Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Hafnarstjórn Hornafjarðar - 274

Haldinn í ráðhúsi,
30.04.2025 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Halldór Tjörvi Einarsson varaformaður,
Bryndís Hólmarsdóttir aðalmaður,
Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir aðalmaður,
Björgvin Óskar Sigurjónsson aðalmaður,
Helga Valgerður Friðriksdóttir varamaður,
Sigurjón Andrésson , Vignir Júlíusson forstöðumaður Hornafjarðarhafnar.
Fundargerð ritaði: Sigurjón Andrésson, hafnarstjóri / bæjarstjóri


Dagskrá: 
Fundargerðir til kynningar
1. 202402131 - Fundargerðir og erindi Hafnasamband sveitarfélaga 2024
Lagt fram til kynningar.
stjórn Hafnasambands Íslands - 470.pdf
stjórn Hafnasambands Íslands - 471.pdf
Almenn mál
2. 202503102 - Ósk um leyfi fyrir jeppasýningu
Hornafjarðardeild 4X4 óskar eftir leyfi fyrir sýningu á breyttum jeppum á svæðinu þar sem Akurey SF-52 stóð áður, við enda hafnarinnar á Sjómannadaginn þann 1. júní eða 17. júní.

Hafnarstjórn gerir ekki athugasemd við að haldin sé jeppasýning á umræddu svæði þessa daga.

Samþykkt samljóða.
3. 202406082 - Dýpkun á Grynnslum 2025
Munnleg skýrsla Hafnarstjóra og forstöðumanns Hornafjarðarhafnar vegna fundar með Vegagerðinni um dýpkun á Grynnslunum.

Fundur var haldin með fulltrúum Vegagerðarinnar á Teams þann 29. apríl. Farið var yfir stöðu mála varðandi dýpkun á Grynnslunum og næstu mögulegu skref.

Hafnarstjórn hefur áður bókað um að æskilegt væri að fá dýpkunarskip síðsumars sem gæti athafnað sig í góðu tíðarfari og þannig náð að hreinsa meira efni en áður hefur verið gert. Nota mætti þá dýpkun sem innlegg í annars jákvæðar niðurstöður rannsókna sem unnar hafa verið á Grynnslunum og gefa tilefni til bjartsýni.

Hafnarstjórn felur starsfmönnum að vinna áfram að málinu með það markmiði að fá dýpkunarskipið aftur síðsumars.
4. 202504080 - Hafnafundur 2025
Stjórn Hafnasambands Íslands boðar hér með til 12. hafnafundar, sem haldinn verður á Ólafsvík 23.október nk. og gert er ráð fyrir að það hefjist kl. 10.

Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:45 

Til baka Prenta