|
|
1. 2410007F - Fræðslu- og frístundanefnd - 118 |
Fundargerð fræðslu- og frístundarnefndar númer 118 lögð fram til kynningar.
|
|
|
Gestir |
Þórgunnur Torfadóttir- sviðsstjóri fræðslu- og frístundasviðs |
|
|
2. 2410008F - Velferðarnefnd - 36 |
Fundargerð velferðarnefndar númer 36 lögð fram til kynningar.
|
|
|
Gestir |
Skúli Ingibergur Þórarinsson - Sviðstjóri velferðarsviðs |
|
|
3. 2409012F - Hafnarstjórn Hornafjarðar - 267 |
Fundargerð Hafnarstjórnar Hornafjarðar númer 37 lögð fram til kynningar.
|
|
|
|
|
|
4. 202206063 - Kjörstaðir í Sveitarfélaginu Hornafirði |
Yfirkjörstjórn óskar eftir að sameina kjörstaði í sveitarfélaginu fyrir komandi kosningar.
|
Kjörstaðir fyrir komandi kosningar verða í Hofgarði, Hrollaugsstöðum, Holti og Heppuskóla. Kjördeildir í Mánagarði og Heppuskóla verða sameinaðar í Heppuskóla. Vorið 2026 verður kjördeild í Holti sameinuð við kjördeild í Heppuskóla með tilkomu nýs þjóðvegs um Hornafjarðarfljót. |
|
|
|
5. 202410030 - Starfsemi velferðarsviðs 2025 |
Minnisblað sviðstjóra velferðarsviðs varðandi skipulagsbreytingar sem samþykktar voru í bæjarráði í mars síðastliðnum lagt fram. Í minnisblaðinu er óskað eftir að setja í framkvæmd skipulagsbreytingar sem áður höfðu verið kynntar.
|
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við tillöguna. Sviðstjóra velferðarsviðs í samvinnu við sviðstjóra stjórnsýslusviðs falið að vinna áfram að málinu. |
|
|
Gestir |
Skúli Ingibergur Þórarinsson - Sviðstjóri velferðarsviðs |
Jóna Benný Kristjánsdóttir - Sviðstjóri stjórnsýslusviðs |
|
|
6. 202407009 - Endurskoðun reglna um sérstakan húsnæðisstuðning |
Velferðarsviði barst ósk frá íbúa um að velferðarnefnd tæki til umfjöllunar tillögu að breytingu á 11. gr. reglna um sérstakan húsnæðisstuðning.
Breytingartillagan fellst í því að heimild til sérsaks húsnæðisstuðnings verði útvíkkuð með þeim hætti að hún nái einnig til nemenda 15-17 ára sem sækja nám fjarri heimabyggð og leiga á almennum leigumarkaði.
Velferðarnefnd leggur til að ósk um breytingu á 11. gr. reglna um sérstakan húsnæðisstuðining verði hafnað.
|
Bæjarráð hafnar beiðni um breytingu á 11. gr. reglna um sérstakann húsnæðisstuðning. |
|
|
Gestir |
Skúli Ingibergur Þórarinsson - Sviðstjóri velferðarsviðs |
|
|
7. 202409098 - Samningur um samstarf á sviði endurhæfingar |
Þann 15. febrúar 2024 var undirrituð yfirlýsing um samstarf þjónustukerfa á sviði endurhæfingar. Markmið yfirlýsingarinnar er að bæta lífskjör og lífsgæði fólks sem þarf á endurhæfingarþjónustu að halda til að bæta afkomu sína og möguleika til virkni, menntunar og atvinnuþátttöku á eigin forsendum í samræmi við sáttmála ríkisstjórnarinnar frá 2021.
