Umhverfis- og skipulagsnefnd - 103 |
Haldinn í ráðhúsi, 01.10.2025 og hófst hann kl. 16:00 |
|
Fundinn sátu: Gunnlaugur Róbertsson formaður, Þröstur Jóhannsson aðalmaður, Helga Árnadóttir aðalmaður, Ásgerður Kristín Gylfadóttir aðalmaður, Sindri Sigurjón Einarsson Fulltrúi ungmennaráðs, Finnur Smári Torfason 1. varamaður, Elías Tjörvi Halldórsson 1. varamaður, Guðrún Agða Aðalheiðardóttir . |
|
Fundargerð ritaði: Guðrún Agða Aðalheiðardóttir, Verkefnastjóri umhverfis- og skipulagsmála |
|
|
|
|
|
Dagskrá: |
|
|
|
1. 202303123 - Endurskoðun aðalskipulags Sveitarfélagsins Hornafjarðar |
Tillaga að nýju aðalskipulagi fyrir Sveitarfélagið Hornafjörð var kynnt í Skipulagsgátt 6. júní sl. á grundvelli 2. gr. 30. gr. skipulagslaga og var umsagnarfrestur til 20. ágúst. Umsagnir og ábendingar bárust frá 41 aðila.
Lagt fram minnisblað með yfirliti yfir efni umsagna og tillögur að svörum við þeim, sem byggja á vinnufundi nefndar þann 4. september sl.
Lögð fram skipulagsgögn sem hafa verið uppfærð til samræmis við svörin: Skipulagsgreinargerð í tveimur skjölum, nr. A1609-180-U03 og A1609-168-U02. Forsendu- og umhverfismatsskýrsla, skjal nr. A1609-179-U03. Fimm skipulagsuppdrættir, dags. 1.10.2025. Þemauppdráttur um náttúruvernd, dags. 1.10.2025. Tengill á aðalskipulagsvefsjá, https://geo.alta.is/hornafjordur/ask/
|
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir svörin í framlögðu minnisblaði og leggur til við bæjarstjórn að aðalskipulagstillagan, með tilheyrandi forsendu- og umhverfismatsskýrslu, verði send Skipulagsstofnun til athugunar sbr. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga. Berist ekki athugasemdir verði tillagan auglýst í samræmi 31. gr. skipulagslaga og 15. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana.
|
|
|
Gestir |
Matthildur Kr. Elmarsdóttir - ráðgjafi frá Alta |
|
|
2. 202410089 - Vegir í náttúru Íslands - Endurskoðun aðalskipulags |
Lögð fram skrá yfir vegi í náttúru Íslands í samræmi við reglugerð nr. 260/2018 um vegi í náttúru Íslands samkvæmt lögum um náttúruvernd, sbr. tengil á vefsjá https://geo.alta.is/hornafjordur/vini/.
|
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að skráin verði send til umsagnar Skipulagsstofnunar, Náttúruverndarstofnunar, Vegagerðinnar, Lands og skógar, Náttúrufræðistofnunar, Samút samtaka útivistarfélaga, Landverndar, Náttúruverndarsamtaka Íslands, Bændasamtaka Íslands og Samtaka ferðaþjónustunnar, sbr. 2. mgr. 2. gr. framangreindrar reglugerðar. Jafnframt verði skráin auglýst samhliða aðalskipulagstillögu. |
|
|
Gestir |
Matthildur Kr. Elmarsdóttir - ráðgjafi frá Alta |
|
|
3. 202503086 - Útihirslur í almenningsrýmum |
Tillaga um grenndarstöðvar í sveitarfélaginu var lögð fyrir umhverfis- og skipulagsnefnd 3. september sl. Umhverfisfulltrúa var þá falið að leggja fram uppfært kort af núverandi sorptunnum og óskað var eftir kostnaðarmati fyrir nýjar tunnur. Lögð er fram tillaga um nýjar tunnur og tengdan kostnað og óskað eftir ákvörðun nefndarinnar.
