Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Atvinnu- og menningarmálanefnd - 75

Haldinn í ráðhúsi,
23.04.2025 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Hjördís Edda Olgeirsdóttir aðalmaður,
Sigríður Þórunn Þorvarðardóttir aðalmaður,
Steindór Sigurjónsson aðalmaður,
Gunnar Ásgeirsson aðalmaður,
Sigrún Sigurgeirsdóttir formaður,
Kristín Vala Þrastardóttir Menningarmiðstöð.
Fundargerð ritaði: Kristín Vala Þrastardóttir, Forstöðumaður Menningarmiðstöðvar


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 202003090 - Vatnajökulsþjóðgarður - fundargerðir stjórnar og svæðisráðs
Fundargerðir Vatnajökulsþjóðgarðs eru enn ekki aðgengilegar síðan um áramótin. Svæðisráð hefur fundað þrisvar frá áramótum og vonast nefndin til að fundagerðir verði tilbúnar fyrir næsta fund nefndarinnar. Anna Ragnarsdóttir Pedersen, þjóðgarðsvörður, kynnir starf þjóðgarðsins.

Nefndin þakkar fyrir kynninguna. Fram kom í máli Önnu að mikil vinna fylgir sameiningarmálum stofnananna sem urðu til um áramótin undir heitinu Náttúruverndarstofnun. Nú er verið að taka aftur upp deiliskipulag við Jökulsárlón þar sem byggja á upp þjónustusvæðið, vonandi gengur sú vinna hratt svo hægt verði að hverfa frá bráðabirgðalausnum í þjónustu.

Jökulsárlón er einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins og þangað komu milljón gestir á síðasta ári. Varðandi framtíðaruppbyggingu við Jökulsárlón vill nefndin taka undir orð Sigurjóns bæjarstjóra frá því í hádegisfréttum í dag:
„Við höfum lagt mikla áherslu á að útboðsskilmálar taki tillit til fleiri þátt en bara hæsta verðs. Það þarf að taka mið af gæðum þjónustu, öryggismálum og reynslu þeirra aðila sem bjóða í, ásamt síðan staðbundinni þekkingu. Og það þarf að meta þessa hluti í samhengi við samfélagsávinning á nærsvæði þjóðgarðsins sem er í þessu tilfelli Hornafjörður“.
 
Gestir
Anna Ragnardóttir Pedersen
2. 202402020 - Nýjar heimasíður fyrir sveitarfélagið og stofnanir
Verkefnastjóri stafrænna lausna og tækni, Tjörvi Óskarsson kynnir nýja heimasíðu sveitarfélagsins.

Síðan er uppsett á prófunarsvæði og er verið að vinna í henni þar.


Nefndin þakkar fyrir kynninguna og hlakkar til að fá nýja vefsíðu í loftið.
 
Gestir
Tjörvi Óskarsson
3. 202209034 - Ríki Vatnajökuls - Kynning á starfsemi
Gjaldkeri stjórnar Ríki Vatnajökuls, Tinna Rut Sigurðardóttir kynnir starf félagsins.

Nefndin þakkar fyrir kynninguna. Mikill hugur er í stjórninni að efla starfsemi félagsins og nefndin óskar þeim góðs gengis.
 
Gestir
Tinna Rut Sigurðardóttir
4. 202503077 - Jöklaleiðin 2025
Fyrirhugaðar framkvæmdir og opnun Jöklaleiðarinnar kynnt.

Lagt fram til kynningar.
5. 202409071 - Menningarmiðstöð
Forstöðumaður kynnir starf menningarmiðstöðvarinnar.
- Nýir starfsmenn og ráðningar í gangi
- Humarhátíðarnefnd, áskoranir og mönnun
- 17 styrkir Uppbyggingasjóðs Suðurlands til Hornafjarðar.
- Frétt Nýheima þekkingarsturs um Hornfirska styrki: https://nyheimar.is/17-styrkir-til-hornfirdinga/
- Frétt Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga um alla styrki: https://www.sass.is/wordpress/wp-content/uploads/2025/04/Uthlutadir-styrkir-vor-2025-pdf-skjal-a-vefinn.pdf



Nefndin þakkar fyrir kynninguna og óskar styrkhöfum í Sveitarfélaginu Hornafirði til hamingju með árangurinn og velfarnaðar í sínum verkefnum.
Ný Humarhátíðarnefnd hefur tekið til starfa sem er mjög gleðilegt. Nefndin hvetur íbúa í Sveitarfélaginu til að taka virkan þátt í hátíðinni sem fram fer dagana 26.-29. júní 2025. Hægt er að ná sambandi við nefndina á netfanginu humarhatidarnefnd@gmail.com
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00 

Til baka Prenta