Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Hornafjarðar - 974

Haldinn í ráðhúsi,
06.01.2021 og hófst hann kl. 13:00
Fundinn sátu: Ásgerður Kristín Gylfadóttir formaður,
Björgvin Óskar Sigurjónsson varaformaður,
Páll Róbert Matthíasson aðalmaður,
Sæmundur Helgason áheyrnarfulltrúi,
Matthildur Ásmundardóttir bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Matthildur Ásmundardóttir, bæjarstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 202012109 - Krafa um niðurfellingu gatnagerðagjalda - Hagaleira 11
Erindi frá lóðarhafa Hagaleiru 11 þar sem gerð er krafa um niðurfellingu gatnagerðagjalda m.t.t almennra reglna stjórnsýsluréttar og stjórnsýslulaga um jafnræði.


Bæjarráð svarar því til að í reglum um tímabundna niðurfellingu gatnagerðargjalda, frá 9. apríl 2015 sem voru framlengdar í tvígang til eins árs í senn og runnu úr gildi þann 10. maí 2019, var markmiðið bæjarstjórnar að hvetja til nýbygginga í sveitarfélaginu. Þeir sem fengu lóðum úthlutað á þessu tímabili voru að öðru leyti en því sem greinir í reglunum háðir reglum Sveitarfélagsins Hornafjarðar um úthlutun á byggingarrétti fyrir íbúðarhúsnæði frá 25. ágúst 2008. Í 5. gr. þeirra reglna er kveðið á um að lóðarhafi skuli hefja framkvæmdir eigi síðar en 9 mánuðum eftir að hann hafi fengið lóð úthlutað og framkvæmdir teljist hafnar þegar jarðvegsskipti hefjist. Þá segir í 8. gr. að bæjarráð geti afturkallað úthlutaða lóð, ef lóðarhafi haldi ekki byggingar- og skipulagsskilmálum, m.a. varðandi upphaf framkvæmda o.s.frv. Afturköllun lóðar skuli tilkynnt með ábyrgðarbréfi með þriggja mánaða fyrirvara og við afturköllun lóðar skuli innborguð gatnagerðargjöld endurgreidd.

Í reglunum er engin heimild til að krefjast greiðslu fyrir lóðirnar sem úthlutað var með tímabundinni niðurfellingu gatnagerðargjalda og felur frestur sveitarfélagsins til lóðarhafa til að hefja framkvæmdir því ekki í sér að verið sé að fallast á niðurfellingu gatnagerðargjalda heldur er þar einungis verið að veita frest til framkvæmda sem kveðið er á um í reglunum.

Að því er varðar framsal á lóðarréttindum á Hagaleiru 13 þá samþykkti bæjarráð framsal á fundi sínum þann 3.11.2020 af málefnalegum ástæðum í samræmi við reglur um úthlutun á byggingarrétti fyrir íbúðarhúsnæði. Þar segir í 1. gr. að byggingarrétti sé úthlutað á nafn/nöfn umsækjenda og óheimilt sé að framselja byggingarétt, nema fyrir liggi samþykki bæjarráðs. Í þessu tilviki voru sérstakar aðstæður hjá lóðarhafa á Hagaleiru 13 og hann hafði þegar hafið framkvæmdir og þannig fjárfest í lóðinni sem réttlætti það að hann fengi leyfi til að framselja lóðarréttinn.

Af framangreindum ástæðum telur bæjarráð að ekki hafi verið brotið í bága við jafnræðisreglu stjórnsýslulaga af hálfu Sveitarfélagsins Hornafjarðar að því er varðar ákvarðanir í tengslum við gatnagerðargjöld eins og haldið er fram í bréfi frá 22. desember 2020
gjaldskrá embættis byggingar- og skipulagsfulltrúa Sveitarfélagsins Hornafjarðar 291-2014.pdf
Reglur Sveitarfélagsins Hornafjarðarum tímabundna niðurfellingu gatnagerðargjalda..pdf
Reglur um úthlutun lóða eldri 2008 .pdf
2. 202101002 - Vöktun áhrifaþátta heilbrigðis 2020
Rannsókn um áhrifaþætti heilbrigðis var framkvæmd á árinu 2020 hjá íbúum í 20 stærstu sveitarfélögum landsins, 122 Hornfirðingar svöruðu könnuninni.

Lagt fram til kynningar, gögnin nýtast í vinnu við heilsueflandi samfélag og stefnumótun. Samanburðargögn frá öðrum sveitarfélögum eiga eftir að berast.
3. 202011118 - Landsskipulagsstefna - ósk um umsögn
Umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga á tilllögu að viðauka við Landskipulagsstefnu 2015-2026 lögð fram til kynningar.

Málið verður á dagskrá umhverfis- og skipulagsnefndar á morgun fimmtudag. Umsögn verður send út í kjölfar þess fundar.
4. 201806069 - Rammasamningur milli SÍ og hjúkrunarheimila um þjónustu hjúkrunarheimila
Farið yfir stöðu mála.

Ráðgjafahópur á vegum heilbrigðisráðuneytisins og Sjúkratrygginga Íslands er á Höfn í dag til að skoða reksturinn í heild sinni. Niðurstaða úttektar mun nýtast í vinnu við yfirfærslu reksturins til nýs rekstraraðila en ekki liggur fyrir á þessari stundu hver mun taka við.
6. 202012095 - Tillögur Velferðarvaktarinnar - mótvægisaðgerðir vegna COVID-19
Þann 1. desember sl. samþykkti Velferðarvaktin að beina því til stjórnvalda, bæði ríkis og sveitarfélaga, að hafa 14 áherslupunkta að leiðarljósi í þeim mótvægisaðgerðum sem framundan eru vegna Covid-19.


Bæjarráð þakkar fyrir erindið og leggur áherslu á að þjónusta á vegum sveitarfélagsins taki mið af þessum áherslupunktum. Bæjarráð vísar erindinu til félagsmálanefndar og fræðslu- og tómstundanefndar.
Tillögur Velferðarvaktarinnar til ríkis og sveitarfélaga í mótvægsaðgerðum vegna COVID-19.pdf
7. 202012091 - Umsögn um frumvarp til laga um kosningalög, 339. mál.
Málinu var frestað á síðasta fundi bæjarráðs.
Í frumvarpinu felast fyrst og fremst réttarbætur fyrir hinn almenna borgara og kjósanda. Með einum lögum í stað fjögurra verður löggjöfin skýrari auk þess sem leitast hefur verið við að gera orðalag ákvæðanna nútímalegra.
Aldursskilyrði kosningaréttar er ekki breytt eins og ungmennaráð lagði til í umsögn sinni.


Lagt fram til kynningar.
8. 202101003 - Flugeldasýning í Nesjum 6. janúar
Bæjarráð afgreiddi málið með tölvupósti þann 4. janúar sl. og veitti jákvæða umsögn.
Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:00 

Til baka Prenta