Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Atvinnu- og menningarmálanefnd - 63

Haldinn í ráðhúsi,
24.04.2024 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Sigrún Sigurgeirsdóttir formaður,
Sigríður Þórunn Þorvarðardóttir aðalmaður,
Steindór Sigurjónsson aðalmaður,
Gunnar Ásgeirsson aðalmaður,
Níels Brimar Jónsson 2. varamaður,
Eyrún Helga Ævarsdóttir Menningarmiðstöð.
Fundargerð ritaði: Eyrún Helga Ævarsdóttir, Forstöðumaður Menningarmiðstöðvar


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 202309104 - Hönnun - Ráðhús - endurbætur 1.hæð
Sigurjón Andrésson fór yfir breytingar á 1. hæð ráðhússins þar sem áætlað er að Vatnajökulsþjóðgarður verði með skrifstofur. Framkvæmdirnar hafa í för með sér breytingar á móttöku og fremra rými Svavarssafns sem hefur verið nýtt til listsýninga.



Atvinnu- og menningarmálanefnd þakkar kynninguna og leggur til að farið verði í að undirbúa breytingar á geymsluhúsnæði í Álaleiru til að gera varanlegt varðveisluhúsnæði fyrir safnkost Svavarssafns sem uppfyllir kröfur til slíks húsnæðis.
 
Gestir
Sigurjón Andrésson
Snæbjörn Brynjarsson
2. 202404089 - Svavarssafn 2024
Snæbjörn Brynjarsson safnvörður Svavarssafns kynnir komandi sumarsýningar safnsins.

Í byrjun júní opnar sýning í Svavarssafni sem er hluti af Umhverfingu 5 þar sem ýmsir listamenn sýna með Svavari Guðnasyni og öðrum listamönnum úr safneign. Sýningin Umhverfing 5 verður opnuð formlega á Humarhátíð þar sem fjölmargir listamenn sýna verk á mörgum stöðum í sveitarfélaginu. Um miðjan ágúst opnar Heimtaug, textílverkasýning Eirúnar Sigurðardóttur. Eirún er vel þekkt íslensk myndlistarkona sem sýnt hefur víða um heim, sér í lagi í gegnum Gjörningaklúbbinn. Jóna Imsland sýnir einnig síðar um haustið, einkasýningin ber nafnið Fjórir veggir, en þó Jóna hafi oft sýnt áður Hornafirði þá er þetta hennar fyrsta einkasýning í Svavarssafni. Í vetur verður svo sýningin Dýr, Avatar, Maskína, samsýning stýrt af sýningarstjóranum Joönnu Pawlowska þar sem persónusköpun í stafrænum veruleika er tekinn fyrir. Sú sýning beinist fyrst og fremst að ungu fólki og verða í boði námskeið með listamönnunum fyrir allt ungt fólk á Hornafirði með áhuga á að læra að vinna með nýmiðla.
 
Gestir
Snæbjörn Brynjarsson
3. 202404080 - Málþing um öryggisinnviði
Sveitarfélögin Mýrdalshreppur, Skaftárhreppur og Hornafjörður efndu til samtals með hagsmunaaðilum vegna mikils álags á öryggisinnviði á svæðinu.
Sveitarfélögin í Skaftafellssýslum boðuðu til málþings um öryggisinnviði miðvikudaginn 17. apríl. Málþingið var afar vel sótt enda eru innviðir sem tengjast öryggi íbúa og ferðamanna í Skaftafellssýslum mjög þandir og álag á viðbragðsaðila gríðarlegt.
Í sveitarfélögunum þremur er íbúafjöldi 4200. Til samanburðar eru útgefin gistileyfi á svæðinu yfir 5600. Þetta þýðir að ferðamenn sem gista á hótelum og gistiheimilum á hverri einustu nóttu, nánast allt árið um kring, eru 40% fleiri en íbúar sveitarfélaganna. Þá er ótalinn sá mikli fjöldi sem gistir í heimagistingu, í ferðavögnum eða tjöldum, svo ekki sé talað um þá sem aka um svæðið en gista ekki.


Atvinnu- og menningarmálanefnd fagnar málþinginu sem haldið var í Nesjum 17. apríl. Ferðaþjónusta er mikilvæg stoð undir atvinnulífið í báðum Skaftafellssýslum en innviðir hafa ekki haldið í við vaxandi fjölda ferðafólks allt árið. Úrbætur á þjóðvegi eru mjög brýnar: vegurinn þarf að fara í löglega breidd, einbreiðum brúm þarf að útrýma og velja þarf veglínur með öryggi í huga. Einnig þarf að miða löggæslu og heilbrigðisþjónustu við fjölda fólks á svæðinu í stað þess að hugsa einungis um skráða íbúa á svæðunum. Nefndin styður hugmyndir um hringborð til að forgangsraða verkefnum og óskar bæjarstjórn velfarnaðar með framhald verkefnis.
4. 202404087 - Humarhátíð 2024
Lagður er fram til kynningar og yfirferðar samningur sveitarfélagsins við humarhátíðarstjórn.


Humarhátíðin verður haldin hátíðlega 26.-28. júní í ár og unnið er að skipulagningu hátíðarinnar.
Atvinnu- og menningarmálanefnd hvetur einstaklinga og fyrirtæki til þátttöku.
Þeir sem áhuga hafa á að taka þátt geta haft samband við hátíðarstjórn í gegnum póstinn: humarhatidarnefnd@gmail.com

Atvinnu- og menningarmálanefnd vísar drögum að samningi til bæjarráðs til samþykkis.
5. 202302057 - Staða á atvinnumarkaði í Sveitarfélaginu Hornafirði 2023
Lagt fram til kynningar.

Atvinnuleitendur:
780: 20
781: 10
785: 5
6. 202003090 - Vatnajökulsþjóðgarður - fundargerðir stjórnar og svæðisráðs
Lagt fram til kynningar.

Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs - 196.pdf
Svæðisráð suðursvæðis - 126.pdf
Svæðisráð suðursvæðis - 127.pdf
7. 202404088 - Styrkir Uppbyggingarsjóðs
Nýlega var styrkjum Uppbyggingarsjóðs Suðurlands úthlutað, mörg verkefni úr Austur- Skaftafellssýslu fengu úthlutað styrk. Þá fékk Menningarmiðstöð Hornafjarðar veglega styrki í ár til sýningarhalds og ljóst er að menningarstarf í sveitarfélaginu er mjög frjótt.


Atvinnu- og menningarmálanefnd fagnar því hve mörg verkefni fengu úthlutun í ár og hvetur fólk að kynna sér verkefnin og njóta afraksturs vinnu þeirra sem styrki fengu.
uthlutadir-styrkir-vor-2024-pdf-skjal-a-vefinn.pdf
8. 202404090 - Barnastarf 2024
Dagskrá barnastarfs Menningarmiðstöðvarinnar fyrir árið 2024 lögð fram til kynningar.

Nefndin samþykkir dagskrá ársins og áfram er unnið að málinu.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00 

Til baka Prenta