Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarstjórn Hornafjarðar - 307

Haldinn í ráðhúsi,
08.02.2023 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Tinna Rut Sigurðardóttir 2. varamaður,
Hjördís Edda Olgeirsdóttir aðalmaður,
Skúli Ingólfsson aðalmaður,
Elías Tjörvi Halldórsson 1. varamaður,
Guðrún Stefanía Vopnfjörð Ingólfsdóttir aðalmaður,
Ásgerður Kristín Gylfadóttir aðalmaður,
Björgvin Óskar Sigurjónsson aðalmaður,
Bryndís Bjarnarson stjórnsýslu- og upplýsingafulltrúi, Sigurjón Andrésson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Bryndís Bjarnarson, stjórnsýslu- og upplýsingafulltrúi


Dagskrá: 
Fundargerð
1. 2301006F - Bæjarráð Hornafjarðar - 1067
Forseti bar fundargerðina upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
2. 2301012F - Bæjarráð Hornafjarðar - 1068
Forseti bar fundargerðina upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
3. 2301021F - Bæjarráð Hornafjarðar - 1069
Forseti bar fundargerðina upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
4. 2301025F - Bæjarráð Hornafjarðar - 1070
Ásgerður Kristín Gylfadóttir tók til máls undir 4. lið upplýsingamiðstöð, Gamlabúð. Til andsvars Sigurjón Andrésson.
Forseti bar fundargerðina upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
5. 2301005F - Bæjarstjórn Hornafjarðar - 306
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Almenn mál
6. 202209039 - Samningur um rekstur umdæmisráðs barnaverndar á landsbyggðinni
Samningur um rekstur umdæmisráðs barnaverndar var fyrst samþykktur í haust og er nú lagður fram með áorðnum breytingum skv. minnisblaði félagsmálastjóra. Helstu breytingar eru að framlög sveitarfélaganna hækka í samræmi við þóknun ráðsmanna.
Fjörtíu og sex sveitarfélög hafa tekið sig saman og stofnað umdæmisráð um barnavernd á landsbyggðinni. Sveitarfélögin sem eiga aðild að umdæmisráði landsbyggða, skipa fimm manna valnefnd er fer með umboð sveitarfélaganna til skipunar í umdæmisráð barnaverndar sbr. viðauka við samninginn. Sveitarfélögin koma sér saman um að eitt þeirra sveitarfélaga sem valið er í valnefnd verði umsýslusveitarfélag sem er falið að annast fjárhagslega umsýslu vegna reksturs ráðsins og jafnframt ætlað að hafa yfirsýn yfir störf ráðsins. Valnefnd skal skipuð einum fulltrúa frá hverjum landsfjórðungi auk þess sem sá fimmti skal vera frá umsýslusveitarfélagi hverju sinni.


Ásgerður Kristín Gylfadóttir tók til máls.
Forseti bar samninginn upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
Samningur um rekstur umdæmisráðs Landsbyggða.pdf
7. 202201012 - Barnaverndarlög, samvinna Fjarðabyggðar og Hornafjarðar um barnaverndarþjónustu
Samningur um sameiginlega barnaverndarþjónustu Fjarðabyggðar og Sveitarfélagsins Hornafjarðar lagður fram til samþykktar. Samningurinn er gerður í samræmi við 10., 11. og 12. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 þar sem fjallað er um umdæmi barnaverndarþjónustu og 96. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.


Ásgerður Kristín Gylfadóttir tók til máls.
Forseti bar samninginn upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
Samningur um barnaverndarþjónustu Fjarðabyggðar og Hornafjarðar 3.2.2023.pdf
8. 201804015 - Gjaldskrá fyrir söfnunarstöð
Samkvæmt breytingu á lögum um meðhöndlun úrgangs nr. 55/2003 er sveitarfélögum skylt að innheimta gjald fyrir alla meðhöndlun úrgangs.
Breytingar gjaldskrárinnar taka mið af þeirri skyldu og er hugsuð sem skref í átt að því að innheimta fullnægjandi gjöld á söfnunarstöð sveitarfélagsins.


Ásgerður Kristín Gylfadóttir tók til máls.
Forseti bar gjaldskrána upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
Gjaldskrá söfnunarstöðvar 2023.pdf
9. 202212133 - Umsögn - Samþykkt um umgengni og þrifnað utan húss
Sameiginleg samþykkt um umgengni og þrifnað utan húss á starfssvæði HAUST lögð fram til fyrri umræðu.
Ekki er um efnislegar breytingar að ræða heldur er verið að bregðast við sameiningu sveitarfélaga á starfssvæði HAUST sem þurfa að setja sér nýjar samþykktir svo fljótt sem við verður komið.


