Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Velferðarnefnd - 46

Haldinn í Miðgarði,
08.12.2025 og hófst hann kl. 16:15
Fundinn sátu: Sveinbjörg Jónsdóttir varaformaður,
Gunnar Stígur Reynisson aðalmaður,
Íris Heiður Jóhannsdóttir aðalmaður,
Theódór Árni Stefánsson Fulltrúi ungmennaráðs,
Steindór Sigurjónsson 1. varamaður,
Skúli Ingibergur Þórarinsson .
Fundargerð ritaði: Skúli Ingibergur Þórarinsson, sviðsstjóri velferðarsviðs


Dagskrá: 
Fundargerðir til staðfestingar
2. 2509015F - Notendaráð fatlaðs fólks - 2
Fundargerð 2. fundar notendaráðs fatlaðs fólks sem haldinn var í Miðgarði 15. október síðastliðinn lögð fram til kynningar.

Fundargerð 2. fundar notendaráðs fatlaðs fólks lögð fram til kynningar. Velferðarnefnd þakkar Bessý fyrir góða kynningu.
 
Gestir
Sigrún Bessý Guðmundsdóttir
Almenn mál
1. 202504082 - Barna og ungmennaþing 2025
Barna- og ungmennaþing var haldið 18. nóvember s.l. Þar fengu öll börn og ungmenni í sveitarfélaginu tækifæri að taka þátt og tókst þingið vel. Fjölmargar hugmyndir og ábendingar komu fram, bæði í almennum umræðum og í sértækum rýnihópum. Fyrstu niðurstöður voru kynntar 20. nóvember s.l. á degi Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Ungmennaráð sá um kynningar í Grunnskóla Hornafjarðar og FAS en sú kynningin var einnig send út. Foreldrum og fulltrúum nefnda var boðið að mæta á kynningarnar. Nú hefur verið unnið enn frekar úr gögnum þar sem reynt hefur verið að draga fram stóru málin. Á fundinn mætir Emil Moravek og gerir grein fyrir helstu niðurstöðum barnaþingsins.

Emil Moravek kynnti niðurstöður barna- og ungmennaþings sveitarfélagsins 2025. Þingið gekk vel og komu flottar niðurstöður út úr 6 málstofum sem unnið verður áfram með. Niðurstöðurnar verða svo lagðar til grundvallar við gerð nýrrar aðgerðaáætlunar í barnvænu sveitarfélagi fyrir sveitarfélagið.

Velferðarnefnd þakkar Emil fyrir góða yfirferð.
 
Gestir
Emil Örn Moravek
3. 202512011 - Gjaldskrár velferðarsviðs 2026
Lagðar eru fram tillögur að breytingum á gjaldskrám velferðarsviðs fyrir árið 2026. Gjaldskrár snúa að greiðslum til stuðningsfjölskyldna, gjaldskrá vegna stoð- og stuðningsþjónustu Þjónustunnar heim og gjaldskrá fyrir akstursþjónustu aldraðra og fatlaðs fólks.

Farið yfir tillögur að gjaldskrám velferðarsviðs fyrir árið 2026. Málinu vísað áfram til frekari umræðu í bæjarráði. Starfsmanni falið að fylgja málinu eftir í samræmi við umræður á fundinum.
4. 202409038 - Endurskoðun reglna um fjárhagsaðstoð
Lögð fram breytingatillaga á reglum um fjárhagsaðstoð í Sveitarfélaginu Hornafirði. Breytingarnar snúa að því að hækkun fjárhagsaðstoðar taki mið af launavísitölu í október ár hvert í stað áramóta. Breyting á grunnupphæð fjárhagsaðstoðar mun áfram taka gildi um áramót.
Breytingunni er ætlað að skapa meiri fyrirsjáanleika við gerð fjárhagsáætlunar sem og fyrir notendur fjárhagsaðstoðar.


Tillaga að breytingu á reglum um fjárhagsaðstoð lögð fram. Velferðarnefnd gerir ekki athugasemd við breytinguna og vísar málinu áfram til frekari umræðu í bæjarráði.
5. 202511053 - Gæðaviðmið félagsþjónustu
Drög að gæðaviðmiðum félasþjónustu hafa verið til vinnslu hjá Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála á árinu og voru send til umsagnar hjá sveitarfélögum nýlega.

í samráði ákváðu sviðsstjórar velferðarmála að senda frá sér sameiginlega umsögn og fólu Samtökum íslenskra sveitarfélaga að vinna hana.

Drög að gæðaviðmiðum og umsögn sveitarfélagana lögð fram til kynningar.


Drög að gæðaviðmiðum í velferðarþjónustu og umsögn Sambands Íslenskra sveitarfélaga um þau lögð fram til kynningar. Velferðarnefnd gerir ekki athugasemd við drögin eða umsögnina.
6. 202410030 - Starfsemi velferðarsviðs 2025
Á dögunum voru auglýstar tvær stöður hjá fjölskyldu- og félagsþjónustu velferðarsviðs.

Farið yfir ráðningaferlið og nýjir stöðuhafar kynntir


Velferðarnefnd fagnar því að vel hafi gengið að manna þessar tvær stöður og býður Kristínu G. Gestsdóttur, verkefnastjóra þjónustu og gæða, og Einar Aron Fossberg Fjalarsson, yfirfélagsráðgjafa, velkomin til starfa á sama tíma og nefndin þakkar Svanfríði Eygló Arnardóttur kærlega fyrir vel unnin störf þann tíma sem hún hefur sinnt hlutverki ráðgjafa fjölskyldu- og félagsþjónustu en hún lætur formlega af störfum í febrúar n.k.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:37 

Til baka Prenta