Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Hornafjarðar - 1183

Haldinn í ráðhúsi,
12.08.2025 og hófst hann kl. 10:00
Fundinn sátu: Eyrún Fríða Árnadóttir formaður,
Hjördís Edda Olgeirsdóttir varamaður,
Ásgerður Kristín Gylfadóttir aðalmaður,
Sigurjón Andrésson bæjarstjóri, Arndís Lára Kolbrúnardóttir stjórnsýslu- og upplýsingafulltrúi.
Fundargerð ritaði: Arndís Lára Kolbrúnardóttir, Stjórnsýslu- og upplýsingafulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 202507062 - Athugasemd um umferðaröryggi - Smárabraut
Óskað er eftir að settar verða þveranir á Smárabraut vegna hraðaksturs.

Bæjarráð óskar eftir samantekt á þörfinni fyrir þveranir á fleiri stöðum og að heildarinnkaupum sé vísað til mats á fjárhagslegum áhrifum.
2. 202508005 - Uppgjör 2025
Fjármálastjóri fer yfir uppgjörstölur fyrir fyrstu sex mánuði ársins.

Rekstraryfirlit sýnir að jafnvægi er í rekstri sveitarfélagsins og niðurstaða fyrstu sex mánaða í takti við áætlanir.
 
Gestir
Valdís Ósk Sigurðardóttir- fjármálastjóri
3. 202508004 - Ársreikningur og skattframtal v.2024 - Gagnaveita Hornafjarðar ehf
Fjármálastjóri mætir á fund og fer yfir ársreikninginn.

Lagt fram til kynningar.
 
Gestir
Valdís Ósk Sigurðardóttir- fjármálastjóri
4. 202508013 - Fjárhagsáætlun 2026
Verk- og tímaáætlun fjárhagsáætlunar 2026-2029 lögð fram.

Bæjarráð samþykkir samhljóða verk- og tímaáætlun.
 
Gestir
Valdís Ósk Sigurðardóttir- fjármálastjóri
5. 202501087 - Viðaukar við fjárhagsáætlun 2025
Viðauki 9 við fjárhagsáætlun 2025 vegna einskiptis fjárframlag í formi styrks til ASK til uppbyggingar á aðstöðu og æfingabraut í Fjárhúsavík, að upphæð 10.000.000 kr. Viðbótarfjárheimildum verður mætt með lántöku. Viðauki lagður fram til samþykktar.*


Bæjarráð samþykkir samhljóða viðauka 9.*
6. 202506037 - Samstarfssamningur við Akstursíþróttafélag Austur Skaftafellssýslu (ASK)
Drög að samstarfssamning við Akstursíþróttafélag Austur- Skaftafellssýslu lögð fram. Einnig er óskað eftir viðbótar fjármagni vegna einskiptings framlags í formi styrks til félagsins vegna uppbyggingar á aðstöðu og æfingabraut í Fjárhúsavík að upphæð 10.000.0000 kr. sbr. viðauka 9.

Bæjarráð samþykkir framlagðann samning og felur sviðsstjóra fræðslu- og frístundasviðs að ganga frá undirritun við ASK. Ósk um viðbótar fjármagn að upphæð 10.000.000 kr. samþykkt.
Samþykkt samhljóða.
 
Gestir
Valdís Ósk Sigurðardóttir- fjármálastjóri
Þórgunnur Torfadóttir- sviðsstjóri fræðslu- og frístundasviðs
7. 202407038 - Kosning í nefndir
Fulltrúi B-lista Björgvin Óskar Sigurjónsson óskar eftir að fara í leyfi frá störfum sem bæjarfulltrúi frá 01.08.2025 og tekur aftur sæti í bæjarstjórn og sem varamaður í bæjarráði 30.11.2025.
Lagt er til eftirfarandi breytingar á nefndarmönnum B-lista á meðan leyfi stendur.
Gunnar Ásgeirsson kemur inn sem bæjarfulltrúi í stað Björgvins, Gunnhildur Imsland verður 1. varamaður og Íris Heiður Jóhannsdóttir verður 2. varamaður í bæjarstjórn fyrir B-lista. Gunnar Ásgeirsson verður varamaður í bæjarráði í hans stað.*


Bæjarráð samþykkir breytingu á nefndarmönnum B-lista.
Samþykkt samhljóða.*
8. 202407038 - Kosning í nefndir
D-listi óskar eftir að Hjördís Edda Olgeirsdóttir taki sæti Guðbjargar Ómarsdóttur sem 2. varamaður Í Umhverfis- og skipulagsnefnd.*

Bæjarráð samþykkir breytingu á nefndarmönnum D-lista.
Samþykkt samhljóða.*
9. 202506040 - Innviðir og öryggi í Öræfum
Bæjarráð óskaði eftir því við heilbrigðisráðuneytið að sveitarfélagið eigi fulltrúa í þeim starfshópi sem boðað er til af hálfu stjórnvalda um samhæft viðbragð í svæðinu. Svar frá ráðuneytinu barst og er hér lagt fram.

Bæjarráð ítrekar að samtal við sveitarfélagið um málið fari fram sem allra fyrst þar sem sveitarfélagið er virkur samstarfsaðili í verkefninu og hefur til að mynda lagt til húsnæði fyrir viðbragðsaðila á svæðinu.
10. 202508012 - Ósk um styrk vegna markaðsdags Beint frá Býli
Beiðni um styrk til að halda Beint frá býli daginn 24. ágúst 2025 á Miðskeri í Nesjum. Dagurinn verður haldinn hátíðlegur víðsvegar um landið. Markaðsstemning með vörum og kynningu á starfsemi félagsmanna Beint frá býli og Samtaka smáframleiðenda. Óskað er eftir styrk að fjárhæð 250.000 kr. til þess að halda viðburðinn.

Bæjarráð samþykkir umbeiðna styrkbeiðni að upphæð 250.000 kr. en bendir um leið á styrkúthlutanir atvinnu- og menningarmálanefndar sem fer fram ár hvert.
Bæjarráð hvetur íbúa til þess að fjölmenna á viðburðinn.
Samþykkt samhljóða.
*Skv. 32. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Sveitarfélagsins Hornafjarðar kemur fram að, "meðan bæjarstjórn er í sumarleyfi fer bæjarráð með sömu heimildir og bæjarstjórn hefur ella" og fer með fullnaðarákvörðun bæjarstjórnar skv. 337 fundi bæjarstjórnar.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:00 

Til baka Prenta