Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarstjórn Hornafjarðar - 286

Haldinn í ráðhúsi,
10.06.2021 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Ásgerður Kristín Gylfadóttir 1. varaforseti,
Ásgrímur Ingólfsson Forseti,
Björgvin Óskar Sigurjónsson aðalmaður,
Kristján Sigurður Guðnason aðalmaður,
Páll Róbert Matthíasson 2. varaforseti,
Stefanía Anna Sigurjónsdóttir 1. varamaður,
Sæmundur Helgason aðalmaður,
Matthildur Ásmundardóttir bæjarstjóri, Bryndís Bjarnarson stjórnsýslu- og upplýsingafulltrúi.
Fundargerð ritaði: Bryndís Bjarnarson, stjórnsýslu- og upplýsingafulltrúi


Dagskrá: 
Fundargerð
1. 2105001F - Bæjarráð Hornafjarðar - 991
Forseti bar fundargerðina upp til atkvæða.
Fundargerðin samþykkt með sjö atkvæðum.
2. 2105006F - Bæjarráð Hornafjarðar - 992
Matthildur Ásmundardóttir bæjarstjóri tók til máls undir 5. lið Leiðarhöfði - Hönnunarsamkeppni. Páll Róbert Matthíasson tók til máls undir 1. lið fundargerð umhverfis- og skipulagsnefndar undir lið nr. 4 deiliskipulag Miðsvæði Hafnar. Ásgerður K. Gylfadóttir tók við fundarstjórn undir þessum lið. Til andsvars Ásgrímur Ingólfsson.
Forseti bar fundargerðina upp til atkvæða.
Fundargerðin samþykkt með sjö atkvæðum.
3. 2105007F - Bæjarráð Hornafjarðar - 993
Ásgrímur Ingólfsson tók við fundarstjórn.

Forseti bar fundargerðina upp til atkvæða.
Fundargerðin samþykkt með sjö atkvæðum.
4. 2105010F - Bæjarráð Hornafjarðar - 994
Sæmundur Helgason tók til máls undir 3. lið, umsögn - Breytingatillaga að Stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs, 3.útgáfu.
Forseti bar fundargerðina upp til atkvæða.
Kristján Guðnason tók til máls undir 1. lið, atvinnu- og menningarmálanefnd, 8. lið, Matís og matarsmiðjan og 4. lið, ósk um myndatökusvæði á Höfn.
Fundargerðin samþykkt með sjö atkvæðum.
5. 2106002F - Bæjarráð Hornafjarðar - 995
Sæmundur Helgason tók til máls undir 8. lið, stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs á suðursvæði.
Fundargerðin samþykkt með sjö atkvæðum.
6. 2105002F - Bæjarstjórn Hornafjarðar - 285
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Almenn mál
7. 202105039 - Viðaukar fjárhagsáætlunar 2021
Bæjarstjóri gerði grein fyrir viðauka 1 við fjárhagsáætlun 2021. Viðaukinn felur ekki í sér viðbótar lántöku þar sem útgjaldaaukning er tekin af handbæru fé.

Forseti bar viðauka I upp til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
Sveitarfélagið Hornafjörður Yfirlit viðauka fjárhagsáætlun 2021.pdf
8. 202104131 - Ráðning sviðstjóra fræðslu- og frístundasviðs
Ásgrímur Ingólfsson vék af fundi undir þessum lið og Ásgerður K. Gylfadóttir tók við fundarstjórn.
Bæjarstjóri greindi frá ráðningu Þórgunnar Torfadóttur í starf sviðstjóra fræðslu- og frístundasviðs.
Ráðningin var samþykkt í bæjarráði. Hún óskaði eftir staðfestingu bæjarstjórnar þar sem um lykilstjórnenda er að ræða.


Sæmundur Helgason tók til máls.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sex atkvæðum.
9. 202102033 - Reglur um gáma, báta og aðra lausafjármuni í Sveitarfélaginu Hornafirði
Ásgrímur Ingólfsson tók við fundarstjórn.
Nýjar reglur um gáma, báta og aðra lausafjármuni í sveitarfélaginu lagðar fram.
Markmið reglnanna er að tryggja að öllum öryggis- og hollustukröfum sem tilheyra lausafjármunum sé fylgt, að brunavarnir séu fullnægjandi, og að lausafjármunir skapi ekki óþægindi fyrir nágranna.
Forseti lagði til að bæjarstjórn samþykki reglur um gáma, báta og aðra lausafjármuni.


Samþykkt með sjö atkvæðum.
Reglur um gáma, báta og aðra lausafjármuni í .pdf
10. 202005078 - Helsingjar í Austur - Skaftafellssýslu
Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Hornafjarðar hvetur umhverfisráðherra til að heimila skotveiði á helsingja í Austur- Skaftafellssýslu á því tímabili sem veiðar eru leyfðar annarsstaðar á landinu.



Forseti lagði til að bæjarstjórn geri bókun umhverfis- og skipulagsnefndar að sinni.
"Eins og mönnum er kunnugt þá er helsingi nýlegur landnemi á Íslandi en síðustu ár hefur honum fjölgað gríðarlega. Helsta aðsetur helsingjans er á Breiðamerkursandi og er ástandið nú þannig að vistkerfi Breiðamerkursands er komið að þolmörkum. Sést það m.a á ungadauða nú á vormánuðum. Hvað sá ungadauði er mikill eða af hvaða völdum hefur ekki verið rannsakað en vísbendingar eru um að fæðuskortur valdi honum. Landnám þessa nýja grasbítar er ógn við vistkerfi Breiðamerkursands bæði plantna og fugla.
Þó svo að stærstu varpstöðvarnar séu á Breiðamerkursandi þá hefur þessi skaðvaldur tekið sér bólfestu víðar og eru varpstöðvar á Mýrum í Austur Skaftafellssýslu og einnig er hann farinn að verpa í eyjum í Hornafirði.
Bændur bæði í Suðursveit og á Mýrum verða fyrir búsifjum vegna ágangs helsingjans og þessarar miklu fjölgunar hans. Var þar ekki á bætandi því heiðargæs hefur verið í þúsunda tali á túnum bænda í Austur-Skaftafellssýslu í allt vor eins og undanfarin vor."
Samþykkt með sjö atkvæðum.
Helsingjar 2020_helsingjar greinagerð.pdf
11. 202104111 - Örnefni - Nýr jökull út frá Svínafellsjökli
Bæjarráð leggur til að jökullinn fái örnefnið Dyrhamarsjökull.