Forseti lagði til að bæjarstjórn samþykki að vísa samþykkt um umgengni og þrifnað utanhúss til annarar umræðu bæjarstjórnar.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
umgengni og þrifnadur_sameiginleg .pdf
10. 202212093 - Húsnæðisáætlun - Hornafjörður 2023
Húsnæðisáætlun fyrir Sveitarfélagið Hornafjörð 2023 lögð fram til samþykktar.

Ásgerður Kristín Gylfadóttir tók til máls, til andsvars Sigurjón Andrésson.
Forseti lagði til að bæjarstjórn samþykki fyrirliggjandi húsnæðisáætlun sveitarfélagsins.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
Húsnæðisáætlun 2023 Sveitarfélagið Hornafjörð.pdf
11. 202212017 - Samningur við Björgunarfélag Hornafjarðar
Guðrún Stefanía Vopnfjörð greindi frá endurnýjun á samningi við Björgunarfélag Hornafjarðar. Með samningnum er ætlað að efla samstarf Sveitarfélagsins Hornafjarðar og Björgunarfélags Hornafjarðar þannig að tryggja öflugt almannavarna, félags- og öryggisstarf í sveitarfélaginu. Helstu breytingar á samningnum eru að skoða fyrirætlan um nýja björgunarmiðstöð. 13. gr. er ný grein, þar er greint frá að vegna uppbyggingar björgunarmiðstöðvar félagsins við Sæbraut skuldbindur Sveitarfélagið Hornafjörður sig til að styrkja Björgunarfélagið fyrir innviðagjöldum sem snúa að greiðslum til sveitarfélagsins.

Sigurjón Andrésson tók til máls.
Forseti bar samninginn upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
Samningur við Björgunarfélag Hornafjarðar 2023-2026 (4).pdf
12. 202209049 - Samskiptareglur kjörinna fulltrúa og starfsmanna
Nýjar reglur um samskipti kjörinna fulltrúa og starfsmanna sveitarfélagsins lagðar fram.

Forseti bar reglurnar upp til samþykktar.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
Samskiptareglur.pdf
13. 202204080 - Viðaukar fjárhagsáætlunar 2022
Forseti gerði grein fyrir viðauka III og lagði til að hann yrði samþykktur. Meðfylgjandi yfirlit sýna áhrif viðaukans og upphaflega samþykkta áætlun ársins 2022. Viðbótarfjárheimildum mætt með lækkun á handbæru fé. Áætluð lántaka ársins lækkar úr 250 m.kr. í 150 m.kr. með tilliti til breyttrar framkvæmdaáætlunar.

Sigurjón Andrésson tók til máls. Ásgerður Kristín Gylfadóttir tók til máls.
Forseti bar viðaukann upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
SvH - Yfirlit viðauka fjárhagsáætlunar 2022.pdf
14. 202212126 - Umsókn um byggingarheimild - Mánabraut 2, stækkun, breyting inni og úti
Frestað til næsta fundar.
15. 202209045 - Ákvörðun um endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins Hornafjarðar 2012-2030
Gildandi aðalskipulag var staðfest árið 2014 og á því hafa verið gerðar hátt í 50 breytingar. Þær breytingar eru vitni um ákveðna þróun sem bregðast þarf við. Á þeim 9 árum sem liðin eru frá samþykkt skipulagsins hafa forsendur breyst með auknum fjölda ferðamanna, fjölgun íbúa og breyttri samsetningu. Þörf er á lóðum fyrir íbúðarhúsnæði og gera þarf ráð fyrir aukinni umferð. Huga þarf að stækkun þéttbýlis á Höfn og hvernig hægt sé að mæta íbúafjölgun og eftirspurn eftir húsnæði í dreifbýli.


Elías Tjörvi Halldórsson tók til máls.
Forseti lagði til að bæjarstjórn samþykki að hefja vinnu endurskoðun á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar á kjörtímabilinu 2022-2026 í samræmi við 35. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
Samantekt fyrir ákvörðun um endurskoðun aðalskipulags - bæjarstjórnarfundur 8.2.2023.pdf
16. 202301013 - Byggingarleyfisumsókn - Hálsasker 3, íbúðarhús
Umsókn Laurent Jégu um byggingarleyfi fyrir íbúðarhús að Hálsaskeri 3 í Svínafelli. Um er að ræða 84 fm. íbúðarhús á einni hæð. Ekki er til gildandi deiliskipulag fyrir svæðið, en samkvæmt aðalskipulagi er um að ræða landbúnaðarsvæði. Grenndarkynning hefur farið fram, engar athugasemdir voru gerðar.

