|
|
| 1. 2509007F - Bæjarstjórn Hornafjarðar - 339 |
Mál tekið fyrir á 2:55 mínútu.
|
| Lagt fram til umræðu og kynningar. |
|
|
|
| 2. 2509008F - Bæjarráð Hornafjarðar - 1188 |
Ásgerður Kristín Gylfadóttir tók til máls undir liðum númer 5-Umsókn um lóð - Sandbakkavegur 5, 6-Umsókn um lóð - Silfurbraut 44, 7-Umsókn um lóð - Silfurbraut 46 og 8-Umsókn um lóð - Vesturbraut 29. Sigurjón Andrésson til andsvars. Ásgerður Kristín Gylfadóttir til andsvars. Sigurjón Andrésson til andsvars.
Mál tekið fyrir á 3:15 mínútu.
|
| Lagt fram til umræðu og kynningar. |
|
|
|
| 3. 2509013F - Bæjarráð Hornafjarðar - 1189 |
Mál tekið fyrir á 13:15 mínútu.
|
| Lagt fram til umræðu og kynningar. |
|
|
|
| 4. 2509021F - Bæjarráð Hornafjarðar - 1190 |
Mál tekið fyrir á 13:45 mínútu.
|
| Lagt fram til umræðu og kynningar. |
|
|
|
| 5. 2510003F - Bæjarráð Hornafjarðar - 1191 |
Ásgerður Kristín Gylfadóttir tók til máls undir lið númer 14-Fyrirhugaðar breytingar Heilbrigðiseftirlitsins. Guðrún Stefanía Vopnfjörð Ingólfsdóttir tók til máls undir sama lið og undir lið númer 3-Humarhátíð 2025. Elías Tjörvi Halldórsson tók einnig til máls undir lið númer 14-Fyrirhugaðar breytingar Heilbrigðiseftirlitsins.
Mál tekið fyrir á 14:30 mínútu.
|
| Lagt fram til umræðu og kynningar. |
|
|
|
|
|
| 6. 202505129 - Breytingar á stjórnskipulagi umhverfis- og skipulagssviðs, og mannvirkjasviðs |
Þann 12.06.2025 samþykkti bæjarstjórn sameiningu umhverfis- og skipulagssviðs og mannvirkjasviðs í umhverfis- og framkvæmdasvið og um leið að auglýsa eftir sviðsstjóra fyrir nýtt svið. Bartek Andresson Kass var ráðinn í stöðuna. Við breytingu á stjórnskipulagi var starfi verkefnastjóra mannvirkjasviðs breytt í starf byggingarfulltrúa. Lagt er til að Magnús Rannver Rafnsson verði byggingarfulltrúi sveitarfélagsins.
Mál tekið fyrir á 22:00 mínútu.
|
Forseti lagði til að bæjarstjórn samþykkti að Magnús Rannver Rafnsson yrði byggingarfulltrúi sveitarfélagsins.
Tillagan borin upp til atkvæða. Samþykkt með sjö atkvæðum. |
|
|
|
| 7. 202507061 - Tímabundin undanþága frá hæfisskilyrðum skipulagsfulltrúa |
Þann 23.09.2025 var staða mála varðandi ráðningu skipulagsfulltrúa kynnt fyrir bæjarráði. Sveitarfélagið hafði áður óskað eftir undanþágu frá menntunarkröfum fyrir skipulagsfulltrúa á grundvelli 6. mgr. 7. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í svari frá félags- og húsnæðismálaráðuneytinu kom fram að slík undanþága væri einstaklingsbundin og því þyrfti sveitarfélagið að upplýsa ráðuneytið um menntun og reynslu þess sem gegna ætti starfinu.
Þar sem ráðningarferli bar ekki árangur var ákveðið að sækja um tímabundna undanþágu fyrir Gunnlaug Róbertsson, verkfræðing. Gunnlaugur mun starfa sem skipulagsfulltrúi sveitarfélagsins á meðan unnið er að varanlegri lausn í málinu.
Gunnlaugur hefur á sama tíma sagt sig frá störfum í umhverfis- og skipulagsnefnd þar sem hann hefur gengt formennsku.
