Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Hornafjarðar - 982

Haldinn í ráðhúsi,
02.03.2021 og hófst hann kl. 14:30
Fundinn sátu: Ásgerður Kristín Gylfadóttir formaður,
Björgvin Óskar Sigurjónsson varaformaður,
Páll Róbert Matthíasson aðalmaður,
Sigrún Sigurgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi,
Matthildur Ásmundardóttir bæjarstjóri, Bryndís Bjarnarson .
Fundargerð ritaði: Bryndís Bjarnarson, stjórnsýslu- og upplýsingafulltrúi


Dagskrá: 
Fundargerð
1. 2102011F - Hafnarstjórn Hornafjarðar - 234
Fundargerð samþykkt.
2. 2102014F - Atvinnu- og menningarmálanefnd - 25
Fundargerð samþykkt.
Almenn mál
3. 202102088 - Stofnskrá Menningarmiðstöðvar 2021-25
Stofnskrá Menningarmiðstöðvar lögð fram.

Bæjarráð samþykkir stofnskránna og vísar henni til afreiðslu bæjarstjórnar.
4. 202001015 - Skipurit 2020
Bæjarráð samþykkir skipuritið með framkomnum breytingum.
5. 202102097 - Líkamsrækt á Höfn
Erindi frá SS. Sport, þar sem óskað er eftir aukafjármagni til tækjakaupa fyrir Crossfit að upphæð 395.184 kr.

Bæjarráð samþykkir kaup á tækjum fyrir 395.184 kr. tekið af óráðstöfuðu.
6. 202102089 - Skýrsla forvarnardagsins
Forvarnardagurinn hefur verið haldinn árlega í október síðan 2006 og var því haldinn í fimmtánda sinn miðvikudaginn 7. október 2020. Að deginum standa Embætti landlæknis í samstarfi við Embætti forseta Íslands, Reykjavíkurborg, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Skátana, Ungmennafélag Íslands, Rannsóknir og greiningu, Samband íslenskra sveitarfélaga, Samstarf félagasamtaka í forvörnum, Heimili og skóla og Samfés.
Í þessari skýrslu er farið yfir niðurstöður þeirra spurninga sem lagðar voru til grundvallar í verkefnavinnu unglinganna ásamt hugmyndum umræðuhópa


Vísað til umfjöllunar í ungmennaráði, fræðslu- og tómstundanefnd og velferðarnefnd.
7. 202102054 - Samningur um yfirtöku Skjólgarðs
Vigdísarholt hefur skrifað undir samning um rekstur Skjólgarðs við SÍ að undanskilinni dagdvölinni. Bæjarstjóri hefur beðið SÍ um samningsdrög vegna reksturs dagdvalar þar sem gerð er krafa um að þau aukarými sem áður hefur verið lofað verði hluti samnings. Undir liðnum er rekstraráætlun fyrir dagdvöl.

Lagt fram til kynningar.
8. 202102023 - Ósk um veðheimild í Hafnarbraut 52
Bæjarráð gefur ekki heimild til veðsetningar í Hafnarbraut 52 eins og óskað er eftir.
9. 201804064 - Samningur vegna reksturs tjaldsvæðis 2017-2032
Farið yfir 8. gr. skyldur leigutaka og 9. gr. skyldur leigusala.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir fundi með rekstaraðila tjaldsvæðisins.
Bæjarstjóra falið að kalla eftir endurskoðuðum ársreikningum og gistináttaskýrslum.
10. 201908081 - Umsókn um lóð: Borgartún 3
Afturköllun á lóð hefur verið farið fram, lóðarhafi gerði ekki athugasemd við afturköllunina.

Bæjarráð samþykkir afturköllun á lóð að Borgartúni 3.
11. 202102094 - Umsögn um útgáfu leyfa árshátið FAS
Erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn um tækifærisleyfi fyrir dansleik í Sindrabæ 4. mars.

Bæjarráð gefur jákvæða umsögn.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:30 

Til baka Prenta