Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Ungmennaráð Hornafjarðar - 105

Haldinn í ráðhúsi,
09.10.2025 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Selma Ýr Ívarsdóttir ,
Adam Bjarni Jónsson ,
Sindri Sigurjón Einarsson ,
Sigurður Gunnlaugsson ,
Björg Kristjánsdóttir ,
Birta Ósk Sigbjörnsdóttir ,
Kristján Reynir Ívarsson ,
Sunna Dís Birgisdóttir ,
Theódór Árni Stefánsson ,
Emil Örn Moravek Jóhannsson .
Fundargerð ritaði: Þórgunnur Torfadóttir, sviðsstjóri á fræðslu- og frístundasviði


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 202312038 - HeimaHöfn - Ungt fólk og efling byggða
Eyrún Fríða Árnadóttir fór yfir um möguleika á samstarfsverkefni ungmennaráðs og HeimaHafnar.

HeimaHöfn fékk styrk úr nýsköpunarsjóðnum Örvar til að gera myndband um ungt fólk, félagslíf og afþreyingu og nú leitar Eyrún fyrir hönd HeimaHafnar eftir samstarfi við ungmennaráð og hvort það eru til í að taka þátt í myndbandsgerðinni. Til verksins yrði fenginn fagaðili en mikilvægt að hugmyndir og raddir ungs fólks séu í fyrirrúmi.
Ungmennaráð ræddi hugmyndina og tekur vel í samvinnu við HeimaHöfn og er spennt fyrir verkefninu.
 
Gestir
Eyrún Fríða Árnadóttir starfsmaður Nýheima þekkingaseturs á teams.
2. 202504082 - Barna og ungmennaþing 2025
Farið yfir umræðuefni á málstofum á Barna- og ungmennaþingi sem fyrirhugað er 18. nóvember. 19. nóvember verður rýnihópavinna og þann 20. nóv er ráðgert að kynna helstu niðurstöður þingsins á almennum kynningarfundi. Fundurinn yrði þó á skólatíma svo allir nemendur hafi góð tök á að heyra niðurstöðurnar en fundurinn verður einnig opinn foreldrum og bæjarstjórnarfólki.



11. september síðastliðnn var sameiginlegur vinnufundur í ungmennaráði og nemendaráðum FAS og GH. Efni fundarins var mögulegt efni á málstofum á fyrirhuguðu barna og ungmennaþingi. Nú er búið að setja á blað þær hugmyndir sem þar komu fram og koma þeim í spurningaform sem hægt væri að ræða í málstofum á þinginu.
Farið var lauslega yfir efni málstofanna og fyrirkomulag á barna og ungmennaþingi. Stefnt er að því að öllum ungmennum 25 ára og yngri verði boðin þátttaka og að umræðuefni verði aðlagað alveg niður í leikskólaaldur. Á næsta fundir verður möguleiki að koma með breytingahugmyndir við efni en almennt var ungmennaráð sátt við fyrirkomulagið og spennt fyrir ungmennaþingi sem mun leggja grunn að næstu aðgerðaráætlun í Barnvænu sveitarfélagi.
3. 202510006 - Ungt fólk og lýðheilsa 2025
Fjórir aðilar frá Hornafirði fóru með Erlendi í Þrykkjunni og tóku þátt í ungmennaráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði sem haldin var á Reykjum í Hrútafirði helgina 12. - 14. september. Þeir sem fóru voru Björg Kristjánsdóttir, Emilía Ósk Jóhannsdóttir, Freyja Dís Tjörvadóttir og Þorgerður Jónsdóttir.



Ungmennaráðstefnan Ungt fólk og lýðræði leggur áherslu á að efla lýðræðislega þátttöku ungs fólks í leik og starfi. Þar er lögð áhersla á að einstaklingar geti styrkt sjálfsmynd sína og tekið upplýstar ákvarðanir um eigið líf og lífsstíl. Ráðstefnan hefur verið haldin árlega frá árinu 2009 og hefur því fest sig í sessi á meðal mikilvægustu viðburða fyrir ungt fólk á Íslandi. Síðustu tvö ár hefur nafni ráðstefnunnar verið breytt í Ungt fólk og lýðheilsa. Björg sagði stuttlega frá ráðstefnunni. T.d. smiðjum um félagslíf ungmenna, frá samtali við stjórnmálafólk og áhrifavalda. Þá var kynning á félagslegum töfrum þar sem fjallað var um hvað samtal og samræður við alla væri mikilvægt og að taka þátt. Svo voru allskonar leikir, keppnir og sundlaugarpartý sem var skemmtilegast. Björg mælir með því að allir sem hafa kost á mæti á Ungt fólk og lýðheilsa.
4. 202504033 - Vinnuskóli Hornafjarðar 2025
Í sumar voru óvenju fáir sem sóttust eftir því að vera í vinnuskólanum. Einungis 23 nemendur og þar af 15 úr 7. bekk. Umræða í ungmennaráði um ástæður þess að ekki sækjast fleiri eftir því að vera í vinnuskólanum og hvað væri hægt að gera til að efla vinnuskólann.

Líflegar umræður sköpuðust um vinnuskólann og fullt af hugmyndum um hvað þyrfti til að fleiri vildu vinna þar. Þessar hugmyndir verða notaðar við undirbúning næsta starfsárs í vinnuskólanum.
5. 202510010 - Fulltrúar í fastenefndum fara yfir málin
Það hefur verið smá bras við að koma fundarboðum til ungmennaráðs en það ætti að vera komið í lag núna. Sindri Sigurjón hefur þó náð þremur fundum hjá umhverfis- og skipulagsnefndar og hann sagði frá þeim. Þar fannst honum bera hæst skipulag inn í Hoffelli sem er mjög áhugavert og spennandi.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:30 

Til baka Prenta