Mál tekið fyrir á 23:10 mínútu.
|
Forseti lagði til við bæjarstjórn að Gunnlaugur Róbertsson gegni tímabundið hlutverki skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins, sbr. 1. mgr. 7. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Tillagan var borin upp til atkvæða. Samþykkt með sjö atkvæðum. |
|
|
|
| 8. 202206023 - Stjórnsýsla - Umhverfis og skipulagsnefnd, framsal á valdi til fullnaðarafgreiðslu mála |
Lögð er fram tillaga að viðauka við samþykkt um stjórn og fundarsköp sveitarfélagsins varðandi framsal á valdi til síðari umræðu skv. 1.mgr. 18.gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Markmið viðauka þessa er að stuðla að hagræðingu, skilvirkni og hraðari málsmeðferð skipulagsmála í sveitarfélaginu Hornafirði, með því að fela umhverfis- og skipulagsnefnd og skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins tiltekin verkefni bæjarstjórnar og fullnaðarafgreiðslu einstakra mála er varða skipulagslög nr. 123/2010, sbr. 1. mgr. 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 38/2011.
Mál tekið fyrir á 24:30 mínútu.
|
Forseti lagið til að bæjarstjórn samþykkti viðauka I við samþykkt um stjórn og fundarsköp sveitarfélagsins.
Tillagan borin upp til atkvæða. Samþykkt með sjö atkvæðum.
|
|
|
|
| 9. 202509060 - Uppbygging miðbæjar á Höfn |
Viljayfirlýsing og samkomulag við Landsbyggð ehf. lögð fram til samþykktar. Sigurjón Andrésson tók til máls. Hjördís Edda Olgeirsdóttir tók til máls.
Mál tekið fyrir á 26:10 mínútu.
|
Forseti leggur til að bæjarstjórn samþykki viljayfirlýsinguna.
Tillagan borin upp til atkvæða. Samþykkt með sjö atkvæðum. |
|
|
|
| 10. 202501087 - Viðaukar við fjárhagsáætlun 2025 |
Viðauki 11 vegna uppbyggingu fráveitu í Holti og Kyljuholti að upphæð 7,648 m.kr. lagður fram. Viðbótarfjárheimildum verður mætt með lántöku.
Mál tekið fyrir á 30:50 mínútu.
|
Forseti lagði til að bæjarstjórn samþykkti viðauka 11 og bar hann upp til atkvæða. Samþykkt með sjö atkvæðum |
| Viðauki_11.pdf |
| FHÁ 25 Viðauki 11 - minnisblað.pdf |
|
|
|
| 11. 202407038 - Kosning í nefndir |
Óskað er eftir breytingu á nefndarmönnum í Umhverfis- og skipulagsnefnd. Þar sem Gunnlaugur Róbertsson er að taka við starfi skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins víkur hann sem formaður og D-listi óskar eftir því að Hjördís Edda Olgeirsdóttir taki hans sæti sem formaður nefndarinnar og að Gauti Árnason taki sæti sem 2. varamaður D-lista.
K-listi óskar eftir að Elías Tjörvi Halldórsson taki sæti varaformanns og Eyrún Fríða Árnadóttir taki sæti 1. varamanns K- Lista
Mál tekið fyrir á 31:25 mínútu.
|
Forseti lagði til að bæjarstjórn samþykkti breytingu á nefndarmönnum D-lista.
Tillagan var borin upp til atkvæða. Samþykkt með sjö atkvæðum.
Forseti lagði til að bæjarstjórn samþykkti breytingu á nefndarmönnum K-lista.
Tillagan var borin upp til atkvæða. Samþykkt með sjö atkvæðum. |
|
|
|
| 12. 202504054 - Hoffell - Nýtt deiliskipulag |
Skipulagslýsing vegna nýs deiliskipulags vegna uppbyggingaráforma fyrir Hoffell í Nesjum var í kynningu frá 15. janúar til 15. febrúar 2025. Umsagnir bárust frá Skipulagsstofnun, Andrési Skúlasyni, Minjastofnun, Brynju Dögg Friðriksdóttur/Helgu Valgerði Friðriksdóttur/Sveini Heiðari Friðrikssyni/Sigurbjörgu Helgadóttur, Náttúrufræðistofnun, Vegagerðinni, Forsætisráðuneytinu og Náttúruverndarstofnun. Svör við athugasemdum hafa borist frá umsækjanda.
