Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Velferðarnefnd - 41

Haldinn í Miðgarði,
12.05.2025 og hófst hann kl. 16:15
Fundinn sátu: Sveinbjörg Jónsdóttir varaformaður,
Íris Heiður Jóhannsdóttir aðalmaður,
Tinna Rut Sigurðardóttir formaður,
Ingólfur Guðni Einarsson aðalmaður,
Skúli Ingibergur Þórarinsson .
Fundargerð ritaði: Skúli Ingibergur Þórarinsson, sviðsstjóri velferðarsviðs


Dagskrá: 
Fundargerðir til staðfestingar
1. 2504016F - Fjölmenningarráð - 22
Anna Birna Elvarsdóttir gerir grein fyrir fundargerð 22. fundar fjölmenningarráðs sem fram fór 29. apríl s.l.

Anna Birna fór yfir fundargerð 22. fundar fjölmenningarráðs.

Velferðarnefnd þakkar fyrir yfirferðina og lýsir ánægju sinni með sérstaklega vel heppnað verkefni sem fjölþjóða bíókvöldin voru og vonast til að hægt verði að endurtaka það næsta haust.
 
Gestir
Anna Birna Elvarsdóttir
Almenn mál
2. 202503021 - Húsaleigubætur
Trúnaðarmál

Fært í trúnaðarmálabók
 
Gestir
Einar Aron Fjalarsson Fossberg
3. 202505009 - Reglur um stuðningsþjónustu
Lögð eru fram tillaga af nýjum reglum um stuðningsþjónustu í Sveitarfélaginu Hornafirði. Reglurnar taka við núverandi reglum um félagslega heimaþjónustu í Sveitarfélaginu Hornafirði. Vinnsla reglanna er partur af úrbótaáætlun á reglum sem snúa að þjónustu stuðnings- og virkniþjónustu.

Farið yfir drög að nýjum reglum um stuðningsþjónustu. Velferðarnefnd gerir ekki athugasemd við drögin og vísar þeim til frekari umræðu í bæjarráði og öldungaráði.
4. 202505038 - Reglur um stoðþjónustu
Lögð eru fram tillaga af nýjum reglum um stoðþjónustu í Sveitarfélaginu Hornafirði. Reglurnar taka við núverandi reglum um félagslega heimaþjónustu í Sveitarfélaginu Hornafirði. Vinnsla reglanna er partur af úrbótaáætlun á reglum sem snúa að þjónustu stuðnings- og virkniþjónustu.

Velferðarnefnd gerir ekki athugasemd við drög að nýjum reglum um stoðþjónustu og vísar málinu áfram til frekari umræðu í bæjarráði og notendaráði fatlaðs fólks.
5. 202409038 - Endurskoðun reglna um fjárhagsaðstoð
Lögð fram tillaga um uppfærslu á reglum um fjárhagsaðstoð í Sveitarfélaginu Hornafirði. Breytingar snúa að því að uppfæra grunnfjárhæð í samræmi við það sem ákveðið var um áramót, kveða nánar á um hvenær skila beri inn umsóknum, breyting sem felur í sér að umsóknir fari fram í gegnum samræmda gátt á www.island.is og aðrar smávægilegri breytingar.

Velferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við breytingar á reglum um fjárhagsaðstoð í Sveitarfélaginu Hornafirði og vísar málinu áfram til frekari umræðu í bæjarráði.
6. 202410030 - Starfsemi velferðarsviðs 2025
Einar Aron Fjalarsson Fossberg Yfirfélagsráðgjafi hefur sagt upp störfum hjá velferðarsviði og líkur störfum nú við lok þessa mánaðar. Unnið er að því að ganga frá ráðningu við nýjan starfsmann og er útlit fyrir að þegar það klárist geti nýr starfsmaður hafið störf í byrjun júlímánaðar.

