Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Fræðslu- og frístundanefnd - 101

Haldinn í ráðhúsi,
17.05.2023 og hófst hann kl. 14:15
Fundinn sátu: Róslín Alma Valdemarsdóttir formaður,
Þóra Björg Gísladóttir varaformaður,
Andri Már Ágústsson aðalmaður,
Kristján Örn Ebenezarson aðalmaður,
Gunnhildur Imsland aðalmaður,
Þórgunnur Torfadóttir .
Fundargerð ritaði: Þórgunnur Torfadóttir, sviðstjóri fræðslu- og tómstundasviðs


Dagskrá: 
Fundargerð
1. 2305004F - Ungmennaráð Hornafjarðar - 81
Fundargerð samþykkt.
 
Gestir
Emil Morávek verkefnastjóri á fræðslu- og frístundasviði
Almenn mál
2. 202303068 - Vöktun áhrifaþátta heilbrigðis 2022
Emil Morávek verkefnastjóri heilsueflandi samfélags fer yfir vöktun áhrifaþátta heilbrigðis og samanburð á niðurstöðum milli 2020 og 2022.

Í heildina koma flestir þættir könnunarinnar verr út 2022 en 2020. Lýðheilsuráð fékk glærurnar til umsagnar og þeirra niðurstaða er að mikilvægt sé að halda áfram að vinna að forvörnum sem byggja á því að efla fjölskylduna og samveru fjölskyldunnar.
 
Gestir
Emil Morávek verkefnastjóri heilsueflandi samfélags
3. 202303012 - Vallarstjórn
Ástand á Jökulfellsvelli og Mánavelli.

Fræðslu- og frístundanefnd óskar eftir því að fá að fyglgjast með ástandi vallanna á fundum sumarsins. Vellirnir eru ekki í góðu standi en það sama má segja um flesta grasvelli á landinu. Þeir koma illa undan vetri. Sú íhlutun sem gerð var á Jökulfellsvelli (tappagötun, teinagötun, söndun og áburður) hefur ekki skilað þeim árangri sem til var ætlast og til stendur að fara aftur í tappagötunina og hafa tappana þá dýpri og breiðari. Ljósta er að setja þarf meira fjármagn í viðhald á vellinum en verið hefur og forstöðumaður mun sækja um það til bæjarráðs. Ástandið á Mánavelli er betra þar sem vorið hefur verið blautt og Mánavellir þola vel mikla vætu. Ekki er búið að athuga með vökvunarkerfi þar en forstöðumaður mun gera það.
Forstöðumaður ætlar að athuga með kostnað við að skipta á flísarnar körfuboltavellinum við Heppuskóla en það er illa farið, mest eftir rafknúin hjól. Ákveðið að óska ætti eftir því við rekstraraðila Hopp hjólanna hvort hægt sé að stilla hjólin þannig að að þau virki ekki inn á skóla- og íþróttasvæðunum.
 
Gestir
Gunnar Ingi Valgeirsson forstöðumaður íþróttamannvirkja og Emil Morávek verkefnastjóri á fræðslu og frístundasviði
4. 202305035 - Nemendakannanir Skólapúlsins 2022-2023
Í Grunnskóla Hornafjarðar eru á hverju ári lagðar fyrir nemendur í 6. - 10. bekk kannanir um virkni nemenda í skólanum, líðan og heilsu og skóla og bekkjaranda. Kannanirnar eru lagðar fyrir alla nemendur einu sinni yfir veturinn og dreifist fyrirlagninginn yfir veturinn. Nú er fyrirlögn lokið og liggja niðurstöður fyrir.

Niðurstöður Skólapúlsins eru yfir heildina mjög góðar og fræðslu- og frístundanefnd óskar starfsfólki og nemendum Grunnskóla Hornafjarðar til hamingju með góðan árangur.
nidurstodur 6-10. bekkja 2023.pdf
 
Gestir
Kristín G. Gestsdóttir skólastjóri, Ann Marie Johansson fulltrúi kennara og Birna Sæmundsdóttir fulltrúi foreldra
5. 202010120 - Innleiðing á Barnvænu sveitarfélagi
Verkefnastjóri Barnsvæns sveitarfélags kynnir stöðu innleiðingar sveitarfélaginu á fundinum.

