Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Hafnarstjórn Hornafjarðar - 234

Haldinn í ráðhúsi,
22.02.2021 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Reynir Arnarson formaður,
Arna Ósk Harðardóttir varaformaður,
Sigurður Ægir Birgisson aðalmaður,
Bryndís Hólmarsdóttir aðalmaður,
Sigurður Ólafsson aðalmaður,
Björgvin Freyr Larsson Fulltrúi ungmennaráðs,
Vignir Júlíusson forstöðumaður Hornafjarðarhafnar, Matthildur Ásmundardóttir bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Matthildur Ásmundardóttir, hafnarstjóri


Dagskrá: 
Fundargerðir til kynningar
5. 202003067 - Fundargerðir Hafnasambandsins
Lagt fram til kynningar.
Almenn mál
1. 202102004 - Viðbragðsáætlun hafna 2021 - Hornafjarðarhöfn
Uppfærð viðbragðsáætlun mengunarvarna lögð fram til kynningar.
2. 202102074 - Frumvarp til laga um breytingu á hafnalögum, nr. 6.2003
Mælt hefur verið fyrir frumvarpi um breytingar á hafnalögum. Í frumvarpinu kemur m.a. fram að heimilt sé að halda uppi rafrænni vöktun á hafnarsvæði. Forstöðumanni falið að setja upp merkingar þar sem kemur fram að svæðið sé vaktað.
3. 201709555 - Radar Helzel og Helmholz
Vignir kynnti stöðu á þróun dýptarmælinga með radar sem verið hafa í gangi undanfarin tvö ár hjá þýskum sérfræðingum í samstarfi við Hornafjarðarhöfn. Verkefnið lofar góðu og spennandi verður að fylgjast með framþróun þess.
4. 202102083 - Grynnslin - næstu skref
Hafnarstjórn barst erindi frá Skinney Þinganesi hf. varðandi dýpi á Grynnslunum. Nú þegar sandfangari við Einholtskletta er fullgerður er mikilvægt að halda áfram rannsóknum og koma með aðgerðaráætlun þannig að dýpi á Grynnslunum uppfylli þarfir. Vegagerðin hefur verið upplýst um stöðu mála og óskað hefur verið eftir fundi á næstu dögum.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:20 

Til baka Prenta