|
Fundinn sátu: Hjördís Edda Olgeirsdóttir aðalmaður, Sigríður Þórunn Þorvarðardóttir aðalmaður, Steindór Sigurjónsson aðalmaður, Gunnar Ásgeirsson aðalmaður, Sigrún Sigurgeirsdóttir formaður, Selma Ýr Ívarsdóttir Fulltrúi ungmennaráðs, Jóna Benný Kristjánsdóttir Sviðsstjóri stjórnsýslusviðs. |
|
Fundargerð ritaði: Jóna Benný Kristjánsdóttir, Sviðsstjóri stjórnsýslusviðs |
|
|
|
Sigrún Sigurgeirsdóttir vék af fundi undir umræðum nefndarinnar varðandi þennan lið og Emil Örn Morávek Jóhannsson tók hennar sæti í nefndinni.
|
1. 202409075 - Innsent erindi - Eva Bjarnadóttir |
Eva kynnti nefndarmönnum hugmyndir sínar að nýju starfshlutfalli innan Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar. Undanfarin ár hefur hún staðið fyrir menningarviðburðum í Öræfum, einkum í gamla sláturhúsinu á Fagurhólsmýri. Starfsemin hefur verið fjármögnuð að mestu leyti í gegnum styrki frá SASS, en það hefur reynst erfitt þar sem ekki er hægt að treysta á stöðuga styrkveitingu, hvorki til framkvæmda né eigin launa. Eva lagði því til að stofnað yrði 50% starfshlutfall hjá Menningarmiðstöð Hornafjarðar til að tryggja áframhaldandi starfsemi á Fagurhólsmýri og styrkja hana til framtíðar.
Markmið hennar er að byggja upp menningarstarf sem tengir saman fortíð og nútímalistir, með áherslu á tengsl milli Öræfa og Hafnar. Hún vill efla áhuga á samtímalistum og menningu með því að skapa vettvang fyrir listviðburði og sýningar, sérstaklega þar sem ferðamenn keyra um Öræfin áður en þeir heimsækja Höfn. Eva lagði einnig til að Fagurhólsmýri yrði miðstöð fyrir menningarsögu svæðisins, með áherslu á verk Svavars Guðnasonar og Guðjóns R. Sigurðssonar.
|
Málinu frestað til næsta fundar þegar nýr forstöðumaður hefur hafið störf hjá Menningarmiðstöð Hornafjarðar. |
|
|
Gestir |
Eva Bjarnadóttir |
|
|
2. 202405050 - Staða á atvinnumarkaði í Sveitarfélaginu Hornafirði 2024 |
Í þessum póstnúmerum eru 33 skráðir með samþykkta umsókn og eru í þjónustu VMST á Suðurlandi:
780: 18 781: 11 785: 4
Einnig má nefna að nýjar umsóknir (eru ekki inn í tölum hér að ofan og ekki komnar með samþykki) eru 22 sem skiptast svo:
780: 5 781: 14 785: 3
Afgreiðsla nýrra umsókna tekur 4-6 vikur frá umsóknardegi
|
Lagt fram til kynningar. |
|
|
|
|
4. 202409071 - Menningarmiðstöð |
Ráðning nýs forstöðumanns var kynnt fyrir nefndarmönnum. Umsóknarferli vegna ráðningar forstöðumanns Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar er lokið, og samkvæmt 52. gr. samþykkta um stjórn og fundarsköp Sveitarfélagsins Hornafjarðar skal haft samráð við viðkomandi fagnefnd þegar forstöðumenn stofnana eru ráðnir.
|
Atvinnu- og menningarmálanefnd fagnar ráðningu nýs forstöðumanns Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar og óskar henni velfarnaðar í starfi. Gerð verður grein fyrir ráðningu síðar í vikunni. Um leið er fráfarandi starfsmönnum Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar, þeim Eyrúnu Helgu Ævarsdóttur forstöðumanni og Árdísi Ernu Halldórsdóttur atvinnu- og ferðamálafulltrúa þökkuð góð störf.
|
|
Nefndarmenn munu fara í skoðunarferð í Sindrabæ, þar sem Trausti Magnússon mun kynna fyrir þeim framkvæmdir á húsinu.
|
|
|
|
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00 |