Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Ungmennaráð Hornafjarðar - 104

Haldinn í ráðhúsi,
08.09.2025 og hófst hann kl. 16:15
Fundinn sátu: Selma Ýr Ívarsdóttir ,
Adam Bjarni Jónsson ,
Sindri Sigurjón Einarsson ,
Sigurður Gunnlaugsson ,
Björg Kristjánsdóttir ,
Birta Ósk Sigbjörnsdóttir ,
Kristján Reynir Ívarsson ,
Sunna Dís Birgisdóttir ,
Theódór Árni Stefánsson ,
Emil Örn Moravek Jóhannsson .
Fundargerð ritaði: Emil Morávek, verkefnistjóri á fræðslu- og frístundasviði


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 202209040 - Tilnefning í nefndir og ráð - ungmennaráð
Samkvæmt erindisbréfi ungmennaráðs skipar ráðið áheyrnarfulltrúa í fastanefndir sveitarfélagsins.
Starfsmenn nefndanna kynntu nefndirnar fyrir ungmennaráði og í kjölfarið tilnefndi ráðið fulltrúa í þær.
Með því að hafa fulltrúa ungmenna í fastanefndum er stuðlaða að því að rödd ungs fólks heyrist og ungmenni hafi raunverulega áhrif í ákvarðanatöku innan sveitarfélagsins.


Ungmennaráð hefur skipað í fastanefndir með eftirfarandi hætti:

Fræðslu- og frístundarnefnd.
Fulltrúi: Birta Ósk Sigbjörnsdóttir.
Til vara: Selma Ýr Ívarsdóttir.

Velferðarnefnd.
Fulltrúi: Theódór Árni Stefánsson.
Til vara: Adam Bjarni Jónsson.

Skipulags- og umhverfisnefnd.
Fulltrúi: Sindri Sigurjón Einarsson.
Til vara: Kristján Reynir Ívarsson.

Atvinnu- og menningarmálanefnd.
Fulltrúi: Selma Ýr Ívarsdóttir.
Til vara: Birta Ósk Sigbjörnsdóttir.

Hafnarstjórn.
Fulltrúi: Kristján Reynir Ívarsson.
Til vara: Sindri Sigurjóns Einarsson.
 
Gestir
Eyrún Fríður Árnadóttir, Kristín Vala Þrastardóttir, Þórgunnur Torfadóttir, Sigrún Bessý Guðmundsdóttir og Vignir Júlíusson
2. 202209041 - Kosning formanns og varaformanns - ungmennaráð
Kosning formanns og varaformanns.

Selma Ýr Ívarsdóttir bauð sig fram sem formaður ungmennaráðs fyrir starfsárið 2025 - 2026 og var kjör hennar samþykkt einróma af öllum fulltrúum. Adam Bjarni Jónsson tók að sér stöðu varaformanns og hlaut einnig einróma samþykki fundarmanna.
3. 202508081 - Ungmennaráð 2025-2026
Farið yfir kosningu til ungmennaráðs og önnur hagnýt atriði.


Verkefnastjóri fræðslu- og frístundasviðs fór yfir hvernig staðið var að kosningum til ungmennaráðs en þær voru með hefðbundnum hætti og lögð áhersla á að tryggja að fjölbreyttur hópur ungmenna ætti kost á að taka þátt í starfi ráðsins. Þá var farið yfir ýmis hagnýt atriði er varða ungamennaráð og starf þess.

Ráðið þakkar verkefnastjóra fyrir góða kynningu og hefur engar athugasemdir við hvernig staðið var að mönnun ungmennaráðs 2025-2026.
4. 202504082 - Barna og Ungmennaþing 2025
Dagana 18-20. nóvember 2025 verður Barna- og ungmennaþing á Höfn í Hornafirði.
Eitt af markmiðum þingsins er að safna efnivið fyrir næstu aðgerðaráætlun í Barnvænu sveitarfélagi en einnig að horfa til þess hvernig áherslur ungmenna birtast í aðgerðaráætlun um heilsueflandi samfélag.

Áhersla er lögð á að börn og ungmenni móti dagskrá þingsins og því er óskað eftir að ungmennaráð ásamt nemendráðum skólanna leiði ákveðna vinnu á þinginu.

Verkefnastjóri mun kynna vinnuáætlun fyrir ungmennaráði í aðdraganda þingsins og leggur til að ungmennaráð hittist á vinnufundi fimmtudaginn 11. september kl 19:00.


Ungmennaráð Hornafjarðar þakkar fyrir góða kynningu og samþykkir að halda aukafund næstkomandi fimmtudag þann 11. september kl. 19:00.
5. 202211032 - Ungmennaráð skilaboð til fastanefnda og bæjaráðs
Bókun til allra nefnda til að kynna ungmennaráð og það sem þau hyggjast gera í vetur.

Kosið hefur verið til ungmannaráðs sem starfa mun veturinn 2025-2026.
Í því sitja eftirfarandi aðilar.
Adam Bjarni Jónsson f.h. Grunnskóla Hornafjarðar
Birta Sigbjörnnsdóttir f.h. FAS
Björg Kristjánsdóttir f.h. Grunnskóla Hornafjarðar
Kristján Reynir Ívarsson f.h. FAS
Theodór Árni Stefánsson f.h. Grunnskóla Hornafjarðar
Selma Ýr Ívarsdóttir frá atvinnulífinu
Sindri Sigurjón Einarsson f.h. Umf. Sindra
Sigurður Gunnlaugsson f.h. FAS
Sunna Dís Birgisdóttir f.h. Þrykkjunnar
Enn vantar einn fulltrúa frá atvinnulífinu.

Ungmennaráð Hornafjarðar vill með þessari bókun beina sjónum allra nefnda sveitarfélagsins að störfum ráðsins og mikilvægi þess fyrir samfélag okkar, sérstaklega þó fyrir börn og ungmenni en það sem er gott fyrir börn er gott fyrir alla.
Nú hefur tekið til starfa öflugt og metnaðarfullt ungmennaráð sem er reiðubúið að láta til sín taka og vera málsvari ungs fólks í sveitarfélaginu.
Ungmennaráðið horfir til vetrarins með miklum metnaði og mun m.a. leggja áherslu á eftirfarandi:
-Standa fyrir Barna- og ungmennaþingi í nóvember þar sem raddir barna og ungmenna fá að heyrast og mál er þau varða tekin föstum tökum.
-Efla samstarf við önnur ungmennaráð og ungliðahópa í bænum með það að markmiði að byggja upp sterkara ungmennastarf og betri tengingu við nærsamfélagið.
-Veita bæjaryfirvöldum nauðsynlegt og eðlilegt aðhaldi líkt og fyrri ungmennaráð hafa gert að með öflugum og ábyrgum hætti.
-Minna á mikilvægi opinna svæða og þess að þau séu hönnuð og viðhaldið með það að leiðarljósi að þau höfði til og nýtist ungu fólki og þar með samfélaginu öllu.
-Halda áfram að vinna að jákvæðri samfélagsþróun með því að vekja athygli á málefnum sem skipta unga fólkið máli og hafa áhrif á daglegt líf í sveitarfélaginu.

Ungmennaráð Hornafjarðar hvetur allar nefndir og ráð sveitarfélagsins til að hafa í huga mikilvægi þátttöku ungs fólks í ákvörðunum og stefnumótun og óskar eftir því að málum verði vísað áfram til ungmennaráðs hvort sem það sé til kynningar eða til umsagnar.
Að lokum óskar ungmennaráð eftir góðu samstarfi við bæjaryfirvöld og stofnanir.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00 

Til baka Prenta