Forseti lagði til að bæjarstjórn samþykki að heilmilt verði veita byggingarleyfi fyrir íbúðarhús án deiliskipulagsgerðar samkvæmt 44. gr. skiplagslaga.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
00206B978C47230116144432.pdf
17. 202212052 - Byggingarleyfisumsókn - Vesturbraut 6, raðhús
Björgvin Óskar Sigurjónsson vék af fundi undir þessum lið.
Umsókn Mikael ehf. um byggingarleyfi fyrir gistiheimili á lóð Vesturbraut 6 áformað er að reysa um 460 fm. steinsteypt einnar hæða hús með 8 íbúðum. Þar sem ekkert deiliskipulag er til af svæðinu fór grenndarkynning fram með athugasemdafresti til 13. janúar í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga. Engar athugasemdir bárust.


Forseti lagði til að bæjarstjórn samþykki að heimilt verði að veita byggingarleyfi að Vesturbraut 6 án deiliskipulagsgerðar s.k.v. 44. gr. skipulagslaga.
Samþykkt með sex atkvæðum.
103 Vesturbraut 6.pdf
102 Vesturbraut 6.pdf
18. 202301066 - Landeignaskrá - Reyðará, skipting landeigna
Reyðarártindur ehf. óskar eftir uppskiptingu jarðarinnar Reyðará. Fyrirhugað er að stofna tvær lóðir samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum. Um er að ræða landbúnaðarsvæði samkvæmt aðalskipulagi sveitarfélagsins. Umhverfis- og skipulagsnefnd gefur jákvæða umsögn um stofnun lóðanna og telur að það hafi ekki áhirf á búrekstrarskilyrði jarðarinnar skv. 6. gr. jarðalaga nr. 81/2004.

Forseti lagði til að bæjarstjórn samþykki skiptingu landeignanna.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
102 Reyðará - Lóðarblað.pdf
112 Aðalból A og B - Lóðarblað.pdf
19. 202301060 - Dalbraut, stækkun íbúðarsvæðis ÍB9 - Breyting á aðalskipulagi
Bryndís Bjarnarson vék af fundi undir liðum 19 og 20.
Tillaga að óverulegri breytingu aðalskipulags þar sem íbúðarsvæði ÍB9 norðan Dalbrautar er stækkað til norðurs um 10 m. eða sem nemur 0,2 ha. Íþróttasvæði minnkar að sama skapi.


Forseti lagði til að bæjarstjórn samþykki að gera óverulega breytingu á aðalskipulagi skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga þar sem tillagan hefur ekki verulegar breytingar á landnotkun eða sé líkleg til að hafa mikil áhrif á einstaka aðila eða hafa áhrif á stórt svæði. Samþykkt með sjö atkvæðum.
2525-020-ASK-001-V03 Dalbraut breytt afmörkun ÍB9-Íbúðarsvæði stækkun-000.pdf
20. 202211044 - Byggingamál - Dalbraut 2a til 2c, fyrirhugaðar framkvæmdir
Lóðarhafi lóða Dalbraut 2A til 2C hefur lagt fram frumhönnun af fyrirhuguðum framkvæmdum á lóðunum. Fyrirhugað er að reisa tveggja hæða fjölbýlishús með sex íbúðum á hverri lóð. Umrætt svæði er á íbúðarsvæði ÍB9 skv. aðalskipulagi en deiliskipulag liggur ekki fyrir. Fyrirhugaðar framkvæmdir voru grenndarkynntar með útsendu bréfi dags. 29. nóvember með athugasemdarfresti til 31. desember 2022. 4 athugasemdir bárust.

Forseti lagði til að bæjarstjórn samþykki að veita megi leyfi til þessara framkvæmda án deiliskipulagsgerðar í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga þar sem fyrirhuguð uppbygging muni hafa óveruleg áhrif á íbúa og sé innan þeirra marka sem vænta má í þéttbýli. Samþykkt með sjö atkvæðum
Samantekt á athugasemdum og svörum_Dalbraut.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:35 

Til baka Prenta