Forseti lagði til að bæjarstjórn samþykki nýtt örnefni Dyrhamarsjökull, og vísi því til staðfestingar mennta- og menningarmálaráðherra.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
12. 202105043 - Byggingarleyfisumsókn - Skaftafell 2 Freysnes, viðbygging við íbúðarhús
Eyrún Halla Jónsdóttir sækir um leyfi til að byggja við íbúðarhús að Skaftafell 2 Freysnes. Um er að ræða 177,6m² viðbyggingu. Samþykki landeigenda er til staðar. Ekki er til gildandi deiliskipulag fyrir svæði.

Forseti lagði til að bæjarstjórn samþykki að heimilt verði að byggja við íbúðarhús að Skaftafell 2 Freysnes, skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga. og samþykki grenndarkynninguna 44 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
Skaftafell 2 Freysnes aðaluppdrættir.pdf
19-5-2021 12-00-03.pdf
2-6-2021 10-32-04.pdf
13. 202105096 - Byggingarleyfisumsókn - Uppsalir 3 hlaða, breyting á notkun og innra skipulagi
Björgvin Óskar Sigurjónsson vék af fundi undir þessum lið.
Erindi frá Björgvini Sigurjónssyni fyrir hönd Ingvars Þ. Geirssonar um leyfi til að breyta notkun hlöðu á Uppsölum 3 í íbúðarhús. Hlaðan stendur á verslunar- og þjónustusvæði. Einnig er sótt um leyfi til að breyta innra skipulagi byggingar og útlit (einangrun og klæðning, gluggar og hurðir, minniháttar hækkun á þaki). Ekki er til gildandi deiliskipulag fyrir svæði.



Forseti lagði til að heimilað verði að breyta hlöðu að Uppsölum 3 í samræmi við framlagðar teikningar skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga og bæjarstjórn samþykki að fallið er frá grenndarkynningu skv. 3. mgr. 44 gr. skipulagslaga enda varðar breytingin ekki hagsmuni annarra en umsækjanda. Samþykkt með sex atkvæðum.
Uppsalir 3 - aðaluppdrættir.pdf
UPPSALIR_AFS LJÓSM.pdf
14. 202011122 - Breyting á aðalskipulagi - Borgarhöfn 2-3 Suðursveit
Björgvin Óskar Sigurjónsson greindi frá að markmið með aðalskipulagsbreytingunni er að breyta landnotkun á hluta lögbýlisins úr landbúnaðarsvæði í verslunar- og þjónustusvæði á um 5 ha. svæði. Lýsing vegna breytingar á aðalskipulagi var í kynningu 15. desember 2020 til 4. janúar 2021. Kynningarfundur um aðalskipulagstillöguna var haldinn á Teams meating 13. janúar.

Lagði til að bæjarstjórn samþykki aðalskipulagstillöguna og vísi henni í lögformlegt ferli skv. 31. gr. skipulagslaga.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
breytingauppdtáttur-Borgarhöfn Neðribær.pdf
15. 202103060 - Byggingarleyfisumsókn - Hrísbraut 3, viðbygging
Kjartan Árnason sækir f.h. Óskars Arasonar og Írisar Heiðar Jóhannesdóttur um leyfi til að byggja við Hrísbraut 3. Um er að ræða sólstofu vestan megin við núverandi hús. Einnig er sótt um leyfi til að saga niður úr gluggaopi á vesturgafli hússins og setja nýja hurð. Grenndarkynning var auglýst frá 18.4. - 20.5.2021. Engar athugasemdir bárust.


Forseti lagði til að bæjarstjórn samþykki grenndarkynninguna og breytingar á húsnæðinu án deiliskipulagsgerðar skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga enda er breytingin í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
16. 201806009 - Kosningar í nefndir 2018-2022
Fjölmenningarráð.
Nejra Mesetovic, (B)aðalmaður og Elínborg Rabanes (B) varamaður.
Goran Basrak (D) aðalmaður og Claudia María Hildebloom, (E) varamaður.
Kjörstjórn.
Gunnar Örn Reynisson hættir sem varamaður, Friðrik Jónas Friðriksson verður varamaður í hans stað.
Forseti bar kosninguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
17. 202101042 - Skýrsla bæjarstjóra
Bæjarstjóri gerði grein fyrir störfum sínum sl. mánuð.
Skýrsla bæjarstjóra 10. júní 2021.pdf
18. 202105128 - Fundir bæjarstjórnar og bæjarráðs sumarið 2021
Forseti bar upp tillögu um að bæjarstjórn verði í sumarleyfi í júlí og að bæjarstjórn veiti bæjarráði fullt umboð til afgreiðslu mála þar til bæjarstjórn kemur aftur til starfa skv. 8. gr. og 32. gr. samþykkta Sveitarfélagsins Hornafjarðar.
Samþykkt með sjö atkvæðum.

Fundir bæjarstjórnar og bæjarráðs sumarið 2021.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00 

Til baka Prenta