Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Hornafjarðar - 1173

Haldinn í ráðhúsi,
06.05.2025 og hófst hann kl. 10:00
Fundinn sátu: Eyrún Fríða Árnadóttir formaður,
Gauti Árnason varaformaður,
Björgvin Óskar Sigurjónsson varamaður,
Jóna Benný Kristjánsdóttir Sviðsstjóri stjórnsýslusviðs, Arndís Lára Kolbrúnardóttir stjórnsýslu- og upplýsingafulltrúi.
Fundargerð ritaði: Arndís Lára Kolbrúnardóttir, Stjórnsýslu- og upplýsingafulltrúi


Dagskrá: 
Fundargerðir til staðfestingar
1. 2504018F - Hafnarstjórn Hornafjarðar - 274
Fundargerð hafnarstjórnar Hornafjarðar númer 274 lögð fram.

Lagt fram til kynningar.
Almenn mál
2. 202504089 - Umsögn um mál nr. 270- Jöfnunasjóður Sveitarfélaga
Lögð fram tilkynning frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis dagsett 29. apríl 2025, Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar mál nr. 270 - Jöfnunarsjóður sveitarfélaga.

Sviðsstjóra stjórnsýslusviðs falið að kanna áhrif frumvarpsins á sveitarfélagið og gera drög að umsögn.
3. 202401147 - Innkaup á mat - Velferðarsvið
Minnisblað sviðsstjóra velferðarsviðs vegna samnings um matarinnkaup fyrir dagþjónustu aldraðra í Ekrunni og fatlaðs fólks í Miðgarði sem rennur út í lok mánaðarinns, lagt fram.

Bæjarráð samþykkir samhljóða framlengingu samning um matarinnkaup um matarinnkaup fyrir dagþjónustu aldraðra og fatlaðra skv. 5. grein hans. Sviðsstjóra velferðarsviðs falið að ganga frá samningnum.
 
Gestir
Skúli Ingibergur Þórarinsson - Sviðstjóri velferðarsviðs
4. 202409013 - Skólamáltíðir útboð 2025
Lögð er fram greinargerð Fjársýslu ríkisins f.h. sveitarfélagsins Hornafjarðar vegna kæru Félags atvinnurekenda á útboði skólamáltíða til kynningar.


Lagt fram til kynningar.
 
Gestir
Þórgunnur Torfadóttir, sviðsstjóri fræðslu- og frístundasviðs
5. 202502013 - Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2025
fundargerð 977. fundar stjórnar Sambandsins frá 11. apríl 2025 lögð fram.

Lagt fram til kynningar.
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 977.pdf
6. 202505004 - Aðsend grein frá Sambandi Íslenskra sveitarfélaga
Aðsendur pistill um Rekstrarskilyrði útflutningsgreina og ársreikningar 2024 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga lagður fram.

Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:35 

Til baka Prenta