Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Hornafjarðar - 1193

Haldinn í ráðhúsi,
21.10.2025 og hófst hann kl. 10:00
Fundinn sátu: Eyrún Fríða Árnadóttir formaður,
Gauti Árnason varaformaður,
Ásgerður Kristín Gylfadóttir aðalmaður,
Sigurjón Andrésson bæjarstjóri, Arndís Lára Kolbrúnardóttir stjórnsýslu- og upplýsingafulltrúi.
Fundargerð ritaði: Arndís Lára Kolbrúnardóttir, Stjórnsýslu- og upplýsingafulltrúi


Dagskrá: 
Fundargerðir til staðfestingar
1. 2509011F - Íbúaráð Öræfum - 9
Fundargerð íbúaráðs í Öræfum númer 9 lögð fram.

Lagt fram til kynningar.
2. 2510007F - Velferðarnefnd - 43
Fundargerð velferðarnefndar númer 43 lögð fram.

Lagt fram til kynningar.
 
Gestir
Skúli Ingibergur Þórarinsson - Sviðstjóri velferðarsviðs
Almenn mál
3. 202510042 - Barnaverndarþjónusta Fjarðabyggðar og Sveitarfélagsins Hornafjarðar
Undanfarna mánuði hefur verið unnið að gerð framkvæmdaáætlunar Barnaverndarþjónustu Fjarðabyggðar og Sveitarfélagsins Hornafjarðar (BFSH).

Gert var samkomulag við Sigur ráðgjöf um að annast gerð áætlunar í samstarfi við stjórnendur þjónustunnar.

Nú er þeirri vinnu lokið og fyrir liggja drög að framtíðarsýn BFSH fyrir árin 2026-2028 og eru þau lögð fram til umsagnar.

Drög að framkvæmdaáætlun Barnaverndarþjónustu Fjarðabyggðar og Sveitarfélagsins Hornafjarðar lögð fram til kynningar.

Velferðarnefnd gerði ekki athugasemd við fyrirliggjandi drög að framkvæmdaáætlun og vísaði málinu til bæjarráðs til umfjöllunar.


Bæjarráð gerir ekki athugasemd við framkvæmdaáætlunina og vísar henni til afgreiðslu Bæjarstjórnar.
Samþykkt samhljóða.
 
Gestir
Skúli Ingibergur Þórarinsson - Sviðstjóri velferðarsviðs
4. 202306046 - Framkvæmd byggingar hjúkrunarheimilis
Öldungaráð lagði fram eftirfarandi bókun um málið á fundi sínum þann 01.10.2025.

Fundur í öldungaráði Sveitarfélagsins Hornafjarðar haldinn 1.10. 2025 vekur athygli á því að aðbúnaður heimilisfólks á Skjólgarði er undir lágmarkskröfum stjórnvalda um aðbúnað á hjúkrunarheimilum. Hvetur öldungaráðið bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar í samstarfi við Vigdísarholt ohf að bregðast skjótt við og gera það sem unnt er til þess að bæta aðbúnað heimilisfólksins á Skjólgarði. Samtímis þessu verði gjaldtaka ríkisins fyrir dvöl á heimilinu tekin til endurskoðunar og í framhaldinu færð til samræmis við eðlilega viðskiptahætti.

Velferðarnefnd tók undir bókun velferðarráðs og vísaði henni til umfjöllunnar í bæjarráði.



Bæjarráð þakkar öldungaráði fyrir ábendingar og áherslur varðandi aðbúnað heimilisfólks á Skjólgarði.
Bæjarráð tekur undir áhyggjur af þeim áskorunum sem heimilisfólk og starfsfólk á Skjólgarði býr við um þessar mundir. Ljóst er að tafir á framkvæmdum við nýtt hjúkrunarheimili og tengingu þess við núverandi húsnæði hafa haft áhrif á starfsemina og valdið truflun.

Starfsfólk Vigdísarholts ohf. á þakkir skildar fyrir að halda uppi góðri þjónustu við krefjandi aðstæður.
Bæjarráð minnir á að málaflokkur um hjúkrunarheimili og húsnæðisuppbyggingu er á ábyrgð ríkisins, en sveitarfélagið mun áfram fylgjast náið með stöðu mála og vinna með núverandi verkkaupa að því að tryggja góðan aðbúnað og rekstrarumhverfi á Skjólgarði.
 