|
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir breytingar á tunnum í samræmi við minnisblað. Nefndin vísar ákvörðun um mögulegan umframkostnað við fjárhagsáætlun 2025 til bæjarráðs. |
|
|
Gestir |
Xiaoling Yu - umhverfisfulltrúi |
|
|
4. 202504075 - Fyrirspurn til Umhverfis- og skipulagsnefndar - Hafnarbraut 11 - stækkun á lóð |
Reynir Ásgeirsson f.h. Andreyn ehf. lóðarhafa lóðar að Hafnarbraut 11 óskaði fyrr á árinu eftir stækkun lóðar að hluta til suðurs um 2,5 m. Á fundi nefndarinnar þann 07.05.2025 var óskað eftir frekari upplýsingum. Eftir uppmælingu og gerð lóðarblaðs er ljóst að stækkunin sé um 0,9m til suðurs og heildarflatarmál lóðar stækkar um 3 fermetra.
Ekki er til gildandi deiliskipulag fyrir svæðið.
|
Umhverfis- og skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við stækkun lóðarinnar. Nefndin samþykkir að falla frá grenndarkynningu þar sem breytingin varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda, samkvæmt 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga 123/2010. Málinu vísað til bæjarstjórnar. |
|
|
|
5. 202509054 - Ósk um lóðarvilyrði - Óslandi 1 |
Orka náttúrunnar sækir um lóðarvilyrði fyrir lóð á Óslandsvegi 1 fyrir hleðsluinnviði. Fyrirtækið sótti um breytingu á deiliskipulagi sem hefur verið í auglýsingu undanfarið. Á fundi bæjarráðs þann 23. september 2025 var starfsmönnum falið að skoða aðrar tillögur að staðsetningu í samráði við umsækjanda.
|
Umhverfis- og skipulagsnefnd felur starfsmanni að vera í sambandi við umsækjenda varðandi nýja staðsetningu fyrir hleðslustöðina í samræmi við umræður á fundinum. |
|
|
|
6. 202509099 - Fyrirspurn til Umhverfis- og skipulagsnefndar - Svalbarð 4 - Ósk um leyfi fyrir stúdíó í bílskúr |
Lagt er fram erindi frá Ásgeiri Má Arnarssyni þar sem sótt er um leyfi til byggingarframkvæmda að Svalbarði 4. Fyrirhugað er innrétta bílskúr sem studíóíbúð. Ekki er til gildandi deiliskipulag fyrir svæðið en samkvæmt aðalskipulagi er svæðið skilgreint sem íbúðarbyggð.
|
Umhverfis- og skipulagsnefnd telur að framkvæmdin sé í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar. Nefndin samþykkir að grenndarkynna áformin samkvæmt 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga. |
|
|
|
7. 202509042 - Umsókn um byggingarheimild - Austurbraut 15, breytt notkun úr hársnyrtistofu í stúdíóíbúð. |
Lagt er fram erindi Áslaugar Helgu Alfreðsdóttur þar sem sótt er um leyfi fyrir breytingum á Austurbraut 15. Fyrirhugað er að breyta notkun bílskúrsins úr hágreiðslustofu í studióíbúð í samræmi við framlagðar teikningar. Ekki er til gildandi deiliskipulag fyrir svæðið, en samkvæmt aðalskipulagi er svæðið skilgreint sem íbúðarbyggð.
|
Finnur Smári Torfason kemur inn á fundinn í stað Ásgerðar Kristínar Gylfadóttur.
Umhverfis- og skipulagsnefnd telur að framkvæmdin sé í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar. Nefndin samþykkir að grenndarkynna áformin samkvæmt 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga. |
|
|
|
8. 202508006 - Fyrirspurn til Umhverfis- og skipulagsnefndar - Ósk um að fjarlægja kant- Fákaleira 8a |
Sótt er um úrtöku kantsteins við lóð Fákaleiru 8a til stækkunar bílastæðis. Bílastæðið er að um 6,5 m og stækkunin yrði 4,2 m eða heildarútak 10,7 m.
|
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið. Frágangur á lóðamörkum skal vera unninn í samráði við starfsmenn sveitarfélagsins.
|
|
|
|
9. 202509100 - Fyrirspurn til Umhverfis- og skipulagsnefndar -Stækkun innkeyrslu |
Hlynur Kristjánsson óskar eftir heimild til þess að stækka innkeyrsluna við Hagaleiru 11 um 2,5-3m. Innkeyrslan verður eftir stækkun 11,5 m á breidd.
