmi við umræður á fundinum.
4. 202310146 - Smyrlabjörg - Deiliskipulag
Deiliskipulag Smyrlabjarga var auglýst með athugasemdarfresti frá 22. janúar til 4. mars 2024. Skipulagsgögn hafa tekið breytingum eftir auglýsingu eftir að skýrsla um minjaskráningu lá fyrir.

Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki tillögu að deiliskipulagi Smyrlabjarga skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga.
5. 202404078 - Stígá, efnisvinnsla - umsókn um framkvæmdarleyfi
Erindi dagsett 18. apríl 2024 þar sem Vegagerðin óskar eftir framkvæmdarleyfi í Stígá í Öræfum til að taka efni austan við varnargarð í farvegi og lágum eyrum Stígár. Efnistakan er í námu E 66 í aðalskipulagi.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að veita framkvæmdaleyfi með þeim fyrirvara að jákvæð umsögn berist frá Fiskistofu. Málinu vísað til bæjarstjórnar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:40 

Til baka Prenta