|
|
Umhverfisfulltrúi Sveitarfélagsins Hornafjarðar kemur inn á fundinn.
|
1. 202503086 - Útihirslur í almenningsrýmum |
Lagt er fram minnisblað um grenndarstöðvar í sveitarfélaginu.
|
Umhverfis- og skipulagsnefnd þakkar umhverfisfulltrúa kynninguna. Umhverfisfulltrúa er falið að leggja fram uppfært kort af núverandi sorptunnum og óska eftir kostnaðarmati fyrir nýjar tunnur.
|
|
|
Gestir |
Xiaoling Yu - umhverfisfulltrúi |
|
|
2. 202212047 - Umferðaröryggisáætlun - Endurskoðun - 2025 |
Lagt er fram minnisblað um umferðaröryggisáætlun þar sem farið er yfir stöðu verkefnisins. Skipa skal fulltrúa frá umhverfis- og skipulagsnefnd á samráðsfund sem er áætlaður í október og koma með ábendingar.
|
Umhverfis- og skipulagsnefnd tilnefnir Þröst Jóhannsson og Finn Smára Torfason sem fulltrúa nefndarinnar á samráðsfund.
Nefndin felur starfsmanni að taka saman ábendingar frá íbúum sem borist hafa nefndinni sl. tvö ár.
|
|
|
Gestir |
Xiaoling Yu - umhverfisfulltrúi |
|
|
3. 202401096 - Skriða - Breyting á aðalskipulagi |
Kynnt drög skipulagsráðgjafa að minnisblaði um breytta tillögu að aðalskipulagsbreytingu.
|
Aðalskipulagsráðgjafi frá Alta kynnti drög að minnisblaði um breytingatillöguna. Nefndin felur starfsmanni að vinna áfram að málinu í samráði við skipulagsráðgjafa, ljúka minnisblaðinu og senda til landeigenda/framkvæmdaraðila.
|
|
|
Gestir |
Matthildur Kr. Elmarsdóttir - ráðgjafi frá Alta |
|
|
4. 202412060 - Hoffell - Breyting á aðalskipulagi |
Skipulagslýsing vegna breytinga á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar vegna uppbyggingaráforma fyrir Hoffell í Nesjum var í kynningu frá 15. janúar til 15. febrúar 2025. Umsagnir bárust frá Skipulagsstofnun, Andrési Skúlasyni, Minjastofnun, Brynju Dögg Friðriksdóttur/Helgu Valgerði Friðriksdóttur/Sveini Heiðari Friðrikssyni/Sigurbjörgu Helgadóttur, Náttúrufræðistofnun, Vegagerðinni, Forsætisráðuneytinu og Náttúruverndarstofnun. Svör við umsögnum hafa borist frá umsækjanda.
|
Málið tekið til umræðu og er því frestað til næsta fundar. |
|
|
|
5. 202504054 - Hoffell - Nýtt deiliskipulag |
Skipulagslýsing vegna nýs deiliskipulags vegna uppbyggingaráforma fyrir Hoffell í Nesjum var í kynningu frá 15. janúar til 15. febrúar 2025. Umsagnir bárust frá Skipulagsstofnun, Andrési Skúlasyni, Minjastofnun, Brynju Dögg Friðriksdóttur/Helgu Valgerði Friðriksdóttur/Sveini Heiðari Friðrikssyni/Sigurbjörgu Helgadóttur, Náttúrufræðistofnun, Vegagerðinni, Forsætisráðuneytinu og Náttúruverndarstofnun. Svör við athugasemdum hafa borist frá umsækjanda.
|
Málið tekið til umræðu og er því frestað til næsta fundar. |
|
|
|
6. 202502088 - Deiliskipulagsbreyting - Borgarhöfn 2-3, Neðribær, skemma |
Breyting á deiliskipulagi Borgarhafnar Neðribæjar var auglýst frá 22. júlí með athugasemdarfresti til 2. september 2025. Engar athugasemdir bárust.
|
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagsbreytingu fyrir Borgarhöfn Nýjabæ í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Málinu vísað til bæjarstjórnar.
|
|
|
|
7. 202010016 - Deiliskipulag: Heildarendurskoðun fyrir Skaftafell |
Lögð eru fram drög að tillögu deiliskipulags Skaftafells.
|
Helga Árnadóttir vék af fundinum undir þessum lið. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að kynna tillöguna í samræmi við 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga og leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði kynnt og afgreidd til auglýsingar í samræmi við 1. mgr. 41. gr. sömu laga að lokinni kynningu. Málinu vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar. |
|
|
|
8. 202508089 - Íshellar, rör í innganga - Umsókn um framkvæmdarleyfi |
Lagt er fram erindi frá Glacier Adventure um leyfi til að koma fyrir sérsmíðuðum plaströrum í tveimur inngöngum íshella til að tryggja öryggi gesta og starfsfólks.
|
Helga Árnadóttir vék af fundinum undir þessum lið.
Umhverfis- og skipulagsnefnd telur framkvæmdina ekki framkvæmdaleyfisskylda þar sem ekki er um meiriháttar framkvæmd að ræða þegar haft er til hliðsjónar stærð svæðis, umfang framkvæmdar, varanleiki og árhif á landslag og ásýnd umhverfisins og önnur umhverfisáhrif. Umsækjanda er bent á að afla leyfis Náttúruverndarstofnunar áður en til framkvæmdar kemur.
|
|
|
|
9. 202206023 - Stjórnsýsla - Umhverfis og skipulagsnefnd, framsal á valdi til fullnaðarafgreiðslu mála |
Lögð fram tillaga að viðauka við samþykkt um stjórn og fundarsköp sveitarfélagsins varðandi framsal á valdi.
Markmið viðauka þessa er að stuðla að hagræðingu, skilvirkni og hraðari málsmeðferð skipulagsmála í sveitarfélaginu Hornafirði, með því að fela umhverfis- og skipulagsnefnd og skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins tiltekin verkefni bæjarstjórnar og fullnaðarafgreiðslu einstakra mála er varða skipulagslög nr. 123/2010, sbr. 1. mgr. 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 38/2011.
|
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að viðaukinn verði samþykktur. Málinu vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar. |
|
|
|
10. 202508047 - Leiðakerfi landsbyggðarvagna, stoppistöðvar |
Lagt er fram erindi frá Vegagerðinni frá 19. ágúst 2025 um breytingar á stoppistöð á leiðakerfi landsbyggðarvagna í sveitarfélaginu. Óskað er eftir viðbrögðum varðandi breytingarnar.
|
Umhverfis- og skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við breytingar á stoppistöðvum landsbyggðarvagna í sveitarfélaginu en bendir á að samráð þarf að hafa við Náttúruverndastofnun varðandi Jökulsárlón.
|
|
|
|
11. 202503080 - Öryggisskoðun leiksvæða 2025 |
Lagt er fram minnisblað um þjálfun í öryggisskoðun leikvalla sem haldin verður 23. september 2025.
|
Lagt fram til kynningar. |
|
|
Gestir |
Xiaoling Yu - umhverfisfulltrúi |
|
|