|
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið með fyrirvara um að heildarbreiddin verði ekki meiri en 9m. Frágangur á lóðamörkum skal vera unninn í samráði við starfsmenn sveitarfélagsins.
|
|
|
|
10. 202509050 - Umsókn um byggingarheimild - Svínafell 1 - Nýjatún, viðbygging |
Lagt er fram erindi þar sem sótt er um leyfi til byggingarframkvæmda að Svínafelli 1, Nýjatún. Sótt er um að byggja viðbyggingu við norðaustur gafl núverandi húss og innrétta þar litla íbúð til útleigu sem nýtir viðbyggingu sem inngang. Ekki er til gildandi deiliskipulag fyrir svæðið. Samkvæmt aðalskipulagi er svæðið á mörkum verslunar- og þjónustusvæðis og landbúnaðarsvæðis.
|
Umhverfis- og skipulagsnefnd telur að framkvæmdin sé í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar. Nefndin samþykkir að falla frá grenndarkynningu þar sem framkvæmdin varðar ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda. Málinu vísað til bæjarstjórnar. |
|
|
|
11. 202509055 - Fyrirspurn til Umhverfis- og skipulagsnefndar - Hof 1, Öræfum - beiðni um heimild til að vinna skipulagsbreytingu |
Arctic Circle hotels ehf. óska eftir afstöðu umhverfis- og skipulagsnefndar á því hvort heimild fáist til að hefja vinnu við aðalskipulagsbreytingu og til vinnslu deiliskipulagsbreytingar á lóðinni Hofi 1 í Öræfum, með þau áform að byggja 80-100 herbergja hótel (nýbyggingu) á lóðinni við Austurhús L222338.
|
Umhverfis- og skipulagsnefnd bendir á að áformin eru ekki í samræmi við gildandi deiliskipulag og óskar eftir því að umsækjandi afli samþykki annarra landeigenda áður en málið er tekið til efnislegrar málsmeðferðar.
|
|
|
|
12. 202509045 - Breyting á aðalskipulagi vegna jarðanna Birgis og Króks |
Axel Jónsson óskar eftir heimild til þess að hefja skipulagsvinnu fyrir 80 herbergja hótel og starfsmannahús á jörðunum Birgi og Krók í Borgarhöfn.
|
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að óskað verði eftir lýsingu á skipulagsvinnunni skv. 1. mgr. 30. gr.skipulagslaga. Nefndin leggur áherslu á að vegtengingar við Þjóðveg 1 verði í samræmi við reglur Vegagerðarinnar. Málinu vísað til bæjarstjórnar.
|
|
|
|
13. 202412060 - Hoffell - Breyting á aðalskipulagi |
Skipulagslýsing vegna nýs deiliskipulags vegna uppbyggingaráforma fyrir Hoffell í Nesjum var í kynningu frá 15. janúar til 15. febrúar 2025. Umsagnir bárust frá Skipulagsstofnun, Andrési Skúlasyni, Minjastofnun, Brynju Dögg Friðriksdóttur/Helgu Valgerði Friðriksdóttur/Sveini Heiðari Friðrikssyni/Sigurbjörgu Helgadóttur, Náttúrufræðistofnun, Vegagerðinni, Forsætisráðuneytinu og Náttúruverndarstofnun. Svör við athugasemdum hafa borist frá umsækjanda.
|
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki að vinna megi tillögu að breytingu á aðalskipulagi skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga og bendir umsækjanda á að hafa hliðsjón af umsögnum og ábendingum hagsmunaaðila við vinnslu tillögu. Málinu vísað til bæjarstjórnar.
