Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Hornafjarðar - 1052

Haldinn í ráðhúsi,
22.09.2022 og hófst hann kl. 10:00
Fundinn sátu: Eyrún Fríða Árnadóttir formaður,
Gauti Árnason varaformaður,
Björgvin Óskar Sigurjónsson varamaður,
Bryndís Bjarnarson , Sigurjón Andrésson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Bryndís Bjarnarson, stjórnsýslu- og upplýsingafulltrúi


Dagskrá: 
Fundargerð
1. 2209010F - Almannavarnanefnd - 66
Fundargerð samþykkt.
2. 2209009F - Umhverfis- og skipulagsnefnd - 42
Fundargerð samþykkt.
 
Gestir
Brynja Dögg Ingólfsdóttir umhverfis- og skipulagsstjóri sat fundinn undir 2,7, og 10 lið.
Almenn mál
3. 202108112 - Fyrirhugað sorpútboð 2022
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til að unnið verði áfram að innleiðingu fjögurra tunnu kerfis í samræmi við lög um meðhöndlun úrgangs. Nefndin telur það umhverfisvænni og fýsilegri kost en að leitast eftir undanþágum sem leiða til aðlögunar við hirðingu sem gæti orðið kostnaðarsamari. Þannig verði best uppfyllt markmið laganna, hringrásarhagkerfis og umhverfisstefnu sveitarfélagsins.

Bæjarráð samþykkir að farið verði í fjögurra tunnu kerfi.
4. 202209057 - Málefni tjaldsvæðis á Höfn
Bæjarstjóri og atvinnu- og ferðamálafulltrúi áttu fund með rekstaraðila tjaldsvæðis.

Starfsmönnum falið að greina samning um tjaldsvæðið og rýna framkvæmdaáætlun í samstarfi við SKG rekstraraðila tjaldsvæðis.
 
Gestir
Árdís Erna Halldórsdóttir atvinnu- og ferðamálafulltrúi
5. 202204080 - Viðaukar fjárhagsáætlunar 2022
Fjármálastjóri fór yfir viðauka III. Bæjarráð samþykkir viðauka III og vísar honum til bæjarstjórnar. Viðbótarfjárheimildum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Áætluð lántaka ársins er lækkuð úr 250 m.kr. í 150 m.kr. með tilliti til breyttrar framkvæmdaáætlunar.
SvH - Yfirlit viðauka fjárhagsáætlunar 2022.pdf
 
Gestir
Ólöf Ingunn Björnsdóttir fjármálastjóri
6. 202209049 - Samskiptareglur kjörinna fulltrúa og starfsmanna
Lagt er til að unnar verði samskiptareglur kjörinna fulltrúa og starfsmanna.

Starfsmönnum falið að vinna áfram að nýjum samskiptareglum.
7. 202209047 - Þjóðlenda - starfsemi í Kollumúla
Ferðafélag Austur Skaftfellinga óskar eftir leyfi hjá forsætisráðaneytinu til byggingar 20 fermetra aðstöðuhúsi fyrir skálaverði sem starfa hjá félaginu á sumrin.
Samkvæmt 2. mgr. 3. gr. laga nr. 58/1998 þarf sveitarfélagið að auglýsa lóðina þar sem hún er innan þjóðlendu. Auglýsa þarf eftir hæfasta aðila til byggingar á lóðinni til þess að gæta jafnræðis.


Bæjarráð samþykkir að auglýsa lóð til nýtingar í þjóðlendu inn af Kollumúla.
8. 202209056 - Landsfundur um jafnréttismál
Eyrún Fríða gerði grein fyrir landsfundi um jafnréttismál.
9. 202209058 - Tillaga að stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga
Lagt fram til kynningar.
Tillaga að stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga 2022-2026.pdf
10. 202206022 - Umsögn um útgáfu leyfa - House on the Hill, Fiskhóll 11
Bæjarráð gefur neikvæða umsögn skv. umsögnum byggingarfulltrúa og umhverfis- skipulagsstjóra.
11. 202209059 - Milliþinganefndir fyrir ársþing SASS
Fjárhagsnefnd, Björgvin Óskar Sigurjónsson.
Allsherjarnefnd, Eyrún Fríða Árnadóttir.
Mennta og menningarmálanefnd, Gauti Árnason.
Umhverfis- og skipulagsnefnd, Skúli Ingólfsson.
Velferðarnefnd, Hjördís Olgeirsdóttir.
Atvinnumálanefnd, Guðrún Stefanía Ingólfsdóttir.
Samgöngunefnd, Sigurjón Andrésson.
12. 202209078 - Fundir bæjarráðs og bæjarstjórnar
Vegna landsþings og fjármálaráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga, og ársþings SASS verða breytingar á fundum í september og október.

Fundir bæjarráðs 27. september kl. 16:00, 11.október kl. 16:00 og 26. október kl. 13:00.
Bæjarstjórn fundar 20. október í stað 13. október.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00 

Til baka Prenta