Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Hornafjarðar - 975

Haldinn í ráðhúsi,
12.01.2021 og hófst hann kl. 14:30
Fundinn sátu: Ásgerður Kristín Gylfadóttir formaður,
Björgvin Óskar Sigurjónsson varaformaður,
Páll Róbert Matthíasson aðalmaður,
Sigrún Sigurgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi,
Matthildur Ásmundardóttir bæjarstjóri, Bryndís Bjarnarson stjórnsýslu- og upplýsingafulltrúi.
Fundargerð ritaði: Bryndís Bjarnarson, stjórnsýslu- og upplýsingafulltrúi


Dagskrá: 
Fundargerð
1. 2101002F - Umhverfis- og skipulagsnefnd - 19
Fundargerð samþykkt.
 
Gestir
Brynja Dögg Ingólfsdóttir umhverfis- og skipulagsstjóri
Almenn mál
2. 202003078 - Staða sveitarsjóðs 2020
Staða sveitarsjóðs lögð fram.

Staða sveitarsjóðs er í jafnvægi.
 
Gestir
Ólöf Ingunn Björnsdóttir fjármálastjóri
3. 202101012 - Uppgræðsla í sveitarfélaginu
Erindi frá Landgræðslunni dags. 23.12 2020 með upplýsingum um uppgræðslu í samstarfsverkefnum í samstarfi við bændur undir verkefninu Bændur græða landið.

Lagt fram til kynningar.
Upplysingar um uppgræðslu ´á Hornafirði .pdf
4. 202012093 - Samningur um stafræna smiðju
Samningur um Fab Lab smiðju á Höfn lagður fram.
Samningurinn er á milli sveitarfélagsins, atvinnu-og nýsköpunarráðuneytisins og mennta- og menningarmálaráðuneytisins lagður fram til samþykktar.


Vilhjálmur fór yfir starfsemi og framtíðarsýn Fab Lab smiðjunnar á Höfn.
Bæjarráð samþykkir samninginn. Bæjarstjóra falið að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.
 
Gestir
Vilhjálmur Magnússon forstöðumaður Vöruhúss
5. 202101034 - Sindrabær - ósk um aðkomu að breytingum
Ósk frá áhugahópi um menningarmál, Kaffimik, um að fá að rýna hönnunargögn vegna endurbóta í Sindrabæ.

Bæjarráð þakkar fyrir áhugann, tekur jákvætt í erindið og felur starfsmönnum að kynna hönnunargögnin fyrir hópnum, og öðrum áhugasömum.
6. 202003021 - Sóttvarnir: COVID-2019
Ný reglugerð um breytingar á samkomubanni frá og með 13. janúar þar sem almennar fjöldatakmarkanir verða auknar í 20 manns með ákveðnum undantekningum, áfram verður tveggja metra reglan höfð að leiðarljósi.
Breytingin leiðir til þess að ráðhúsið opnar á ný.


Lagt fram til kynningar.
Minnisblað sóttvarnalæknis dags. 7. jan.pdf
Reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar frá 13 janúar 2021.pdf
7. 201806069 - Rammasamningur milli SÍ og hjúkrunarheimila um þjónustu hjúkrunarheimila
Farið yfir stöðu mála í kjölfar fundar bæjarstjóra Sveitarfélagsins Hornafjarðar, Vestmanneyjarbæjar, Akureyrar og Fjarðarbyggðar ásamt starfsmönnum Sambands íslenskra Sveitarfélaga, með heilbrigðisráðherra mánudaginn 11. janúar, sem hafa öll sagt upp samningum um rekstur hjúkrunarheimila.

Bæjarstjóri greindi frá stöðu mála.
8. 202010090 - Krafa um bætur vegna úrskurðar Kærunefndar jafnréttismála
Bæjarstjóri greindi frá ferli málsins.
9. 202101009 - Fyrirspurn um efnistöku
Frestað til næsta fundar.
10. 201910070 - Umsókn um lóð: Dalbraut 2a
Lóðarhafa hefur veri tilkynnt um afturköllun á lóð að Dalbraut 2, lóðarhafi hefur ekki svarað eða mótmælt afturöllun lóðar. Engin viðbrögð frá lóðahafa skoðast sem samþykki á afturköllun á lóð á Dalbraut 2.

Bæjarráð samþykkir að afturkalla lóðina og auglýsa hana lausa til úthlutunar.
11. 202101015 - Umsókn um lóð - Sandeyri 2
Umsókn Marina Travel ehf um lóð að Sandeyri 2 í Óslandi lögð fram.

Bæjarráð óskar eftir að fá kynningu á fyrirætlan umsækjanda á lóðinni.
12. 202010013 - umsókn um lóð: Hagatún 16
Lóðarhafi að Hagatúni 16 óskar eftir að skila lóðinni.

Bæjarráð meðtekur erindi um skil á lóð.
13. 202002102 - Umsókn um lóð: Víkurbraut 25
Lóðarhafi á Víkurbraut 25 óskar eftir fresti til að hefja framkvæmdir vegna tafa á framkvæmdum að Víkurbraut 27.

Bæjarráð samþykkir frest til 28.02.2021.
14. 202101001 - Stöðuleyfisumsókn - Sölubás til móts við Gömlubúð - endurnýjun
Erindi frá Dyngju Travel ehf þar sem óskað er eftir áframhaldandi stöðuleyfi fyrir árið 2021.

Bæjarráð samþykkir endurnýjun á stöðuleyfi fyrir Dyngju Travel ehf fyrir árið 2021.
15. 202010078 - Umsögn um útgáfu leyfa: Bogaslóð 4, Sigurhæð
Erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn um rekstarleyfi fyrir sölu gistinga í flokki II minna gistiheimli að Bogaslóð 4.

Bæjarráð gefur jákvæða umsögn með vísan í minnisblað skipulagsstjóra varðandi skilyrði sem þarf að uppfylla.
16. 202101019 - Drög að frumvarpi um breytingar á ýmsum lögum vegna áhrifa Covid-19 á sveitarfélög
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið vekur athygli á drögum að frumvarpi um breytingar á ýmsum lögum vegna áhrifa Covid 19 á sveitarfélög.
Umsagnafrestur rann út 7. janúar sl.


Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:30 

Til baka Prenta