Helga Árnadóttir (K) leggur fram sér bókun: Undirrituð lýsir yfir miklum áhyggjum af fyrirhuguðum framkvæmdum og viðbrögðum framkvæmdaaðila við umsögnum fagstofnana við skipulagslýsingu. Áhyggjur snúa að uppbyggingaráformum við og í jökulöldunni framan við Hoffellslón. Framkvæmdaaðilar hyggjast fara strax í gerð umhverfismats, sem er vel, en undirrituð telur engu að síður að fullnægjandi upplýsingar liggi fyrir um náttúruverðmætin og upplifunargildi á svæðinu við jökulölduna. Svæðið við Hoffellsjökul hefur undanfarin ár þróast í þá átt að vera einstakt útivstarsvæði, þar sem hægt er að koma til að njóta landslags og náttúru sem einkennist af jöklum og jökulmótuðu landi, djúpbergi og lágvöxnum birkiskógi. Útivistar- og upplifunargildi svæðisins fyrir hinn almenna borgara verður líklega seint mælt í krónum og aurum, eins og svo margt annað sem gefur lífinu gildi og merkingu.
Í umsögnum fagstofnana, Náttúrufræðistofnunar og Náttúruverndarstofnunar, auk umsagnar frá Landvernd, koma fram ítarleg rök fyrir því að um einstök náttúruverðmæti sé að ræða sem og að framkvæmdin stangast á við ákvæði náttúruverndarlaga og stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs. Fyrirhuguð uppbygging við Hoffellslón mun að mati Náttúrufræðistofnunar gerbreyta ásýnd svæðisins, raska heildstæðum náttúruminjum og hætt við því að upplifun gesta verður ekki lengur sú að þar fái náttúran að njóta sín og þróast á eigin forsendum. Náttúruverndarstofnun bendir á svæði þar sem upplifa má fámenni, kyrrð og litla uppbygging innviða, eru að verða æ fágætari á tímum vaxandi umsvifa í ferðaþjónustu og uppbyggingar sunnan Vatnajökuls.
Undirrituð hvetur bæjaryfirvöld í Hornafirði til að horfa á náttúruvernd lengra en bara að landamörkum friðlýstra svæða. Náttúran og landslagsheildir afmarkast ekki af línum á landakorti. Eins hvetur hún bæjarstjórn til að vinna eftir þeirri sýn sem sveitarfélagið hefur markað sér með og liggja fyrir í vinnslutillögu að nýju aðalskipulagi. Þar segir m.a.:
-Kafli 4 - Vistkerfi og auðlindir. SÝN: Sveitarfélagið Hornafjörður er framfaradrifið sjálfbært fyrirmyndarsamfélag þar sem fólk býr í sátt og samlyndi við náttúruna. -Kafli 4.3 - Land og jarðvegur. Meginmarkmið: Við skipulag, mannvirkjagerð, landnýtingu og í umgengni um auðlindir og náttúru verði leitast við að: Vernda jarðfræðilega fjölbreytni og merkar jarðminjar -Kafli 4.4 - Lífríki og landslag. Við skipulag, mannvirkjagerð, landnýtingu og í umgengni um auðlindir og náttúru verði leitast við að:
LL.A Viðhalda heilbrigði heilla vistkerfa lands, stranda og sjávar og stuðla þar með að viðhaldi og styrkingu líffræðilegrar fjölbreytni. LL.A Vernda náttúrufars- og landslagssérkenni sveitarfélagsins og taka mið af þeim við mannvirkjagerð. LL.C Standa vörð um Vatnajökulsþjóðgarð sem sameiginlega arfleifð mannkyns LL.2 Taka tillit til landslagssérkenna og styrkja þau, með því að: Huga að áhrifum á verndargildi svæða við skipulag og leyfisveitingar, s.s. á jaðarsvæði þjóðgarðs.
Í svörum umsækjenda við umsögnum er ítrekað talað um að við gerð umhverfismats verði greint frá áhrifum framkvæmdarinnar á lífríki, jarðmyndanir, vatnafar, landslag og menningarminjum og gætt verður að því að því verði ekki raskað að óþörfu. Það liggur augljóslega fyrir að hugmyndir framkvæmdaaðila um uppbyggingu í og/eða framan við jökulölduna við Hoffellslón munu fela í sér rask á lífríki, jarðmyndunum og landslagi. Engar mótvægisaðgerðir geta komið í stað þeirra náttúrulega verðmæta sem þarna eru nú þegar. Ítrekað er talað um sjálfbæra nýtingu og vandaða hönnun og í svörun umsækjenda segir ma: "Áhersla verður lögð á sjálfbæra nýtingu náttúrulegra vistkerfa í tengslum við landbúnað og ferðaþjónustu, líkt og lýst er fyrir svæðið í verndaráætlun þjóðgarðsins" - Við Hoffell hefur verið stunduð farsæl ferðaþjónusta til margra ára. Sjálfbærasta leiðin í þessu máli er að vinna áfram með það sem nú þegar er manngert og mótað af mannanna verkum til margra ára, nefnilega búseta og búskapur í Hoffelli og síðar ferðaþjónustan, og varðveita til framtíðar, jökulölduna og svæðið við Hoffellslón.
