Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Íbúaráð - Nes og Lón - 4

Haldinn í ráðhúsi,
15.04.2024 og hófst hann kl. 16:15
Fundinn sátu: Herdís Ingólfsdóttir Waage varamaður,
Ólöf Þórhalla Magnúsdóttir formaður,
Ásthildur Gísladóttir aðalmaður,
Bryndís Bjarnarson .
Fundargerð ritaði: Bryndís Bjarnarson, stjórnsýslu- og upplýsingafulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 202206063 - Kjörstaðir í Sveitarfélaginu Hornafirði
Bæjarráð óskar eftir umsögn íbúaráðs um tillögu bæjarráðs um fækkun kjörstaða í sveitarfélaginu um tvo þá verði kjörstaðir í Hofgarði, Hrollaugsstöðum og Höfn. Með þeirri tillögu er kjörstöðum fækkað um tvo, þ.e. í Nesjum og á Mýrum.

Meirihluti íbúaráðs Nes og Lón leggur til að kjörstöðum verði ekki fækkað í sveitarfélaginu.
2. 202211120 - Hverfisráð - Íbúaráð
Íbúaráð Nes og Lón leggur til við bæjarráð að íbúaráð fái að starfa áfram í ljósi þess að ráðið hefur starfað einungis einn vetur og hefur áhuga á halda áfram með þau málefni sem það hefur unnið að.
Erindisbréf íbúaráðs 2023.pdf
3. 202404042 - Söfnun á heyrúlluplasti
Íbúaráð Nes og Lón leggur til að söfnun á heyrúlluplasti verði janúar/febrúar og júní í stað þess að safna á haustin þar sem ekki er farið að gefa búfé á þeim tíma.
4. 202306056 - Menningarstefna 2023
Bæjarráð vísar nýrri menningarstefnu til umsagnar í nefndum sveitarfélagsins.

Menningarstefnan lögð fram til kynningar.
5. 202404055 - Göngu- og hjólastígur í Nes
Íbúaráð Nes og Lón leggur áherslu á að farið verði í vinnu við gerð göngu- og hjólastíg frá Höfn inn í Nesjahverfi.
6. 202404056 - Refaveiðar í sveitarfélaginu
Íbúaráð óskar eftir upplýsingum um hvernig veiðum á refum er háttað í sveitarfélaginu.

Brynja greindi frá hverig skipulagi á refaveiðum er háttað.
Það kom fram í máli hennar að ekki hefur verið auðvelt að fá veiðimenn í refa og minnkaveiðar,
Umhverfisstofnum tekur þátt í kostnaði við refaveiðar með sveitarfélaginu.
Þrátt fyrir að særðar kindur eftir dýrbíta finnist, þá berast ekki tilkynningar um það til sveitarfélagsins.
 
Gestir
Brynja Dögg Ingólfsdóttir sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:20 

Til baka Prenta