Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarstjórn Hornafjarðar - 345

Haldinn í ráðhúsi,
08.01.2026 og hófst hann kl. 15:00
Fundinn sátu: Gauti Árnason aðalmaður,
Hjördís Edda Olgeirsdóttir aðalmaður,
Skúli Ingólfsson aðalmaður,
Eyrún Fríða Árnadóttir aðalmaður,
Ásgerður Kristín Gylfadóttir aðalmaður,
Elías Tjörvi Halldórsson 1. varamaður,
Björgvin Óskar Sigurjónsson aðalmaður,
Sigurjón Andrésson bæjarstjóri, Jóna Benný Kristjánsdóttir Sviðsstjóri stjórnsýslusviðs, Arndís Lára Kolbrúnardóttir stjórnsýslu- og upplýsingafulltrúi.
Fundargerð ritaði: Sigurjón Andrésson, bæjarstjóri
Bæjarfulltrúar hafa óskað eftir frekari upplýsingum um dagskrárlið númer 6 Deiliskipulag Heildarendurskoðun fyrir Skaftafell. Forseti lagði til að dagskrárlið númer 6 verði frestað þar til frekari upplýsingar berast.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.


Dagskrá: 
Fundargerðir til staðfestingar
1. 2511018F - Bæjarstjórn Hornafjarðar - 344
Mál tekið fyrir á 8:15 mínútu.

Lagt fram til umræðu og kynningar.
2. 2512010F - Bæjarráð Hornafjarðar - 1201
Eyrún Fríða Árnadóttir tók til máls undir lið númer 2-Fræðslu- og frístundanefnd - 131, lið númer 4 Skráningardagar í leikskólanum.

Mál tekið fyrir á 8:40 mínútu.


Lagt fram til umræðu og kynningar.
3. 2512016F - Bæjarráð Hornafjarðar - 1202
Ásgerður Kristín Gylfadóttir tók til máls undir lið númer 4 - Húsnæðisáætlun - Hornafjörður 2026. Sigurjón Andrésson til andsvars. Ásgerður Kristín Gylfadóttir til andsvars.

Mál tekið fyrir á 10:30 mínútu.


Lagt fram til umræðu og kynningar.
4. 2512022F - Bæjarráð Hornafjarðar - 1203
Mál tekið fyrir á 15:10 mínútu.

Lagt fram til umræðu og kynningar.
Almenn mál
5. 202409038 - Endurskoðun reglna um fjárhagsaðstoð
Lögð fram breytingatillaga á reglum um fjárhagsaðstoð í Sveitarfélaginu Hornafirði. Breytingarnar snúa að því að hækkun fjárhagsaðstoðar taki mið af launavísitölu í október ár hvert í stað áramóta. Breyting á grunnupphæð fjárhagsaðstoðar mun áfram taka gildi um áramót.
Breytingunni er ætlað að skapa meiri fyrirsjáanleika við gerð fjárhagsáætlunar sem og fyrir notendur fjárhagsaðstoðar.

Tillaga að breytingu á reglum um fjárhagsaðstoð lögð fram.

Mál tekið fyrir á 15:30 mínútu.


Forseti lagði til að bæjarstjórn samþykkti breytingu á reglum um fjárhagsaðstoð.

Tillagan var borin upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
6. 202010016 - Deiliskipulag Heildarendurskoðun fyrir Skaftafell
Málinu frestað.

7. 202512050 - Breyting á deiliskipulagi við Jökulsárlón
Lögð er fram verkefnis- og matslýsing vegna breytingar á deiliskipulagi við Jökulsárlón. Náttúruverndarstofnun hefur ákveðið að vinna breytingu á deiliskipulagi vegna breyttra forsendna sem snúa að því að endurskoða staðsetningu megin þjónustusvæðisins austan megin Jökulsár. Breytingar taka til uppbyggingar aðstöðu, aðkomu að svæðinu og bílastæðum, tengingum innan svæðis, legu hringvegar og tengingar við hann.

Ásgerður Kristín Gylfadóttir tók til máls. Eyrún Fríða Árnadóttir til andsvars. Ásgerður Kristín Gylfadóttir til andsvars.

Forseti lagði fram eftirfarandi bókun:
Í ljósi þess að samþykkt hefur verið verkefnis- og matslýsing vegna breytingar á deiliskipulagi við Jökulsárlón vill bæjarstjórn ítreka mikilvægi þess að uppbyggingu þar sé hraðað eins og kostur er.

Jafnframt leggur bæjarstjórn mikla áherslu á að raddir heimafólks og hagsmunir nærsamfélagsins hér í Hornafirði fái vægi í þeirri ákvarðanatöku sem framundan er varðandi uppbygginguna.

Mál tekið fyrir á 16:30 mínútu.



Forseti bar bókunina upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.

Forseti lagði til að bæjarstjórn samþykkti að verkefnis- og matslýsing verði kynnt í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga.

Tillagan var borin upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
Breyting á deiliskipulagi við Jökulsárlón_Verkefnis-og matslýsing_251205.pdf
8. 202601018 - Staða byggingafulltrúa
Magnús Rannver Rafnsson, byggingarfulltrúi Sveitarfélagsins Hornafjarðar, tilkynnti í nóvember síðastliðinn um starfslok. Óskað var eftir að starfslok yrðu 10. janúar 2026. Í ljósi yfirstandandi breytinga á byggingareftirliti og óvissu um hlutverk byggingarfulltrúa í nýju umhverfi, leggur forseti til að bæjarstjórn samþykki að bíða með auglýsingu starfsins og fela Gunnlaugi Róbertssyni, skipulagsfulltrúa, að annast einnig störf byggingarfulltrúa.

Mál tekið fyrir á 36:45 mínútu.


Forseti lagði til að bæjarastjórn samþykkti tillöguna og bar hana upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
9. 202601044 - Gjaldskrá vegna akstursþjónustu aldraðra og fatlaðs fólks
Lögð er fram tillaga að breytingum á gjaldskrá vegna akstursþjónustu aldraðra og fatlaðs fólks ásamt minnisblaði sviðsstjóra velferðarsviðs.

Mál tekið fyrir á 37:50 mínútu.


Forseti lagði til að bæjarstjórn samþykkti tillögu að breytingum á gjaldskrá vegna akstursþjónustu aldraðra og fatlaðs fólks.

Tillaga var borin upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
10. 202601046 - Gjaldskrá - Greiðslur til stuðningsforeldra
Lögð er fram tillaga að breytingum á gjaldskrá vegna greiðslna til stuðningsforeldra ásamt minnisblaði sviðsstjóra velferðarsviðs.

Mál tekið fyrir á 38:15 mínútu.


Forseti lagði til að bæjarstjórn samþykkti tillögu að breytingum á gjaldskrá vegna greiðslna til stuðningsforeldra.

Tillagan var borin upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
11. 202601045 - Gjaldskrá stoð- og stuðningsþjónustu Þjónustunnar heim
Lögð er fram tillaga að breytingum á gjaldskrá stoð- og stuðningsþjónustu Þjónustunnar heim ásamt minnisblaði sviðsstjóra velferðarsviðs.

Mál tekið fyrir á 38:50 mínútu.


Forseti lagði til að bæjarstjórn samþykkti tillögu að breytingum á gjaldskrá stoð- og stuðningsþjónustu Þjónustunnar heim.

Tillagan var borin upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00 

Til baka Prenta