Undirrituð vill líka benda á að þrátt fyrir að það komi fram í svörum umsækjenda að það sé dregið til baka að gera ráð fyrir 25 herbergja hóteli við jökulölduna, að þá hefur fjölda skápa í fyrirhuguðu baðlóni verið fjölgað úr 300 í 400. Undirrituð ítrekar einnig að í skipulagslýsingu er núllkostur ekki tekinn fyrir og ekki er sýndur annar valkostur fyrir staðsetningu baðlóns.
Finnur Smári Torfason (B) tekur undir bókun Helgu.
|
|
|
|
14. 202504054 - Hoffell - Nýtt deiliskipulag |
Skipulagslýsing vegna nýs deiliskipulags vegna uppbyggingaráforma fyrir Hoffell í Nesjum var í kynningu frá 15. janúar til 15. febrúar 2025. Umsagnir bárust frá Skipulagsstofnun, Andrési Skúlasyni, Minjastofnun, Brynju Dögg Friðriksdóttur/Helgu Valgerði Friðriksdóttur/Sveini Heiðari Friðrikssyni/Sigurbjörgu Helgadóttur, Náttúrufræðistofnun, Vegagerðinni, Forsætisráðuneytinu og Náttúruverndarstofnun. Svör við athugasemdum hafa borist frá umsækjanda.
|
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki að vinna megi tillögu að breytingu á aðalskipulagi skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga og bendir umsækjanda á að hafa hliðsjón af umsögnum og ábendingum hagsmunaaðila við vinnslu tillögu. Málinu vísað til bæjarstjórnar.
Helga Árnadóttir (K) leggur fram sér bókun: Undirrituð lýsir yfir miklum áhyggjum af fyrirhuguðum framkvæmdum og viðbrögðum framkvæmdaaðila við umsögnum fagstofnana við skipulagslýsingu. Áhyggjur snúa að uppbyggingaráformum við og í jökulöldunni framan við Hoffellslón. Framkvæmdaaðilar hyggjast fara strax í gerð umhverfismats, sem er vel, en undirrituð telur engu að síður að fullnægjandi upplýsingar liggi fyrir um náttúruverðmætin og upplifunargildi á svæðinu við jökulölduna. Svæðið við Hoffellsjökul hefur undanfarin ár þróast í þá átt að vera einstakt útivstarsvæði, þar sem hægt er að koma til að njóta landslags og náttúru sem einkennist af jöklum og jökulmótuðu landi, djúpbergi og lágvöxnum birkiskógi. Útivistar- og upplifunargildi svæðisins fyrir hinn almenna borgara verður líklega seint mælt í krónum og aurum, eins og svo margt annað sem gefur lífinu gildi og merkingu.
Í umsögnum fagstofnana, Náttúrufræðistofnunar og Náttúruverndarstofnunar, auk umsagnar frá Landvernd, koma fram ítarleg rök fyrir því að um einstök náttúruverðmæti sé að ræða sem og að framkvæmdin stangast á við ákvæði náttúruverndarlaga og stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs. Fyrirhuguð uppbygging við Hoffellslón mun að mati Náttúrufræðistofnunar gerbreyta ásýnd svæðisins, raska heildstæðum náttúruminjum og hætt við því að upplifun gesta verður ekki lengur sú að þar fái náttúran að njóta sín og þróast á eigin forsendum. Náttúruverndarstofnun bendir á svæði þar sem upplifa má fámenni, kyrrð og litla uppbygging innviða, eru að verða æ fágætari á tímum vaxandi umsvifa í ferðaþjónustu og uppbyggingar sunnan Vatnajökuls.
