Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Ungmennaráð Hornafjarðar - 62

Haldinn í ráðhúsi,
12.05.2021 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Ingunn Ósk Grétarsdóttir ,
Íris Mist Björnsdóttir ,
Björgvin Freyr Larsson ,
Stígur Aðalsteinsson ,
Selma Ýr Ívarsdóttir ,
Alexandra Guðrúnardóttir ,
Elín Ósk Óskarsdóttir ,
Laufey Ósk Hafsteinsdóttir ,
Herdís Ingólfsdóttir Waage .
Fundargerð ritaði: Herdís I. Waage, Tómstundafulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 202105010 - Samráð og upplýsingagjöf til almennings
Hvar má finna helstu upplýsingar og aðgengi að hinum ýmsu málum er snerta samfélagsþegna Hornafjarðar? Heimasíða sveitarfélagsins er ekki þægileg til leitar...

Ungmennaráð kallar eftir bættu aðgengi að upplýsingum sem snerta stjórnsýsluna. Tæknin/internetið ætti að koma sterkt inn þar, þar sem hægt er að bjóða bæjarbúum aukið lýðræði, þátttöku og aukið aðgengi að upplýsingum. Gera fólki kleyft að taka meiri þátt í umræðum og ákvarðanatöku um málefni sem varðar það sjálft. Bæta má t.d. innihald fundargerða svo þær verði meira upplýsandi fyrir bæjarbúa. Starfsmanni falið að vinna áfram með málið.
2. 202105045 - Uppbygging útivistarsvæða
Ungmennaráð hefur áhuga á að koma með hugmyndir um uppbyggingu útivistarsvæða eða leikvalla í sveitarfélaginu.

Líflegar umræður urðu um staðsetningar á leikvöllum fyrir yngri börn (0-14 ára) og "leikvöllum" fyrir eldri ungmenni (14-25 ). Ungmennaráð leggur til að leikvöllurinn á milli Kirkjubrautar og Hlíðartúns verði gerður upp og búinn til leikvöllur fyrir yngri börnin. Flott staðsetning og hægt væri að gera mjög skjólsælann og flottann leikvöll. Leikvöllurinn fyrir eldri hópinn þyrfti að vera miðsvæðis og þá endilega á opnu svæði t.d. á Nettótúninu eða á túninu við sundlaugina. Óskað er eftir minnst 6 rólum á svæðið. Starfsmanni falið að fá fund með umhverfis- og skipulagsstjóra.
3. 202105046 - Sálfræðiþjónusta fyrir ungmenni
Sálfræðingur með starfsstöð í FAS óskast til starfa sem fyrst! Ósk ungmenna ungmennaráðs og nemenda í framhaldsskóla Austur - Skaftafellssýslu.

Mikill áhugi er meðal ungmenna í framhaldsskólanum að fá starfandi sálfræðing við skólann. Ekki hefur sérstaklega verið rætt við skólastjórnendur FAS eða skólaráð til að athuga hvort þessi ósk þeirra gæti orðið að veruleika. Einungis hefur hugmyndinni verið varpað fram á fundum ungmennaráðs og rædd þar og augun beinst að því hvað sveitarfélagið gæti gert í málinu. Ákveðið var að nemendaráð FAS taki þetta mál upp í haust og vinni áfram með það.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00 

Til baka Prenta