Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Hornafjarðar - 1203

Haldinn í ráðhúsi,
06.01.2026 og hófst hann kl. 10:00
Fundinn sátu: Eyrún Fríða Árnadóttir formaður,
Gauti Árnason varaformaður,
Ásgerður Kristín Gylfadóttir aðalmaður,
Sigurjón Andrésson bæjarstjóri, Jóna Benný Kristjánsdóttir Sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.
Fundargerð ritaði: Jóna Benný Kristjánsdóttir, Sviðsstjóri stjórnsýslusviðs


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 202511086 - Beiðni um styrk til lagfæringar á dreni á Silfurnesvelli
Erindi frá Golfklúbbi Hornafjarðar þar sem óskað er eftir 8 milljóna kr. styrk vegna drenunar á 1. braut Silfurnessvallar. Á fundi þann 2.12.2025 óskaði bæjarráð eftir frekari gögnum. Nú hafa skýringar og gögn borist.

Bæjarráð er jákvætt fyrir að veita styrk til framkvæmdarinnar og vísar málinu til mats á fjárhagslegum áhrifum og viðaukagerðar.
2. 202301036 - Hornafjörður náttúrulega
Kynningu og samráði vegna endurskoðaðrar stefnu sveitarfélagsins, Hornafjörður Náttúrulega!, er nú lokið eftir fjögurra vikna kynningar- og umsagnaferli. Ein athugasemd barst.


Bæjarráð felur byggða- og nýsköpunarfulltrúa að bregðast við innsendri athugasemd og taka tillit til hennar.

Þá er samþykkt samhljóða að vísa stefnunni til umfjöllunar í nefndum og ráðum sveitarfélagsins.

HORNAFJÖRÐUR, NÁTTÚRLEGA! STEFNA 2025 - 19.11.25.pdf
Aðgerðaáætlun - Umhverfið-loka.pdf
Aðgerðaáætlun - Fólkið-loka.pdf
Aðgerðaáætlun - Þjónusta-loka.pdf
3. 202512106 - Umsagnarbeiðni- Tækifærisleyfi til áfengisveitinga - Þorrablót Suðursveita og Mýra 2026
Erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn við tækifærisleyfi, tímabundið áfengisleyfi vegna Þorrablóts Suðursveita og Mýra.

Bæjarráð veitir samhljóða jákvæða umsögn.
4. 202601008 - Fundargerðir SASS 2026
Fundaáætlun Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga fyrir árið 2026 lögð fram.

Fundaáætlunin lögð fram til kynningar.
5. 202601009 - Umsögn- Frumvarp um breytingu á ýmsum lögum vegna sveitarstjórnarkosninga í Grindavík 2026.
Landskjörstjórn sendi til umsagnar frumvarp um breytingu á ýmsum lögum vegna sveitarstjórnarkosninga í Grindavík 2026. Tilefni fyrirhugaðra lagabreytinga er aðstæður sem skapast hafa í Grindavíkurbæ vegna náttúruhamfara, það er jarðhræringa og eldsumbrota, sem varað hafa frá árinu 2019. Umsagnafrestur er til og með 7. janúar 2026.

https://island.is/samradsgatt/mal/4142


Lagt fram til kynningar.
6. 202601010 - Úthlutun byggðakvóta 2025-2026
Erindi frá Matvælaráðuneytinu um úthlutun byggðarkvóta til byggðarlaga á fiskveiðiárinu 2025-2026.
Sveitarfélögum er gefinn frestur til 19. janúar nk. til að senda ráðuneytinu tillögur um sérreglur.

Meðfylgjandi er einnig ósk sveitarfélagsins um sérreglur sem samþykktar voru árið 2023.


Bæjarráð felur bæjarstjóra og sviðsstjóra stjórnsýslusviðs að senda inn tillögu til matvælaráðuneytisins um sérreglur í samræmi við fyrri óskir sveitarfélagsins.
Sveitarfélagið Hornafjörður - Úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga á fiskveiðiárinu 2025-2026.pdf
Ráðstöfun byggðakvóta tl fiskiskipa í Sveitarfélaginu Hornafirði. Ósk um sérreglur..pdf
7. 202601018 - Staða byggingafulltrúa
Magnús Rannver Rafnsson, byggingarfulltrúi sveitarfélagsins Hornafjarðar, tilkynnti í nóvember sl. um starfslok. Óskað var eftir að starfslok yrðu 10. janúar 2026. Í ljósi yfirstandandi breytinga á byggingareftirliti og óvissu um hlutverk byggingarfulltrúa í nýju umhverfi, er óskað eftir samþykki fyrir að bíða með auglýsingu starfsins og fela Gunnlaugi Róbertssyni, skipulagsfulltrúa, að annast einnig störf byggingarfulltrúa.

Bæjarráð leggur samhljóða til við bæjarstjórn að Gunnlaugur Róbertsson verði byggingarfulltrúi sveitarfélagsins frá og með 11. janúar 2026. Málinu vísað til bæjarstjórnar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:15 

Til baka Prenta