Gestir
Skúli Ingibergur Þórarinsson - Sviðstjóri velferðarsviðs
5. 202508029 - Reglur um notendastýrða persónulega aðstoð
Lögð eru fram drög að nýjum reglum um notendastýrða persónulega aðstoð við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.

Farið yfir drög að nýjum reglum um notendastýrða persónulega aðstoð við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.
Notendaráð um málefni fatlaðs fólks gerir ekki athugasemdir við drögin og vísar þeim til frekari umfjöllunar í bæjarráði.


Bæjarráð gerir ekki athugasemd við reglur um notendastýrða persónulega aðstoð og vísar þeim til afgreiðslu Bæjarstjórnar.
Samþykkt samhljóða.
 
Gestir
Skúli Ingibergur Þórarinsson - Sviðstjóri velferðarsviðs
6. 202407010 - Framkvæmd - Hagahverfi (ÍB5), innviðauppbygging, undirbúningur
Sveitarfélagið Hornafjörður stendur fyrir uppbyggingu innviða í nýju Hagahverfi og er hönnun veitukerfa og gatna á lokastigi. Með hagkvæmni að leiðarljósi var ákveðið að skipta uppbyggingunni í sérstakar framkvæmdir.

Fyrsti áfangi framkvæmdarinnar (Áfangi 1) felur í sér efnisskipti undir götum og farg á svæðinu. Sveitarfélagið leitaði tilboða í efniskaup en áætlanir gera ráð fyrir þörf á um 12.000?15.000 m3. Þar sem kostnaðaráætlun efniskaupa er undir viðmiðunarfjárhæðum skv. lögum um opinber innkaup, var farið í verðfyrirspurnarferli.

Þrjú tilboð bárust og miða þau öll við rúmmetraverð efnis með flutningi á svæðið og virðisaukaskatt:

Vegagerðin: 1.800 kr./m3
Litlahorn ehf.: 1.860 kr./m3
Rósaberg: 3.100 kr./m3

Lagt er til að bæjarráð samþykki að taka tilboði Vegagerðarinnar.

Bæjarráð tók málið fyrir og samþykkti í tölvupósti.


Lagt fram til kynningar.
 
Gestir
Bartek Andersson Kass- Sviðstjóri Mannvirkjasviðs
7. 202510072 - Útboð - Fráveita, áfangi 4B
Óskað er heimildar bæjarráð til að fara í útboðsferli vegna framkvæmda við áfanga 4B. Kostnaðaráætlun er innan þeirra marka sem er gert ráð fyrir í framkvæmdaráætlun þess árs. Auk þess bætist kostnaður við kaup á tveimur dælubrunnum sem nemur u.þ.b. 30 millj. kr. Gert er ráð fyrir þessum kostnaði í gerð framkvæmdaráætlunar fyrir árið 2026.

Bæjarráð veitir heimild til þess að hefja útboðsferli.
Samþykkt samhljóða.
 
Gestir
Bartek Andersson Kass- Sviðstjóri Mannvirkjasviðs
8. 202507020 - Ósk um aukið stöðugildi - garðyrkjustjóri
Minnisblað sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs vegna óskar um stöðugildi fyrir garðyrkjustjóra.

Bæjarráð óskar eftir kostnaðarmati vegna stöðugildis garðyrkjustjóra.
 
Gestir
Bartek Andersson Kass- Sviðstjóri Mannvirkjasviðs
9. 202408002 - Ósk um samstarf vegna uppbyggingu fráveitu á Holt og Kyljuholt
Yfirfarinn samningur um fráveitu í landi Holts II og Kyljuholts lagður fram. Markmið samningsins er að tryggja umhverfisvæna og örugga lausn í fráveitumálum innan landareignanna Kyljuholts og Holts II og lóða sem stofnaðar eru úr eignunum. Með samningnum er fjallað um upphaf rekstur fráveitukerfis og endurgjald vegna landnota.

Bæjarráð samþykkir framlagðann samning.
 
Gestir
Bartek Andersson Kass- Sviðstjóri Mannvirkjasviðs
10. 202501018 - Beiðni um vegagerð - Miðós
Mat á fjárhagslegum áhrifum vegna vegaframkvæmda á Miðósi, ásamt tillögu um hvernig viðbótarfjárheimild verði mætt lagt fram.

Bæjarráð samþykkir málið og felur fjármálastjóra að gera viðauka og vísa til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.
Mat á fjárhágslegum áhrifum ? málsnr. 202501018.pdf
 
Gestir
Bartek Andersson Kass- Sviðstjóri Mannvirkjasviðs
11. 202508013 - Fjárhagsáætlun 2026
Samanburður á launaáætlunum og rauntölum ásamt framkvæmdaáætlun og álagningarreglum 2026 lagt fram.


