Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Atvinnu- og menningarmálanefnd - 57

Haldinn í ráðhúsi,
22.11.2023 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Sigrún Sigurgeirsdóttir formaður,
Hjördís Edda Olgeirsdóttir aðalmaður,
Amylee Vitoria da Silva Trindade Fulltrúi ungmennaráðs,
Emil Örn Moravek Jóhannsson 1. varamaður,
Tinna Rut Sigurðardóttir 1. varamaður,
Bjarni Ólafur Stefánsson varamaður,
Eyrún Helga Ævarsdóttir Menningarmiðstöð, Árdís Erna Halldórsdóttir atvinnu og ferðamál.
Fundargerð ritaði: Eyrún Helga Ævarsdóttir, Forstöðumaður Menningarmiðstöðvar


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 202302057 - Staða á atvinnumarkaði í Sveitarfélaginu Hornafirði 2023
Lagt fram til kynningar.


Alls á skrá í þessum póstnúmerum er 35 einstaklingar.

Skipist svo á póstnúmer:

780: 15 einstaklingar
781: 16 einstaklingar
785: 6 einstaklingar
2. 202003090 - Vatnajökulsþjóðgarður - fundargerðir stjórnar og svæðisráðs
Lagt fram til kynningar.

191.fundur stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs - 16.10.2023.pdf
Svæðisráð suðursvæðis - 122.pdf
3. 202311120 - Menningarverðlaun Suðurlands
Menningarmiðstöð Hornafjarðar hlaut Menningarverðlaun Suðurlands árið 2023. Viðurkenningin var veitt á ársþingi Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) í Vík þann 26. október sl. en alls bárust 19 tilnefningar um 14 verkefni af öllu Suðurlandi.

Í rökstuðningi dómnefndar segir að „Menningarmiðstöð Hornafjarðar hafi unnið glæsilegt starf í þágu menningar í Sveitarfélaginu Hornafirði og gefið einstaklega jákvæða mynd af Austur- Skaftafellssýslu, menningu og menningararfi sýslunnar. Verðlaunin eru samfélags- og hvatningarverðlaun SASS á sviði menningar á Suðurlandi“.

Þá kemur einnig fram að „starf Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar sé metnaðarfullt, þar sem áhersla er lögð á samfélagið, börnin og fjölmenningu.
Árlega eru fjölmargar sýningar og annað viðburðahald sem gera menningu hátt undir höfði og hefur Menningarmiðstöðin vakið athygli á landsvísu fyrir sitt öfluga starf. Gott samstarf er við fjölmörg félagasamtök og einstaklinga“.

Menningarmiðstöðin hefur í gegnum tíðina fengið styrki bæði frá SASS og Safnaráði, auk þess sem sérverkefni hafa stundum hlotið styrki frá öðrum stofnunum.


Um leið og nefndin þakkar fyrir styrki til starfsins óskar hún Menningarmiðstöð Hornafjarðar innilega til hamingju með menningarverðlaunin. Einnig má nefna að í nóvember úthlutaði stjórn SASS styrkjum frá Uppbyggingarsjóði Suðurlands. Margir einstaklingar og félagasamtök voru á listanum, það var gaman að sjá hve mörg verkefni úr sveitarfélaginu Hornafirði hlutu framgang þar og hve fjölbreyttar hugmyndirnar voru. Nefndin óskar öllum styrkþegum innilega til hamingju.
4. 202310090 - Úthlutunarreglur menningarstyrkja 2023
Lagt fram til samþykktar.

Atvinnu- og menningarmálanefnd samþykkir framlagðar reglur.
5. 202303123 - Endurskoðun aðalskipulags Sveitarfélagsins Hornafjarðar
Samantekt frá íbúafundi á Höfn vegna endurskoðunar aðalskipulags.

Lagt fram til kynningar og bent á að sambærilegir fundir verða haldnir á Fosshótel Vatnajökli í Nesjum mánudaginn 27. nóvember og í Hofgarði Öræfum þriðjudaginn 28. nóvember. Íbúar í dreifbýlinu eru hvattir til að mæta á þá fundi og taka þátt í vinnunni varðandi endurskoðun aðalskipulags.
A1609-063-U01 Samantekt um íbúafund á Höfn 12.10.2023 til yfirlestrar BDI og JÍI.pdf
6. 202311124 - Ferðaþjónusta til 2023 - Stefna og aðgerðaáætlun
Haustið 2022 hófst vinna við uppfærslu á stefnuramma ferðaþjónustunnar til 2030 sem lauk í byrjun árs 2023. Framtíðarsýn íslenskrar ferðaþjónustu er að vera leiðandi í sjálfbærri þróun á grunni efnahags-, umhverfis- og samfélagslegs jafnvægis. Í því felst að ferðaþjónustan sé arðsöm og samkeppnishæf í sátt við land og þjóð, að ferðaþjónustan stuðli að bættum lífskjörum og hagsæld á Íslandi og að ferðaþjónustan sé þekkt fyrir sjálfbæra þróun, gæði og einstaka upplifun. Í uppfærðum stefnuramma, sem myndar grunn að ferðamálastefnu til 2030, eru 12 áherslur sem deilast á fjórar lykilstoðir; efnahag, samfélag, umhverfi og gesti. Aðgerðaáætlun ferðamálastefnu mun fylgja eftir þeirri framtíðarsýn, markmiðum og áherslum.

Fyrstu drög að aðgerðum eru nú lagðar fram til kynningar og umsagnar inni á samráðsgátt stjórnvalda. Opið er fyrir umsagnir til 23. nóvember 2023.


Atvinnu- og menningarmálanefnd fagnar þeirri vinnu sem farin er af stað og hvetur hagsmunaaðila í sveitarfélaginu til að kynna sér drög að stefnunni sem fyrir liggur. Bent er á að stefnan mun fara aftur inn á samráðsgáttina á seinni stigum vinnunnar.
Fyrstu drög að aðgerðum í aðgerðaráætlun ferðamálastefnu 2030 nóv. 2023.pdf
7. 202311125 - Afgreiðsla atvinnu- og rannsóknasjóðs 2024
Tillaga að auglýsingu fyrir atvinnu- og rannsóknasjóð 2024 auk tímalínu lögð fyrir atvinnu- og menningarmálanefnd.

Atvinnu- og ferðamálafulltrúa falið að auglýsa næstu úthlutun atvinnu- og rannsóknasjóðs.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00 

Til baka Prenta