Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Hornafjarðar - 1062

Haldinn í ráðhúsi,
01.12.2022 og hófst hann kl. 10:00
Fundinn sátu: Guðrún Stefanía Vopnfjörð Ingólfsdóttir varamaður,
Gauti Árnason varaformaður,
Björgvin Óskar Sigurjónsson varamaður,
Bryndís Bjarnarson , Sigurjón Andrésson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Bryndís Bjarnarson, stjórnsýslu- og upplýsingafulltrúi


Dagskrá: 
Fundargerðir til staðfestingar
1. 2211009F - Atvinnu- og menningarmálanefnd - 45
Fundargerðin samþykkt.
 
Gestir
Eyrún Helga Ævarsdóttir forstöðumaður Menningarmiðstöðvar
Árdís Erna Halldórsdóttir atvinnu- og ferðamálafulltrúi
2. 2211014F - Umhverfis- og skipulagsnefnd - 47
Fundargerðin samþykkt.
 
Gestir
Brynja Dögg Ingólfsdóttir umhverfis- og skipulagsstjóri sat fundinn einnig undir liðum nr. 7.-11.
3. 2211012F - Hafnarstjórn Hornafjarðar - 251
Fundargerðin samþykkt.
Almenn mál
4. 202211067 - Skilti, vörumerki og fleira - Tillögur fyrir SVH
Bæjarráð vísar málinu til umfjöllunar í atvinnu-og menningarmálanefnd.
5. 202209047 - Þjóðlenda - starfsemi í Kollumúla
Árdís greindi frá leigusamningi sem er í vinnslu hjá forsætisráðuneytinu.
 
Gestir
Árdís Erna Halldórsdóttir
6. 202211114 - Húsaleigusamningur - Gamlabúð
Guðrún Stefanía vék af fundi undir þessum lið.
Tilgkynning um að húsaleigusamningi er lokið og þjóðgarðurinn fer úr húsinu 31. mars.


Bæjarráð þakkar þjóðgarðinum fyrir farsælt samstarf í Gömlubúð. Nú fer af stað vinna við að finna húsinu nýtt hlutverk.
7. 202010156 - Reglur um úthlutun lóða
Starfsmönnum falið að vinna áfram að málinu.
8. 201911041 - Gjaldskrá vatnsveitu
Lagt er til að gjaldskráin haldist efnislega óbreytt en að gjöld hennar, önnur en vatnsgjald, taki breytingum í samræmi við vísitölubreytingar sbr. 6. gr. gjaldskrárinnar.

Bæjarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar
9. 202001022 - Gjaldskrá fráveitu
Lagt er til að gjaldskráin haldist efnislega óbreytt en að tengigjald fráveitu breytist í samræmi við vísitölubreytingar sbr. 2. gr. gjaldskrárinnar.

Bæjarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
10. 202110085 - Gjaldskrá umhverfis- og skipulagsmála
Lagt er til að gjaldskráin haldist efnislega óbreytt en að gjöld hennar taki breytingum í samræmi við vísitölubreytingar sbr. 7. gr. gjaldskrárinnar.

Bæjarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
11. 202110086 - Gjaldskrá byggingamála
Lagt er til að gjaldskráin haldist efnislega óbreytt en að gjöld, önnur en gatnagerðargjald og hún taki breytingum í samræmi við vísitölubreytingar sbr. 9. gr. gjaldskrárinnar.


Bæjarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
12. 202208029 - Siðareglur kjörinna fulltrúa 2022
Nefndir sveitarfélagsins hafa fjallað um siðareglurnar og gera ekki athugasemdir við þær.

Bæjarráð samþykkir siðareglurnar með áorðnum breytingum.
Siðareglum kjörinna fulltrúa vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
13. 202211056 - Umsókn um byggingarheimild - Hafnarbraut 52, salernisaðstaða og baðastaða
Frestað til næsta fundar.
14. 202109071 - Umsókn um lóð - Hafnarbraut 6
Óskað er eftir framlengingu á frest á framkvæmdum vegna þess að vinna við hönnun og teikningu er enn í vinnslu.

Bæjarráð samþykkir að framkvæmdum verði frestað til 1. febrúar.
15. 202211113 - Fundargerðir - Samtök orkusveitarfélaga - 2022
Lagt fram til kynningar.

Fundargerðin lög fram til kynningar.
Fundargerð aðalfundar 2022.pdf
Fundargerð SO nr 53.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:00 

Til baka Prenta