Sviðsstjóri leggur fram minnisblað þar sem farið er yfir hvernig hann leggur til að tryggt verði að samfella verði í þeim málum sem eru til vinnslu hjá yfirfélagsráðgjafa í dag.

Þá greindi sviðsstjóri einnig frá því að vorþing Samtaka stjórnenda í velferðarþjónustu og Grunns var haldið hér á Hornafirði dagana 28.-30. apríl s.l.


Sviðsstjóri fór yfir minnisblað um starfsemi á sviðinu og mannabreytingar. Velferðarnefnd þakkar Einari Aroni og Vigdísi Birnu kærlega fyrir vel unnin störf. Jafnframt býður velferðarnefnd Svanfríði Eygló Arnardóttir velkomna til starfa í júlí.

Velferðarnefnd fagnar því hversu vel tókst til við að halda vorfundi Samtaka stjórnanda í velferðarþjónustu og Grunns og gaman að heyra hversu mikið lof starfsmenn fengu fyrir utanumhald sem og sviðið sem heild fyrir sína starfsemi.
7. 202406067 - Frumkvæðisathugun á akstursþjónustu fyrir fatlað fólk og aldrað fólk
Gæða- og eftirlitsstofnun (GEV) framkvæmdi frumkvæðisathugun á akstursþjónustu fyrir fatlað fólk og aldrað fólk árið 2024. Framlögð er skýrsla stofnunarinnar um niðurstöður frumkvæðisathugunarinnar.

Skýrsla um frumkvæðisathugun á akstursþjónustu fatlaðs fólks og aldraðs fólks lögð fram til kynningar.
Frumkvæðisathugun á akstursþjónustu sveitarfélaga.pdf
8. 202412045 - Framtíðarsýn um málefni aldraðra 2026-2030
Farið yfir stöðuna á vinnu við framtíðarsýn í málefnum aldraðra

Sviðsstjóri fór yfir þá vinnu sem fram hefur farið og vinnustofurnar tvær sem haldnar voru í Ekrunni núna í apríl. Vinnustofurnar voru ágætlega sóttar og frábær vinna fór fram á hvorri vinnustofu. Nú stendur yfir vinna við að greina þau gögn og setja saman drög að framtíðarsýn. Þá mun einnig vera farið með fund í dreifbýlið og íbúum þar gefinn kostur á að hafa áhrif á þá vinnu sem er í gangi. Sá fundur verður auglýstur síðar.

Velferðarnefnd þakkar þeim sem mættu á vinnustofurnar og hefur miklar væntingar til þeirrar vinnu sem er í gangi. Jafnframt hvetur nefndin íbúa í dreifbýlinu til að mæta á fund þegar hann verður haldinn.
9. 202505005 - Umsókn um styrk vegna uppbyggingu aðgengismála fyrir fatlað fólk 2025
Sveitarfélagið Hornafjörður fékk úthlutað allt að 10.307.319 kr. úr Fasteignasjóði Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Upphæðin kemur 50% til móts við útlagðan kostnað sveitarfélagsins við framkvæmdir sem bæta aðgengismál í opinberum byggingum, almenningssamgöngum, útivistarsvæðum og almenningsgörðum.

Úthlutun úr Fasteignasjóði Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga lagt fram til kynningar.

Velferðarnefnd vísar málinu til umsagnar í umhverfis- og skipulagsnefnd og leggur áherslu á að unnin verði greining á þeim verkefnum sem mögulega gætu fallið undir þennan styrk til tryggja sem besta nýtingu á þessum fjármunum.
Adgengisverkefni_bref til allra frá Sigrúnu.pdf
10. 202505041 - Rekstur velferðarsviðs 2025
Sviðsstjóri fer yfir rekstrartölur velferðarsviðs á fyrsta ársfjórðungi 2025

Sviðsstjóri fór yfir lykiltölur í rekstri á fyrsta ársfjórðungi. Reksturinn er innan áætlunar.
Velferðarsviðs - Restur - Fyrsti ársfjórðungur.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00 

Til baka Prenta