Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Íbúaráð - Nes og Lón - 9

Haldinn í ráðhúsi,
24.09.2025 og hófst hann kl. 13:00
Fundinn sátu: Ólöf Þórhalla Magnúsdóttir aðalmaður,
Ásthildur Gísladóttir aðalmaður,
Ásta Steinunn Eiríksdóttir aðalmaður,
Arndís Lára Kolbrúnardóttir .
Fundargerð ritaði: Arndís Lára Kolbrúnardóttir, stjórnsýslu- og upplýsingafulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 202506071 - Framkvæmd - Leikvöllur í Nesjahverfi - tilfærsla og endurbættur
Minnisblað með tillögu um breytingar á leikvelli við Mánagarð lagt fram til umræðu.

Íbúaráð fagnar tillögunni og bendir áhugasömum á að hafa samband við íbúaráð ef þau hafa hugmyndir eða ábendingar varðandi leikvöllinn.
 
Gestir
Bartek Andersson Kass- Sviðstjóri Mannvirkjasviðs
Björn Þór Imsland - Umsjónarmaður fasteigna
2. 202411051 - 3ja fasa rafmagn í Lóni
Bæjarstjóri kemur á fund og fer yfir stöðuna á 3ja fasa rafmagni í Lóni.


Búið er að leggja 3ja fasa rafmagn að Jökulsá í Lóni og hafði Rarik tilkynnt sveitarfélaginu að strengur yrði lagður austur fyrir Jökulsá að Stafafelli í haust. Það barst póstur frá Rarik í dag þar sem fram kemur að ekki sé víst að það náist að klára að leggja strenginn austur fyrir Jökulsá á þessu ári vegna ýmissa atriða sem ekki voru útskýrð frekar. Sveitarfélagið mun spyrjast nánar fyrir hvað veldur.

Á næsta ári er stefnt að því að bjóða út lagningu á 3ja fasa rafmagni fyrir það sem eftir stendur innan sveitarfélagamarka austan megin.
 
Gestir
Sigurjón Andrésson- Bæjarstjóri
3. 202310043 - Félagsheimili sveitarfélagsins
Umsjónarmaður fasteigna fer yfir viðhaldsáætlun fyrir fundarhúsið í Lóni.

Íbúaráð óskar eftir því við bæjarráð að fyrirkomulag á fundarhúsinu í Lóni verði sambærilegt annara félagsheimila sveitarfélagsins, að fundinn verði húsvörður á svæðinu sem getur haft umsjón með húsinu, tekið við bókunum og fylgst með notkun þess. Eins óskar íbúaráð eftir því að aðgengi á efri hæð hússins verði bætt með útistíg eða tröppum.
 
Gestir
Björn Þór Imsland - Umsjónarmaður fasteigna
Bartek Andersson Kass- Sviðstjóri Mannvirkjasviðs
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:00 

Til baka Prenta