|
Fundinn sátu: Ásgerður Kristín Gylfadóttir formaður, Eiríkur Sigurðsson aðalmaður, Albert Eymundsson aðalmaður, Ólafía Ingibjörg Gísladóttir aðalmaður, Svava Kristbjörg Guðmundsdóttir aðalmaður, Friðþóra Ester Þorvaldsdóttir fulltrúi heilsugæslu, |
|
Fundargerð ritaði: Skúli Ingibergur Þórarinsson, Sviðstjóri velferðarsviðs |
|
|
|
1. 202301036 - Hornafjörður náttúrulega |
Bæjarráð vísar heildarstefnu sveitarfélagsins Hornafjörður Náttúrulega til kynningar í nefndum og ráðum sveitarfélagsins. Bæjarstjóri mætir á fundinn og kynnir stefnuna.
|
Öldungaráð þakkar Sigurjóni fyrir góða kynningu á Hornafjörður Náttúrulega. Mjög spennandi verkefni. |
Hornafjörður Náttúrulega - kynning.pdf |
|
|
|
2. 202303123 - Endurskoðun aðalskipulags Sveitarfélagsins Hornafjarðar |
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar hefur hafið endurskoðun á aðalskipulagi og verklýsingu fyrir endurskoðunina hefur verið birt á Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar, www.skipulagsgatt.is. Í verklýsingunni er farið yfir hvaða viðfangsefni í umhverfis- og skipulagsmálum verða til umfjöllunar. Einnig er vinnuferlinu lýst og hvernig kynningu og samráði verður háttað.
Allir eru hvattir til að kynna sér verklýsinguna og koma sjónarmiðum og ábendingum um efni lýsingar á framfæri.
|
Öldungaráð gerir ályktun og greinargerð frá stjórn FEH að sinni.
Starfsmanni falið að vinna að því koma á verkefni sem felur í sér kennslu fyrir eldri borgara í stafrænum lausnum til að geta verið virkir þátttakendur í skoðanakönnum og öðru tengdu efni. |
Ályktun FEH.pdf |
|
|
|
3. 202305111 - Ráðstefna fyrir þjálfara um hreyfiúrræði 60 |
Þann 16. maí fór fram ráðstefna á vegum Bjarts lífsstíls sem er sameiginlegt verkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og Landssambands eldri borgara. Ráðstefnan var unnin í samstarfi við Háskólann í Reykjavík og heilsueflandi samfélag (HSAM). Dagskráin var sniðin fyrir skipuleggjendur og þjálfara sem sjá um hreyfiúrræði fyrir 60 og áhugasama aðila um málefnið. Markmið ráðstefnunnar var að búa til vettvang til að auka samvinnu á milli þjálfara og víkka sjóndeildarhringinn varðandi heilsueflingu 60 . Auk þess að vera hvatning fyrir áhugasama sem vilja stíga sín fyrstu skref í þjálfun eldri aldurshópa.
|
Sigrún Bessý Guðmundsdóttir, verkefnastjóri virkniúrræða, kom á fundinn og fór yfir framlagt minnisblað um ráðstefnu sem hún, ásamt Kolbrúnu Björnsdóttur sóttu á dögunum.
Öldungaráð lýsir ánægju sinni með þá virkniþjónustu sem í boði er í dag og leggur áherslu á mikilvægi þess að hún verði áfram til staðar. |
ráðstefna fyrir þjálfara um hreyfiúrræði 60 .pdf |
|
|
|
4. 202110002 - Fjölmenning í Sveitarfélaginu Hornafirði |
Anna Birna Elvarsdóttir kynnir fjölmenningarráð og fjölmenningu í Sveitarfélaginu Hornafirði.
|
Anna Birna Kom inn á fundinn og kynnti fjölmenningaráð og verkefni því tengdu.
Öldungaráð lýsir yfir sérstakri ánægju með starf fjölmenningarráðs og leggur áherslu á mikilvægi þess. |
Fjölmenningarráð kynning öldungarráð.pdf |
|
|
|
5. 202305112 - Landsáætlun um málefni eldri borgara - Gott að eldast |
Eldra fólk leggur mikið til samfélagsins og mikilvægt er að stuðla að auknu heilbrigði þessa hóps. Þetta sýnir kostnaðar- og ábatagreining sem KPMG hefur unnið fyrir stjórnvöld vegna heildarendurskoðunar á þjónustu við eldra fólk: Gott að eldast. Greiningin veitir nýja sýn á fjárhagsgögn ríkis og sveitarfélaga og samkeyrir þau við lýðfræðileg gögn. Niðurstöðurnar voru kynntar á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum 25.5.2023 ásamt aðgerðaáætlun fyrir árin 2023-2027 sem félags- og vinnumarkaðsráðherra mælti fyrir og var samþykkt samhljóða á Alþingi nýverið. Samhliða fundinum var gagnvirkt mælaborð opnað á vefnum með tölulegum upplýsingum og útreikningum.
|
Aðgerðaáætlun "Gott að eldast" sem gefin var út á dögunum af Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu og Heilbrigðisráðuneytinu lögð fram til kynningar.
Öldungaráð hvetur sem flesta til að kynna sér aðgerðaáætlunina. |
Gottadeldast_Adgerdaaetlun.pdf |
Gottadeldast_Baeklingur.pdf |
Kostnadarabatagreining_KPMG_Gott_ad_eldast_mai_2023.pdf |
|
|
|
6. 202104011 - Reglur um akstursþjónustu aldraðra |
Drög af reglum lögð fram til kynningar. Farið yfir næstu skref í átt að því að samþykkja reglurnar og að þjónustan geti hafist.
|
Skúli Ingibergur Þórarinsson, sviðstjóri velferðarsviðs, fór yfir stöðu málsins og næstu skref. Vonast er til að hægt verði að fara í útboð með haustinu. |
|
|
|
|
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:00 |