Með vísan í viljayfirlýsinguna leggur Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið fram drög að samning milli þjónustukerfanna og óskar eftir því að félagsþjónustur sveitarfélaga taki þau til yfirferðar. Óskað er eftir því að ábendingum og athugasemdum um efni dragana verði skilað inn fyrir 15. október. Þá er einnig óskað eftir því að stjórnanda félagsþjónustu verði veitt umboð til undirritunar samningsins sem fram 30. október n.k. í tengslum við haustfund og afmælisviðburð Samtaka stjórnenda í velferðarþjonustu í Reykjanesbæ.
|
Bæjarráð samþykkir að veita sviðstjóra velferðarsviðs umboð til þess að undirrita samninginn. Samþykkt samhljóða. |
Yfirlýsing um samstarf þjónustukerfa 15 02 2024.pdf |
|
|
Gestir |
Skúli Ingibergur Þórarinsson - Sviðstjóri velferðarsviðs |
|
|
8. 202406099 - Gjaldskrár fræðslu- og frístundasviðs 2024-2025 |
Umfjöllun um hækkum á gjaldskrám á fræðslu- og frístundasviðs sem hækka eiga 1. janúar.
Fræðslu- og frístundarnefnd lagði til hóflegar hækkanir á gjaldskrám, að jafnaði kringum 3%. Sumt hækkaði ekkert en annað meira en 3%. Nefndin óskar eftir því að fá að flytja það sem ekki gekk út í styrkveitingum þetta árið (vegna viðburðar sem ekki var haldinn) fram á næsta ár.
|
Bæjarráð samþykkir samhljóða hækkanir á gjaldskrám. Beiðni um að flytja styrkveitingu fram á næsta ár vísað til fjárhagsáætlunargerðar. |
|
|
Gestir |
Þórgunnur Torfadóttir- sviðsstjóri fræðslu- og frístundasviðs |
|
|
9. 202402127 - Íþróttahús - hönnun |
Fundargerð stýrihóps um nýtt íþróttahús númer 21 lögð fram til kynningar.
|
21.fundur stýrihóps.pdf |
|
|
Gestir |
Þórgunnur Torfadóttir- sviðsstjóri fræðslu- og frístundasviðs |
|
|
10. 201811010 - Umsókn um lóð Hagaleira 14 |
Lóð að Hagaleiru 14 var úthlutað í desember 2018. Bæjarráð hefur þegar framlengt þennan frest tvisvar.
Lóðarhafa var send tilkynning um afturköllun lóðar 7.10.2024. Lóðarhafi sendi inn andmælabréf 21.10.2024 þar sem farið er fram á viðbótarfrest, vegna tafa í öðrum verkefnum.
|
Bæjarráð samþykkir að veita lokafrest. Lokaúttekt skal fara fram ekki síðar en 1. júní 2025. Eftir þann tíma verður gripið til þvingunaraðgerða samkvæmt 6. grein reglna sveitarfélagsins um lóðarúthlutanir. Samþykkt samhljóða. |
|
|
Gestir |
Brynja Dögg Ingólfsdóttir- Umhverfis-og skipulagsstjóri |
Bartek Andersson Kass- Sviðstjóri Mannvirkjasviðs |
|
|
11. 202405112 - Beiðni um framlengingu á frestum vegna lóðaúthlutunar Sandeyri 2-7 |
Þann 07.10.2024 var lóðarhafa að Sandeyri 2-7 send tilkynning um fyrirhugaða afturköllun lóða og gefinn kostur á að senda andmæli vegna þess til 17.10.2024. Erindi frá lóðarhafa barst.
|
Bæjarráð samþykkir að veita lokafrest til 3. desember 2024. Samþykkt samhljóða.
|
|
|
Gestir |
Einar Kristjánsson fyrir hönd Marina Travel ehf. |
|
|
12. 202409078 - Atvinnu- og rannsóknasjóður. Staða sjóðsins og styrkverkefna. |
Atvinnu- og rannsóknasjóður Sveitarfélagsins Hornafjarðar hefur verið starfræktur frá árinu 2009, en þá var hann stofnaður með sölu sveitarfélagsins á Nesjaskóla. Úthlutað er úr sjóðnum árlega, og frá stofnun hefur hann fjármagnað mörg verkefni í heimabyggð, bæði stór og smá. Atvinnu og menningarmálanefnd leggur áherslu á mikilvægi sjóðsins og óskar eftir að fjármögnun hans verði metin.
|
Bæjarráð óskar eftir gögnum um sölu á hluta sveitarfélagsins í Sláturfélaginu Búa sem og gögnum um úthlutanir sjóðsins á síðustu árum sem Nýheimar þekkingarsetur hafa tekið saman.
|
|
|
|