Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Hornafjarðar - 1187

Haldinn í ráðhúsi,
09.09.2025 og hófst hann kl. 10:00
Fundinn sátu: Eyrún Fríða Árnadóttir formaður,
Gauti Árnason varaformaður,
Gunnar Ásgeirsson 1. varamaður,
Sigurjón Andrésson bæjarstjóri, Arndís Lára Kolbrúnardóttir stjórnsýslu- og upplýsingafulltrúi.
Fundargerð ritaði: Arndís Lára Kolbrúnardóttir, Stjórnsýslu- og upplýsingafulltrúi


Dagskrá: 
Fundargerðir til staðfestingar
1. 2506013F - Umhverfis- og skipulagsnefnd - 101
Fundargerð umhverfis- og skipulagsnefndar númer 101 lögð fram.

Almenn mál
2. 202509011 - Starfsemi Nýheima þekkingarseturs
Forstöðumaður Nýheima þekkingarseturs mætir á fund og fer yfir starf setursins.

Bæjarráð þakkar Hugrúnu fyrir vandaða yfirferð á verkefnum Nýheima þekkingarseturs.
 
Gestir
Hugrún Harpa Reynisdóttir - Forstöðumaður Nýheima þekkingarseturs
3. 202509022 - Beiðni um flygil í Tónskólann.
Tónskólinn óskar eftir því að flygillinn sem er staðsettur í Nýheimum verði fluttur í Tónskólann. Flygillin sem fyrir er í Tónskólanum yrði þess í stað fluttur í Nýheima.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram málið og afla frekari upplýsinga.
 
Gestir
Jóhann Morávek - Skólastjóri Tónskóla A- skaftafellssýslu
4. 202507060 - Útboð - Múlagljúfur útivistarstígur
Niðurstöður útboðs vegna "Múlagljúfur - Útivistarstígur", lagðar fram. Tilboð voru opnuð 21. ágúst 2025.


Fjögur tilboð bárust í verkið frá Hellur og lagnir sem hljómaði uppá 112.323.500 krónur, Rósaberg sem hljómaði uppá 79.377.500 krónur, Steinmótun sem hljómaði uppá 50.677.500 krónur og Jökulfell sem hljómaði uppá 73.559.070 krónur. Tilboð lægsbjóðanda hefur verið yfirfarið og uppfyllir það kröfur sem settar voru fram í útboðsgögnum. Bæjarráð samþykkir tilboð Steinmótunar sem er lægstbjóðandi.
Samþykkt samhljóða.
5. 202508005 - Uppgjör 2025
Umsjónarmaður fasteigna og bæjarstjóri fara yfir fjárfestingaráætlun.

 
Gestir
Björn Þór Imsland - Umsjónarmaður fasteigna
6. 202406005 - Framkvæmd: Sindrabær breytingar 2024
Umsjónarmaður fasteigna fer yfir stöðuna á Sindrabæ.

 
Gestir
Björn Þór Imsland - Umsjónarmaður fasteigna
7. 202506092 - Myndavélaeftirlit í sveitarfélaginu
Öruggara Suðurland óskaði eftir að greining eða mat á því hvort þörf sé fyrir frekara myndavélaeftirlit í sveitarfélaginu í tengslum við hópamyndanir og óæskilega hegðun ungmenna yrði framkvæmt. Fundað var með lögreglunni vegna matsins og voru niðurstöðurnar kynntar.

Bæjarráð felur sviðsstjóra stjórnsýslusviðs að svara í samræmi við niðurstöður rýni og umræður á fundinum.
Samþykkt samhljóða.
 
Gestir
Jóna Benný Kristjánsdóttir - Sviðstjóri stjórnsýslusviðs
8. 202509020 - Beiðni um styrk- Kvennaathvarf
Samtök um Kvennaathvarf leita til bæjarstjórnar Hornafjarðar um styrk til að geta áfram tekið á móti konum og börnum sem flýja þurfa heimili sín sökum ofbeldis, og um leið veitt þeim þann mikilvæga stuðning sem þörf er á til að takast á við þær áskoranir sem upp koma þegar stigið er útúr ofbeldi. Óskað er eftir rekstrarstyrk fyrir árið 2026 að fjárhæð kr. 500.000.

Málinu vísað til fjárhagsáætlunargerðar.
9. 202502013 - Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2025
fundargerð 983. fundar stjórnar Sambandsins frá 29. ágúst 2025 lögð fram.

Lagt fram til kynningar
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 983.pdf
10. 202502055 - Fundargerðir Samtaka orkusveitarfélaga 2025
Fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga nr. 87. lögð fram

Lagt fram til kynningar.
stjórn Samtaka orkusveitarfélaga - 87.pdf
11. 202509021 - Aðalfundur Ríkis Vatnajökuls
Aðalfundur Ríkis Vatnajökuls verður haldinn þann 17.september klukkan 20:00 í Gömlubúð.

Lagt fram til kynningar.
12. 202509023 - Ársfundur úrvinnslusjóðs
Ársfundur Úrvinnslusjóðs verður haldinn föstudaginn 19. september nk. kl. 10:00-12:00 í Vox Club salnum á Hótel Nordica, en einnig í boði í streymi.

Lagt fram til kynningar.
13. 202509024 - Ályktanir aðalfundar NAUST 2025
Ályktanir aðalfundar Náttúruverndarsamtaka Austurlands sem var haldinn sl. laugardag 23. ágúst lagðar fram.

Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:35 

Til baka Prenta