Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Hornafjarðar - 1125

Haldinn í ráðhúsi,
16.04.2024 og hófst hann kl. 10:00
Fundinn sátu: Eyrún Fríða Árnadóttir formaður,
Hjördís Edda Olgeirsdóttir varamaður,
Ásgerður Kristín Gylfadóttir aðalmaður,
Sigurjón Andrésson bæjarstjóri, Jóna Benný Kristjánsdóttir Sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.
Fundargerð ritaði: Jóna Benný Kristjánsdóttir, Sviðsstjóri stjórnsýslusviðs


Dagskrá: 
Fundargerð
1. 2404005F - Velferðarnefnd - 32
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Almenn mál
2. 202106060 - Umsókn um lóð - Álaugarvegur 13 og 15
Lóðarhöfum var gefinn tveggja vikna frestur til að skila inn tímaáætlun vegna framkvæmda. Bréf var sent á lóðarhafa að loknum bæjarráðsfundi 26. mars sl.

Lóðarhafar óska eftir fresti til að leggja fram verk- og tímaáætlun til 3. maí nk.


Bæjarráð samþykkir frest til að leggja fram verk- og tímaáætlun til 3. maí næstkomandi. Berist áætlun ekki fyrir þann tíma fellur úthlutun lóðar úr gildi án frekari fyrirvara.

Samþykkt samhljóða.
3. 202108114 - Umsókn um lóð - Borgartún 3 og 5
Lóðarhöfum var gefinn tveggja vikna lokafrestur til að skila inn tímaáætlun vegna framkvæmda. Bréf var sent á lóðarhafa að loknum bæjarráðsfundi 26. mars sl.

Drög að tímaáætlun hafa borist frá lóðarhafa.





Bæjarráð getur ekki fallist á framlagða verk- og tímaáætlun um áætluð verklok haustið 2025 með hliðsjón af þeim tíma sem þegar hefur liðið frá úthlutun lóðarinnar en henni var úthlutað í september 2021. Í ljósi þess að mikill skortur er á byggingarlóðum í Öræfum óskar bæjarráð eftir nýrri verk- tímaáætlun þar sem verklok eru fyrir árslok 2024. Verk- og tímaáætlun skal hafa borist fyrir 26. apríl 2024. Að öðrum kosti fellur úthlutun lóðarinnar úr gildi án frekari fyrirvara.

Samþykkt samhljóða.
4. 202312026 - Útboð á skólaakstri 2024-2028
Fulltrúi Ríkiskaupa, bæjarstjóri og sviðsstjóri fræðslu- og frístundasviðs hittu tilboðsgjafa í leið 1 á teamsfundi þar sem farið var yfir forsendur tilboðs.




Bæjarráð hafnar tilboði 785 FHM ehf. í útboði fyrir skólaakstur á leið 1 en felur bæjarstjóra og sviðsstjóra fræðslu- og frístundasviðs að taka upp samningaviðræður við tilboðsgjafa um skólaakstur á leið 1.

Samþykkt samhljóða.
5. 202206063 - Kjörstaðir í Sveitarfélaginu Hornafirði
Umfjöllun um kjörstaði hefur farið fram í íbúaráðum Suðursveitar og Mýra annars vegar og Nesja og Lóns hinsvegar.

Eftirfarandi eru bókanir íbúaráðanna um málið:

Meirihluti íbúaráðs Nesja og Lóns leggur til að kjörstöðum verði ekki fækkað í sveitarfélaginu.

Íbúaráð Suðursveitar og Mýra hvetur bæjarráð til að fækka ekki kjörstöðum í sveitarfélaginu. Kjörstaðir í félagsheimilum eru hluti af menningu og hafa samfélagsleg áhrif. Einnig telur íbúaráð að kjörsókn muni vera minni ef kjörstöðum er lokað, oft eru kosningar á þeim tíma sem mikið er að gera í dreifbýli.


Bæjarráð þakkar íbúaráðunum fyrir umfjöllun um málið. Að fengnu samráði við íbúaráðin hefur bæjarráð ákveðið að kjörstaðir í sveitarfélaginu verði áfram fimm í komandi forsetakosningum. Að þeim kosningum loknum verður fjöldi kjörstaða í sveitarfélaginu tekinn aftur til umfjöllunar og endurskoðunar.

Samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:30 

Til baka Prenta