Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Hornafjarðar - 994

Haldinn í ráðhúsi,
01.06.2021 og hófst hann kl. 14:30
Fundinn sátu: Ásgrímur Ingólfsson 2. varamaður,
Björgvin Óskar Sigurjónsson varaformaður,
Bryndís Hólmarsdóttir 1. varamaður,
Sæmundur Helgason áheyrnarfulltrúi,
Matthildur Ásmundardóttir bæjarstjóri, Bryndís Bjarnarson .
Fundargerð ritaði: Bryndís Bjarnarson, stjórnsýslu- og upplýsingafulltrúi


Dagskrá: 
Fundargerð
1. 2105009F - Atvinnu- og menningarmálanefnd - 28
Fundargerðin samþykkt.
 
Gestir
Eyrún Helga Ævarsdóttir forstöðumaður Menningarniðstöðvar
Almenn mál
2. 202104111 - Örnefni - Nýr jökull út frá Svínafellsjökli
Könnun um örnefni fór fram á heimasíðu sveitarfélagsins og var auglýst á fésbókarsíðu öræfinga.

Bæjarráð leggur til að jökullinn fái örnefnið Dyrhamarsjökull.
Vísað til samþykktar bæjarstjórnar.
3. 202105102 - Umsögn - Breytingatillaga að Stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs, 3.útgáfu.
Umsagnarferli er opið til og með 9. ágúst n.k. og óskast umsögnum skilað á vef Vatnajökulsþjóðgarðs.

Kynningarfundur fyrir Suðursvæði verður mánudaginn 7. júní nk. kl. 17:00 í beinu streymi á síðu Vatnajökulsþjóðgarðs.
Frestað til næsta fundar.
4. 202105073 - Sláttur á einkalóðum
Fyrir fundinum liggja drög að verklagsreglum um garðslátt einkagarða. Taka þarf ákvörðun um hlutfall niðurgreiðslu og hvaða og hversu mikla þjónustu á að bjóða upp á fyrir íbúa sveitarfélagsins varðandi garðslátt.

Bæjarráð samþykkir verklagsreglurnar með breytingum sem ræddar voru á fundinum. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar.
5. 202105128 - Fundir bæjarstjórnar og bæjarráðs sumarið 2021
Bæjarráð samþykkir breytingu á fundartíma í júní, júlí og ágúst. Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
6. 202105132 - Samningur um tímabundið lóðarvilyrði
Fyrir fundinum liggja drög að samningi um lóðarvilyrði við Marina Travel ehf. um lóðarvilyrði í tengslum við hótelbyggingu í Óslandi.


Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá samningnum í samræmi við umræður á fundinum.
7. 202105139 - Launaþróun sveitarfélaga
Erindi frá kjarasviði Sambands íslenskra sveitarfélaga með launaþróun sveitarfélaga.

Lagt fram til kynningar.
8. 202105060 - Hofgarður framkvæmd Endurbætur
Eitt tilboð hefur borist í verkið Hofgarður endurbætur, frá 58.899.579 kr.
Kostnaðaráætlun hljóðar upp á 45.145.246 kr.




Bæjarráð hafnar tilboðinu.
Verkið verður boðið út aftur á næsta ári.
 
Gestir
Björn Imsland forstöðumaður fasteigna
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:30 

Til baka Prenta