Haldinn í Hofgarði, 13.10.2025 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Matthildur U Þorsteinsdóttir aðalmaður, Laurent Philippe Joseph Jegu varamaður, Jón Ágúst Guðmundsson formaður, Arndís Lára Kolbrúnardóttir .
Fundargerð ritaði: Arndís Lára Kolbrúnardóttir, stjórnsýslu- og upplýsingafulltrúi
Dagskrá:
Almenn mál
1. 202510049 - Björgunarmiðstöð í Öræfum
Minnisblað bæjarstjóra um fyrirhugaða björgunarmiðstöð í Öræfum lagt fram til upplýsinga og umræðu.
Íbúaráð fagnar fyrirhuguðum áætlunum um björgunarmiðstöð í Öræfunum enda mjög mikilvægt og tímabært verkefni. Íbúaráð bendir á mikilvægi þess að samráð verði við hagsmunaaðila á svæðinu.
Á fundi bæjarstjórnar Hornafjarðar þann 09.10.2025 var samþykkt að veita Mílu framkvæmdarleyfi til þess að leggja ljósleiðara á milli Freysness og Fagurhólsmýri um 20 km meðfram þjóðvegi 1.
Íbúaráð fagnar því að leggja eigi ljósleiðara á milli Freysness og Fagurhólsmýri en leggur um leið áherslu á að áfram verði unnið að bættu net og símasambandi í dreifbýlinu, sem er víða ekki öruggt.