Á fundi þann 01.10.2025 lagði umhverfis- og skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að hún samþykki að vinna megi tillögu að breytingu á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga og bendi umsækjanda á að hafa hliðsjón af umsögnum og ábendingum hagsmunaaðila við vinnslu tillögu.
Elías Tjörvi Halldórsson tók til máls. Ásgerður Kristín Gylfadóttir tók til máls. Gauti Árnason til andsvars. Ásgerður Kristín Gylfadóttir til andsvars. Sigurjón Andrésson tók til máls. Hjördís Edda Olgeirsdóttir tók til máls. Elías Tjörvi Halldórsson tók til máls. Tinna Rut Sigurðardóttir tók til máls
Guðrún Stefanía Vopnfjörð Ingólfsdóttir óskaði eftir fundarhléi. Forseti lagði til að setning um sérbókun verði tekin út úr innganginum. Bókunin stendur í fundargerð umhverfis- og skipulagsnefnd.
Mál tekið fyrir á 32:30 mínútu.
|
Forseti lagði til að bæjarstjórn samþykkti að vinna megi tillögu að nýju deiliskipulagi skv. 40. gr. skipulagslaga og benda umsækjanda á að hafa hliðsjón af umsögnum og ábendingum hagsmunaaðila við vinnslu tillögu.
Tillagan var borin upp til atkvæða. Samþykkt með sjö atkvæðum.
|
|
|
|
| 13. 202412060 - Hoffell - Breyting á aðalskipulagi |
Skipulagslýsing vegna nýs aðalskipulags vegna uppbyggingaráforma fyrir Hoffell í Nesjum var í kynningu frá 15. janúar til 15. febrúar 2025. Umsagnir bárust frá Skipulagsstofnun, Andrési Skúlasyni, Minjastofnun, Brynju Dögg Friðriksdóttur/Helgu Valgerði Friðriksdóttur/Sveini Heiðari Friðrikssyni/Sigurbjörgu Helgadóttur, Náttúrufræðistofnun, Vegagerðinni, Forsætisráðuneytinu og Náttúruverndarstofnun. Svör við athugasemdum hafa borist frá umsækjanda.
Á fundi þann 01.10.2025 lagði umhverfis- og skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að hún samþykkti að vinna megi tillögu að breytingu á aðalskipulagi skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga og bendi umsækjanda á að hafa hliðsjón af umsögnum og ábendingum hagsmunaaðila við vinnslu tillögu.
Mál tekið fyrir á 53:20 mínútu.
|
Forseti lagði til að bæjarstjórn samþykkti að vinna megi tillögu að breytingu á aðalskipulagi skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga og benda umsækjanda á að hafa hliðsjón af umsögnum og ábendingum hagsmunaaðila við vinnslu tillögu.
Tillagan var borin upp til atkvæða. Samþykkt með sjö atkvæðum.
|
|
|
|
| 14. 202509050 - Umsókn um byggingarheimild - Svínafell 1 - Nýjatún, viðbygging |
Lagt er fram erindi þar sem sótt er um leyfi til byggingarframkvæmda að Svínafelli 1, Nýjatún. Sótt er um að byggja viðbyggingu við norðaustur gafl núverandi húss og innrétta þar litla íbúð til útleigu sem nýtir viðbyggingu sem inngang. Ekki er til gildandi deiliskipulag fyrir svæðið. Samkvæmt aðalskipulagi er svæðið á mörkum verslunar- og þjónustusvæðis og landbúnaðarsvæðis.
Umhverfis- og skipulagsnefnd taldi að framkvæmdin væri í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar. Nefndin samþykkti að falla frá grenndarkynningu þar sem framkvæmdin varðaði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda.
Mál tekið fyrir á 54:40 mínútu.
|
Forseti lagði til að bæjarstjórn samþykkti að veita megi leyfi til framkvæmda án deiliskipulagsgerðar samkvæmt 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga 123/2010.
Tillagan borin upp til atkvæða. Samþykkt með sjö atkvæðum. |
|
|
|
| 15. 202504075 - Hafnarbraut 11 - stækkun á lóð |
Reynir Ásgeirsson f.h. Andreyn ehf. lóðarhafa lóðar að Hafnarbraut 11 óskaði fyrr á árinu eftir stækkun lóðar að hluta til suðurs um 2,5 m. Á fundi umhverfis- og skipulagsnefndar þann 07.05.2025 var óskað eftir frekari upplýsingum. Eftir uppmælingu og gerð lóðarblaðs er ljóst að stækkunin er um 0,9m til suðurs og heildarflatarmál lóðar stækkar um 3 fermetra.