Undirrituð hvetur bæjaryfirvöld í Hornafirði til að horfa á náttúruvernd lengra en bara að landamörkum friðlýstra svæða. Náttúran og landslagsheildir afmarkast ekki af línum á landakorti. Eins hvetur hún bæjarstjórn til að vinna eftir þeirri sýn sem sveitarfélagið hefur markað sér með og liggja fyrir í vinnslutillögu að nýju aðalskipulagi. Þar segir m.a.:
-Kafli 4 - Vistkerfi og auðlindir. SÝN: Sveitarfélagið Hornafjörður er framfaradrifið sjálfbært fyrirmyndarsamfélag þar sem fólk býr í sátt og samlyndi við náttúruna. -Kafli 4.3 - Land og jarðvegur. Meginmarkmið: Við skipulag, mannvirkjagerð, landnýtingu og í umgengni um auðlindir og náttúru verði leitast við að: Vernda jarðfræðilega fjölbreytni og merkar jarðminjar -Kafli 4.4 - Lífríki og landslag. Við skipulag, mannvirkjagerð, landnýtingu og í umgengni um auðlindir og náttúru verði leitast við að:
LL.A Viðhalda heilbrigði heilla vistkerfa lands, stranda og sjávar og stuðla þar með að viðhaldi og styrkingu líffræðilegrar fjölbreytni. LL.A Vernda náttúrufars- og landslagssérkenni sveitarfélagsins og taka mið af þeim við mannvirkjagerð. LL.C Standa vörð um Vatnajökulsþjóðgarð sem sameiginlega arfleifð mannkyns LL.2 Taka tillit til landslagssérkenna og styrkja þau, með því að: Huga að áhrifum á verndargildi svæða við skipulag og leyfisveitingar, s.s. á jaðarsvæði þjóðgarðs.
Í svörum umsækjenda við umsögnum er ítrekað talað um að við gerð umhverfismats verði greint frá áhrifum framkvæmdarinnar á lífríki, jarðmyndanir, vatnafar, landslag og menningarminjum og gætt verður að því að því verði ekki raskað að óþörfu. Það liggur augljóslega fyrir að hugmyndir framkvæmdaaðila um uppbyggingu í og/eða framan við jökulölduna við Hoffellslón munu fela í sér rask á lífríki, jarðmyndunum og landslagi. Engar mótvægisaðgerðir geta komið í stað þeirra náttúrulega verðmæta sem þarna eru nú þegar. Ítrekað er talað um sjálfbæra nýtingu og vandaða hönnun og í svörun umsækjenda segir ma: "Áhersla verður lögð á sjálfbæra nýtingu náttúrulegra vistkerfa í tengslum við landbúnað og ferðaþjónustu, líkt og lýst er fyrir svæðið í verndaráætlun þjóðgarðsins" - Við Hoffell hefur verið stunduð farsæl ferðaþjónusta til margra ára. Sjálfbærasta leiðin í þessu máli er að vinna áfram með það sem nú þegar er manngert og mótað af mannanna verkum til margra ára, nefnilega búseta og búskapur í Hoffelli og síðar ferðaþjónustan, og varðveita til framtíðar, jökulölduna og svæðið við Hoffellslón.
Undirrituð vill líka benda á að þrátt fyrir að það komi fram í svörum umsækjenda að það sé dregið til baka að gera ráð fyrir 25 herbergja hóteli við jökulölduna, að þá hefur fjölda skápa í fyrirhuguðu baðlóni verið fjölgað úr 300 í 400. Undirrituð ítrekar einnig að í skipulagslýsingu er núllkostur ekki tekinn fyrir og ekki er sýndur annar valkostur fyrir staðsetningu baðlóns.
Finnur Smári Torfason (B) tekur undir bókun Helgu.
|
|
|
|
15. 202509087 - Umsókn um framkvæmdarleyfi - Fagurhólsmýri- Freysnes, nýlögn ljósleiðara |
Míla sækir um framkvæmdaleyfi til að leggja ljósleiðara milli Freysness og Fagurhólsmýri, um 20 km, að mestu meðfram þjóðvegi 1.
|
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja útgáfu framkvæmdaleyfis í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og 13. - 16. gr. skipulagslaga. |
|
|
|
|
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00 |
|