|
Fundargerð ritaði: Jóna Benný Kristjánsdóttir, Sviðsstjóri stjórnsýslusviðs |
|
|
|
| 1. 202511086 - Beiðni um styrk til lagfæringar á dreni á Silfurnesvelli |
Erindi frá Golfklúbbi Hornafjarðar þar sem óskað er eftir 8 milljóna kr. styrk vegna drenunar á 1. braut Silfurnessvallar. Á fundi þann 2.12.2025 óskaði bæjarráð eftir frekari gögnum. Nú hafa skýringar og gögn borist.
|
| Bæjarráð er jákvætt fyrir að veita styrk til framkvæmdarinnar og vísar málinu til mats á fjárhagslegum áhrifum og viðaukagerðar. |
|
|
|
| 2. 202301036 - Hornafjörður náttúrulega |
Kynningu og samráði vegna endurskoðaðrar stefnu sveitarfélagsins, Hornafjörður Náttúrulega!, er nú lokið eftir fjögurra vikna kynningar- og umsagnaferli. Ein athugasemd barst.
|
Bæjarráð felur byggða- og nýsköpunarfulltrúa að bregðast við innsendri athugasemd og taka tillit til hennar.
Þá er samþykkt samhljóða að vísa stefnunni til umfjöllunar í nefndum og ráðum sveitarfélagsins.
|
| HORNAFJÖRÐUR, NÁTTÚRLEGA! STEFNA 2025 - 19.11.25.pdf |
| Aðgerðaáætlun - Umhverfið-loka.pdf |
| Aðgerðaáætlun - Fólkið-loka.pdf |
| Aðgerðaáætlun - Þjónusta-loka.pdf |
|
|
|
| 3. 202512106 - Umsagnarbeiðni- Tækifærisleyfi til áfengisveitinga - Þorrablót Suðursveita og Mýra 2026 |
Erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn við tækifærisleyfi, tímabundið áfengisleyfi vegna Þorrablóts Suðursveita og Mýra.
|
| Bæjarráð veitir samhljóða jákvæða umsögn. |
|
|
|
| 4. 202601008 - Fundargerðir SASS 2026 |
Fundaáætlun Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga fyrir árið 2026 lögð fram.
|
| Fundaáætlunin lögð fram til kynningar. |
|
|
|
| 5. 202601009 - Umsögn- Frumvarp um breytingu á ýmsum lögum vegna sveitarstjórnarkosninga í Grindavík 2026. |
Landskjörstjórn sendi til umsagnar frumvarp um breytingu á ýmsum lögum vegna sveitarstjórnarkosninga í Grindavík 2026. Tilefni fyrirhugaðra lagabreytinga er aðstæður sem skapast hafa í Grindavíkurbæ vegna náttúruhamfara, það er jarðhræringa og eldsumbrota, sem varað hafa frá árinu 2019. Umsagnafrestur er til og með 7. janúar 2026.
https://island.is/samradsgatt/mal/4142
|
| Lagt fram til kynningar. |
|
|
|
| 6. 202601010 - Úthlutun byggðakvóta 2025-2026 |
Erindi frá Matvælaráðuneytinu um úthlutun byggðarkvóta til byggðarlaga á fiskveiðiárinu 2025-2026. Sveitarfélögum er gefinn frestur til 19. janúar nk. til að senda ráðuneytinu tillögur um sérreglur.
Meðfylgjandi er einnig ósk sveitarfélagsins um sérreglur sem samþykktar voru árið 2023.
|
| Bæjarráð felur bæjarstjóra og sviðsstjóra stjórnsýslusviðs að senda inn tillögu til matvælaráðuneytisins um sérreglur í samræmi við fyrri óskir sveitarfélagsins. |
| Sveitarfélagið Hornafjörður - Úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga á fiskveiðiárinu 2025-2026.pdf |
| Ráðstöfun byggðakvóta tl fiskiskipa í Sveitarfélaginu Hornafirði. Ósk um sérreglur..pdf |
|
|
|
| 7. 202601018 - Staða byggingafulltrúa |
Magnús Rannver Rafnsson, byggingarfulltrúi sveitarfélagsins Hornafjarðar, tilkynnti í nóvember sl. um starfslok. Óskað var eftir að starfslok yrðu 10. janúar 2026. Í ljósi yfirstandandi breytinga á byggingareftirliti og óvissu um hlutverk byggingarfulltrúa í nýju umhverfi, er óskað eftir samþykki fyrir að bíða með auglýsingu starfsins og fela Gunnlaugi Róbertssyni, skipulagsfulltrúa, að annast einnig störf byggingarfulltrúa.
|
| Bæjarráð leggur samhljóða til við bæjarstjórn að Gunnlaugur Róbertsson verði byggingarfulltrúi sveitarfélagsins frá og með 11. janúar 2026. Málinu vísað til bæjarstjórnar. |
|
|
|
|
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:15 |