Umhverfis- og skipulagsnefnd gerði ekki athugasemd við stækkun lóðarinnar. Nefndin samþykkti að falla frá grenndarkynningu þar sem breytingin varðaði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda, samkvæmt 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga 123/2010.
Mál tekið fyrir á 56:55 mínútu.
|
Forseti lagði til að bæjarstjórn samþykkti breytingu á lóðarmörkum án deiliskipulagsgerðar samkvæmt 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga 123/2010.
Tillagan borin upp til atkvæða. Samþykkt með sjö atkvæðum. |
|
|
|
| 16. 202509087 - Umsókn um framkvæmdarleyfi - Fagurhólsmýri- Freysnes, nýlögn ljósleiðara |
Míla sækir um framkvæmdaleyfi til að leggja ljósleiðara milli Freysness og Fagurhólsmýri, um 20 km, að mestu meðfram þjóðvegi 1.
Umhverfis- og skipulagsnefnd lagði til við bæjarstjórn að samþykkja útgáfu framkvæmdaleyfis í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og 13. - 16. gr. skipulagslaga.
Mál tekið fyrir á 57:20 mínútu.
|
Forseti lagði til að bæjarstjórn samþykkti útgáfu framkvæmdaleyfis í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og 13.-16. gr. skipulagslaga.
Tillagan borin upp til atkvæða. Samþykkt með sjö atkvæðum.
|
|
|
|
| 17. 202509045 - Breyting á aðalskipulagi vegna jarðanna Birgis og Króks |
Axel Jónsson óskar eftir heimild til þess að hefja skipulagsvinnu fyrir 80 herbergja hótel og starfsmannahús á jörðunum Birgi og Krók í Borgarhöfn.
Umhverfis- og skipulagsnefnd lagði til við bæjarstjórn að óskað yrði eftir lýsingu á skipulagsvinnunni skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga. Nefndin lagði áherslu á að vegtengingar við Þjóðveg 1 verði í samræmi við reglur Vegagerðarinnar.
Mál tekið fyrir á 58:30 mínútu.
|
Forseti lagði til að bæjarstjórn óskaði eftir lýsingu á skipulagsvinnunni skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga og leggur áherslu á að vegtengingar við Þjóðveg 1 verði í samræmi við reglur Vegagerðarinnar.
Tillagan borin upp til atkvæða. Samþykkt með sjö atkvæðum. |
|
|
|
| 18. 202501089 - Breyting á deiliskipulagi - Fiskhóll 11, stækkun byggingar |
Imsland ehf. óskaði eftir breytingu á deiliskipulagi á Fiskhól 11 er varðar bæði lóðamörk og byggingarreit. Breytingin var grenndarkynnt 30. júlí með athugasemdarfresti til 29. ágúst 2025. Engar athugasemdir bárust.
Umhverfis- og skipulagsnefnd lagði til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt í samræmi við 2. mgr. 43. gr. laga 123/2010.
Mál tekið fyrir á 59:20 mínútu.
|
Forseti lagði til að bæjarstjórn samþykkti deiliskipulagsbreytingu í samræmi við 2. mgr. 43. gr. laga 123/2010.
Tillagan borin upp til atkvæða. Samþykkt með sjö atkvæðum. |
|
|
|
| 19. 202503091 - Umsókn um byggingarheimild - Sæbraut 1 Gáran, viðbygging |
Lagt er fram erindi frá umhverfis- og framkvæmdasviði sveitarfélagsins Hornafjarðar þar sem sótt er um leyfi til byggingarframkvæmda að Sæbraut 1. Fyrirhugað er byggja við núverandi sorpmóttökustöð. Ekki er til gildandi deiliskipulag fyrir svæðið en samkvæmt aðalskipulagi er svæðið á athafnasvæði AT1.
Umhverfis- og skipulagsnefnd taldi að framkvæmdin sé í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar. Nefndin taldi að fullnægjandi grenndarkynning hafi þegar farið fram samkvæmt 2. og 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga 123/2010, þar sem að nágrannar hafa lagt fram samþykki fyrir framkvæmdinni.