Vísað til áframhaldandi vinnu og vinnufund bæjarstjórnar.
 
Gestir
Valdís Ósk Sigurðardóttir- fjármálastjóri
12. 202510068 - Framlög til stjórnmálaflokka
Óskað var eftir samantekt á framlögum til stjórnmálaflokka.
Umbeðnar upplýsingar lagðar fram.


Óskað er eftir að gögnin séu borin saman við þær lagabreytingar 01.01.2022, lög nr. 136/2021 um starfsemi stjórnmálasamtaka og frambjóðenda.
 
Gestir
Valdís Ósk Sigurðardóttir- fjármálastjóri
13. 202502009 - Starfshópur um húsnæðismál Grunnskóla Hornafjarðar
Mat á fjárhagslegum áhrifum vegna skólaskoðunar starfshóps um húsnæðismál Grunnskóla Hornafjarðar, ásamt tillögu um hvernig viðbótarfjárheimild verði mætt lagt fram.

Bæjarráð samþykkir málið og felur fjármálastjóra að gera viðauka og vísa til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarráð áréttar að fjárheimild liggur ekki fyrir fyrr en bæjarstjórn hefur samþykkt hana.

Samþykkt samhljóða.
Mat á fjárhágslegum áhrifum ? málsnr. 202502009.pdf
 
Gestir
Valdís Ósk Sigurðardóttir- fjármálastjóri
14. 202510049 - Björgunarmiðstöð í Öræfum
Minnisblað bæjarstjóra um fyrirhugaða björgunarmiðstöð í Öræfum lagt fram.

Bæjarráð óskar eftir að verkefnið verði tekið fyrir í almannavarnarnefnd og hagsmunaaðilar boðaðir til samtals um verkefnið.

Samþykkt samhljóða.
Björgunarmiðstöð í Öræfum - minnisblað bæjarstjóra.pdf
15. 202510074 - Ósk um gjaldfrjálsann aðgang í sund vegna Austfirsku ólympíuleikanna.
Nemendafélag FAS halda Austfirsku ólympíuleikanna sem í samstarfi við VA og ME 7. nóvember nk. og óska eftir gjaldfrjálsum aðgang í sund fyrir þátttakendur á milli kl. 16:00- 18:00.



Bæjarráð samþykkir að veita þátttakendum á Austfirsku ólympíuleikunum frítt í sund á milli 16:00- 18:00 7. nóvember.
 
Gestir
Valdís Ósk Sigurðardóttir- fjármálastjóri
16. 202510073 - Umsögn- Frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn).81.mál.
Frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis.
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn), 81. mál
Umsagnir skal senda í gegnum umsagnagátt Alþingis: umsagnir.althingi.is.
Frestur til að senda inn umsögn er til og með 29. október nk.

Sviðsstjóri stjórnsýslusviðs óskar eftir að bæjarráð taki afstöðu til þess hvort skrifa eigi umsögn um frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum. Sjá greinargerð: https://www.althingi.is/altext/157/s/0081.html


Lagt fram til kynningar.
17. 202510075 - Umsögn- Frumvarp til laga um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu).153.mál
13. október 2025
Frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis.
Atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu), 153. mál
Umsagnaraðilar geta sent umsögn í gegnum umsagnagátt Alþingis: umsagnir.althingi.is.
Frestur til að senda inn umsögn er til og með 27. október nk.


Lagt fram til kynningar.
18. 202502013 - Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2025
Fundargerð 986. fundar stjórnar Sambandsins frá 10. október 2025 lögð fram.

Lagt fram til kynningar.
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 986.pdf
19. 202509040 - Hjúkrunarheimili
Sveitarfélagið hefur undirritað samkomulag um yfirtöku ríkisins á framkvæmdum við nýtt hjúkrunarheimilis á Höfn og lagfæringar á eldra húsnæði, núverandi Skjólgarði. Samkvæmt samkomulaginu tekur ríkið yfir ábyrgð, skuldbindingar og réttindi sem tengjast framkvæmdinni.

Bæjarráð fagnar því að með samkomulaginu hafi náðst skýr niðurstaða í þessu máli og að framhald verkefnisins sé tryggt í umsjón ríkisins.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00 

Til baka Prenta