Barnasáttmáli Sameinuðu Þjóðanna var samþykktur 20. nóvember 1989 og er útbreiddasti
mannréttindasáttmáli í heimi. Öll ríki innan Sameinuðu þjóðanna nema Bandaríkin hafa fullgilt
hann. Á Íslandi var ákveðið að fá Unicef til að hjálpa til við innleiðingu barnasáttmálans og í framhaldinu var farið í að vinna að verkefninu Barnvænt sveitarfélag. Sveitarfélagið Hornafjörður var aðili að því verkefni 2020.
Verkefnið byggir á fimm grunnþáttum og eru þau leiðarstef í gegnum öll skref
innleiðingarferlisins:
Grunnþættirnir :
? 42. gr. Þekkinga á réttindum barna
? 3. gr. Það sem barninu er fyrir bestu
? 2. gr. Jafnræði, að horft sé til réttinda allra barna
? 12. gr. Þáttaka barna
? 6. gr. Barnvæn nálgun
Innleiðingin skiptist í 8 þætti og Hornafjörður er á stigi 3 sem er fræðslustigið (sjá https://barnvaensveitarfelog.is/barnvaen-sveitarfelog/hvad-eru-barnvaen-sveitarfelog/). Stefnt er að því að skila aðgerðaráætlun í október nóvember.
Á fræðslustiginu er ætlast til þess að kjörnir fulltrúar og starfsmenn fái ákveðna fræðslu. Sú fræðsla er rafæn í gegnum unicef.is og nú er verkefnastjóri barnvæns sveitarfélags að vinna í því að koma upplýsingum um fræðsluna til starfsmanna og kjörinna fulltrúa. Óskað er eftir því að fulltrúar sendi verkefnastjóra skjáskot af því þegar þeir hafa fengið viðurkenningu fyrir að hafa lokið fræðslunni.
Barnvænt sveitafélag kynning maí23.pdf
 
Gestir
Sigrún Bessý Guðmundsdóttir verkefnastjóri Barnvæns sveitarfélags
6. 202305011 - Beiðni - Styrkur fyrir haustþingi KSA
Kennarasamtök Austurlands hafa óskað eftir stuðningi við að halda KSA þing í haust.

Sveitarfélagið og skólarnir styrkja haustþingið með því að greiða fyrir ferðir kennara og uppihald þeirra á þinginu í samráði við skólana hverju sinni. Auk þess leggja þau sveitarfélög þar sem þingið er haldið til húsnæði undir þingið. Óskað var eftir dagskrá þingsins fyrir þennan fund en hún hefur ekki borist.
Fræðslu- og frístundanefnd Sveitarfélagsins Hornafjarðar telur haustþing KSA mikilvægan vettvang kennarasamtakanna til að hittast og þróa sig áfram og mun halda áfram að styrkja kennara til að fara á þingið á sama hátt og fyrr. Nefndin telur jafnframt eðlilegt að KSA skoði aðrar leiðir til að fjármagna fyrirlestra og dagskrá svo sem í gegnum sjóði Kennarasambands Íslands.
7. 202305008 - Upplýsingar - Samtökin 78
Að gefnu tilefni vill framkvæmdastjóri Samtakanna '78 Daníel E. Arnarsson í umboði stjórnar, ítreka nokkur atriði til sveitarstjórna á landinu.

Allt fræðsluefni Samtakanna '78 er opinbert á sérstökum fræðsluvef https://otila.is/ sem Samtökin reka
Allt innihald fræðslusamninga sem Samtökin '78 gera er opinbert í ársskýrslum https://samtokin78.is/um-samtokin-78/arsskyrslur-2/
Allir ársreikningar Samtakanna '78 eru opinberir á vefnum https://samtokin78.is/um-samtokin-78/arsreikningar-1/
Samtökin '78 eru félagasamtök og eru á lista almannaheillafélaga


Nefndin þakkar Daníel fyrir þessar upplýsingar. Sveitarfélagið mun nú sem fyrr styðja það að þær stofnanir sem þess óska fái fræðslu um hinseginleikann frá Samtökunum 78.
8. 202305027 - Fagháskólanám í leikskólafræði
Háskóli Íslands stendur fyrir kynningum á fagháskólanámi í leikskólafræðum og verið er að finna tíma til að koma þeirri kynningu að.


9. 202302048 - Starfsmannapúlsinn 2023
Í mars og apríl var starfsmannakönnun lögð fyrir allt starfsfólk sveitarfélagsins í gegnum starfsmannapúlsinn.

Farið yfir heildar niðurstöður starfsmannapúlsins og rætt um mikilvægi þess að fylgja niðurstöðum eftir með því að kynna þær í hverri stofnun fyrir sig og nýta þær síðan við mótun starfsmannastefnu.
10. 202209022 - Betri vinnutími í leikskóla
Bæjarráð vísaði málinu til áframhaldandi vinnu starfsmanns og starfsmanna leikskóla.

Farið yfir stöðuna. Unnið er að útfærslum í samráði við leikskólann og vonandi tekst að ljúka þeirri vinnu fyrir næsta fund.
11. 202303104 - Fræðsludagur á fræðslu- og frístundasviði
16. ágúst næstkomandi verður sameiginlegur starfsþróunardagur á fræðslu- og frístundasviði. Viðfangsefnum dagsins sem verða fjölmenning og uppeldi til ábyrgðar er ætlað að efla færni starfsfólks í að vinna með börnum og ungmennum á sem víðustum grunni því þessi hópur vinnur allur með sömu börnin. Á sama tíma er mikilvægt að nýta vel þá aðila sem koma með fræðslu í sveitarfélagið og þjappa saman hópnum sem vinnur á sviðinu.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:15 

Til baka Prenta