Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Atvinnu- og menningarmálanefnd - 77

Haldinn í ráðhúsi,
25.06.2025 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Hjördís Edda Olgeirsdóttir aðalmaður,
Sigríður Þórunn Þorvarðardóttir aðalmaður,
Steindór Sigurjónsson aðalmaður,
Gunnar Ásgeirsson aðalmaður,
Sigrún Sigurgeirsdóttir formaður,
Selma Ýr Ívarsdóttir Fulltrúi ungmennaráðs,
Kristín Vala Þrastardóttir Menningarmiðstöð.
Fundargerð ritaði: Kristín Vala Þrastardóttir, Forstöðumaður Menningarmiðstöðvar


Dagskrá: 
Fundargerðir til kynningar
1. 202003090 - Vatnajökulsþjóðgarður - fundargerðir stjórnar og svæðisráðs
Engar nýjar fundargerðir svæðisráðs Suðursvæðis hafa verið birtar frá síðasta fundi nefndar.

Sunnudaginn 6. júlí kl. 16 opnar alþjóðlega myndlistarsýningin ECHOES OF ICE í Skaftafellsstofu þar sem rúmlega 30 myndlistarmenn og rannsakendur koma saman í tilefni þess að Sameinuðu þjóðirnar hafa tileinkað jöklum í heiminum árið 2025. Sýningin er tvískipt og fer annars vegar fram í Skaftafelli en hins vegar á vefsíðu verkefnisins.
Sýningin verður opin út september.
Ókeypis aðgangur og öll velkomin!


Lagt fram til kynningar.
207.fundur svæðisstjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs.pdf
208.fundur svæðisstjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs.pdf
Almenn mál
2. 202505128 - Kynningarfundur byggðastofnunnar
Byggðastofnun heimsótti Hornafjörð og kynnti starfsemi sína, forstöðumaður fer yfir efni fundarins.

Nefndin þakkar fyrir kynninguna.
Nefndin vill vekja athygli á lánum sem Byggðastofnun veitir til ýmissa verkefna í atvinnulífinu en hægt er að sjá ýmsar upplýsingar á heimasíðu þeirra, www.byggdastofnun.is
Sveitarfélagið Hornafjörður-byggðastofnun-kynning.pdf
3. 202506078 - Kvennaár 2025
Til að fylgja eftir Kvennaverkfallinu 2023 hafa á sjötta tug samtaka femínista, kvenna, launafólks, fatlaðs fólks og hinsegin fólks tekið höndum saman og boðað Kvennaár 2025 til að flétta saman baráttuna fyrir jafnrétti með fjölbreyttri dagskrá. Í ár eru liðin 50 ár frá því að konur hér á landi lögðu niður launuð sem ólaunuð störf sín og stöðvuðu þannig samfélagið þann 24. október.

Kvennaár býður upp á viðburði þar sem konur og kvár koma saman - en það gera líka fleiri aðilar; aðstandendur Kvennaárs, önnur félagasamtök og stofnanir.


Bókasafnið okkar er þátttakandi í samstarfsverkefni sem ber titilinn "Læsi á stöðu og baráttu kvenna" og snýst um þessa merku sögu. Boðið verður uppá viðburð í Hornafirði samhliða öðrum viðburðum á landsvísu vikuna 17. - 24. október.


Nefndin hvetur fólk til að mæta á viðburði bókasafnsins í haust og bendir á að ef fleiri vilja halda viðburði í tilefni ársins þá er hægt að skrá þá á heimasíðu verkefnisins, kvennaar.is
4. 202502071 - Humarhátíð 2025
Humarhátíðarnefnd hefur sett saman glæsilega dagskrá.

Nefndin þakkar Humarhátíðarnefnd fyrir vandaða dagskrá og vel unnin störf í þágu samfélagsins hér í Hornafirði.
Hvetjum öll til að taka þátt í hátíðarhöldunum.
Humarhátíð ''25-uppfært skjal.pdf
5. 202505023 - Graffíll
Sigurður Pálmi Hafþórrsson fulltrúi Graffíls - listahátíðar ungs fólks kynnir skipulagsstarfið sem unnið hefur verið og áætlaða dagskrá hátíðarinnar.



Nefndin þakkar fyrir kynninguna og óskar unga fólkinu í sveitarfélaginu til hamingju með Graffíl og hvetur alla til að taka þátt og mæta á hátíðina.
Á heimasíðu verkefnisins, www.graffill.com, getur ungt skráð sig til þátttöku með list sinni. Öll velkomin á Graffíl 18.-20. júlí næstkomandi.
GRAFFÍLL.pdf
 
Gestir
Sigurður Pálmi Hafþórsson
6. 202409071 - Menningarmiðstöð
Forstöðumaður segir frá starfi Menningarmiðstöðvarinnar um þessi misserin.

Opnun sýningarinnar "Visual Resonance / Sjónræn ómun" á Svavarssafni og humarhátíðarsúpa á föstudaginn 27. júní.
Á sýningunni takast fjórir Hollands-tengdir listamenn á við sérkenni í náttúru og vistkerfi svæðisins, svo og menningararfinn í safneign Svavarssafns.
Þrír af fjórum listamönnum sýningarinnar eru nú á Höfn að setja upp verkin og verða viðstaddir opnun, munu fjalla stuttlega um list sína og taka á móti gestum á föstudaginn kl.16:30. Listamennirnir eru Pietjerte van Splunter, Zeger Reyers og Thom Vink en einnig á Mekhlla Harrison verk á sýningunni.

Mikil áhersla á uppbyggingu starfsins í Gömlubúð.
- um 80 gestir á dag að meðaltali, yfir 100 gestir 30% daganna
- Hornfirskir tónlistarmenn bjóða upp á lifandi tónlist í Gömlubúð á miðvikudögum í sumar og hefur reynst mjög vel.
- Höfum fengið mikla aðstoð frá fyrri safnverði, Birni Arnarsyni, vegna sýningu muna í Gömlubúð.

Barnastarf gengur vel og verður áfram alla þriðjudaga út júlí. Um 30 börn taka þátt í hverri viku. Í gær, þriðjudaginn 24.júní var humarhátíðarföndur á bókasafninu. Skráning er til hádegis á mánudögum. Næstu ferðir eru:
1. júlí fuglaskoðun í Óslandi með Birni Arnarsyni
8. júlí siglt út í Mikley
15. júlí gönguferð og barna yoga með Huldu Laxdal
22. júlí pottaferð í Hoffell
29. júlí loka-óvissuferð

Kvískerjasjóður
Skrifað hefur verið undir tvo styrki frá Kvískerjasjóði, annars vegar vegna skráningu gagna Hálfdáns Björnssonar á miðlunarvef Héraðsskjalasafnsins og hinsvegar vegna fyrirhugaðrar sýningar um Kvísker sem sett verður upp í Gömlubúð. Verklok verkefnanna tveggja miðast við 100 ára afmælisdag Hálfdáns þann 14. mars 2027.


Nefndin þakkar fyrir kynninguna.
Nefndin vill einnig óska Alberti Eymundssyni til hamingju með fálkaorðuna sem hann hlaut þann 17. júní síðastliðinn fyrir framlag til mennta-, íþrótta- og ungmennafélagsstarfa í heimabyggð.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00 

Til baka Prenta