Mál tekið fyrir á 1:00:25 mínútu.
|
Forseti lagði til að bæjarstjórn samþykkti að veita megi leyfi til framkvæmda án deiliskipulagsgerðar samkvæmt 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga 123/2010.
Tillagan borin upp til atkvæða. Samþykkt með sjö atkvæðum. |
|
|
|
| 20. 202509017 - Landeignaskrá Stafafell - Stafafell fjárhús merkjalýsing |
Landeigendur að Stafafelli í Lóni óska eftir staðfestingu á merkjalýsingu sem gerir ráð fyrir stofnun nýrrar lóðar.
Umhverfis- og skipulagsnefnd gerði ekki athugasemd við framlagða merkjalýsingu. Nefndin taldi að stofnun lóðaarinnar hafi ekki áhrif á búrekstrarskilyrði jarðarinnar, sbr. 6. gr. jarðalaga, sbr. einnig 48. gr. skipulagslaga.
Mál tekið fyrir á 1:10:40 mínútu.
|
Forseti lagði til að bæjarstjórn gerði ekki athugasemd við framlagða merkjalýsingu og að stofnun lóðanna hafi ekki áhrif á búrekstrarskilyrði jarðarinnar, sbr. 6. gr. jarðalaga, sbr. einnig 48. gr. skipulagslaga.
Tillagan borin upp til atkvæða. Samþykkt með sjö atkvæðum. |
|
|
|
| 21. 202410089 - Vegir í náttúru Íslands - Endurskoðun aðalskipulags |
Lögð fram skrá yfir vegi í náttúru Íslands í samræmi við reglugerð nr. 260/2018 um vegi í náttúru Íslands samkvæmt lögum um náttúruvernd, sbr. tengil á vefsjá https://geo.alta.is/hornafjordur/vini/.
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að skráin verði send til umsagnar Skipulagsstofnunar, Náttúruverndarstofnunar, Vegagerðarinnar, Lands og skógar, Náttúrufræðistofnunar, Samút samtaka útivistarfélaga, Landverndar, Náttúruverndarsamtaka Íslands, Bændasamtaka Íslands og Samtaka ferðaþjónustunnar, sbr. 2. mgr. 2. gr. framangreindrar reglugerðar. Jafnframt verði skráin auglýst samhliða aðalskipulagstillögu.
Mál tekið fyrir á 1:03:12 mínútu.
|
Forseti lagði til að málinu yrði frestað vegna þess að gögn bárust ekki fyrir tilsettan tíma.
Tillagan borin upp til atkvæða. Samþykkt með sjö atkvæðum. |
|
|
|
| 22. 202303123 - Endurskoðun aðalskipulags Sveitarfélagsins Hornafjarðar |
Tillaga að nýju aðalskipulagi fyrir Sveitarfélagið Hornafjörð var kynnt í Skipulagsgátt 6. júní sl. á grundvelli 2. gr. 30. gr. skipulagslaga og var umsagnarfrestur til 20. ágúst. Umsagnir og ábendingar bárust frá 41 aðila.
Lagt fram minnisblað með yfirliti yfir efni umsagna og tillögur að svörum við þeim, sem byggja á vinnufundi nefndar þann 4. september sl.
Lögð fram skipulagsgögn sem hafa verið uppfærð til samræmis við svörin: Skipulagsgreinargerð í tveimur skjölum, nr. A1609-180-U03 og A1609-168-U02. Forsendu- og umhverfismatsskýrsla, skjal nr. A1609-179-U03. Fimm skipulagsuppdrættir, dags. 1.10.2025. Þemauppdráttur um náttúruvernd, dags. 1.10.2025. Tengill á aðalskipulagsvefsjá, https://geo.alta.is/hornafjordur/ask/
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkti svörin í framlögðu minnisblaði og leggur til við bæjarstjórn að aðalskipulagstillagan, með tilheyrandi forsendu- og umhverfismatsskýrslu, verði send Skipulagsstofnun til athugunar sbr. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga. Berist ekki athugasemdir verði tillagan auglýst í samræmi 31. gr. skipulagslaga og 15. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana.
Mál tekið fyrir á 1:03:26 mínútu.
|
Forseti lagði til að málinu verði frestað vegna þess að gögn bárust ekki fyrir tilsettan tíma.
Tillagan borin upp til atkvæða. Samþykkt með sjö atkvæðum. |
|
|
|