Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarstjórn Hornafjarðar - 293

Haldinn í ráðhúsi,
13.01.2022 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Ásgerður Kristín Gylfadóttir 1. varaforseti,
Kristján Sigurður Guðnason aðalmaður,
Íris Heiður Jóhannsdóttir 1. varamaður,
Finnur Smári Torfason 2. varamaður,
Páll Róbert Matthíasson 2. varaforseti,
Bryndís Hólmarsdóttir aðalmaður,
Sæmundur Helgason aðalmaður,
Matthildur Ásmundardóttir bæjarstjóri, Bryndís Bjarnarson stjórnsýslu- og upplýsingafulltrúi.
Fundargerð ritaði: Bryndís Bjarnarson, stjórnsýslu- og upplýsingafulltrúi


Dagskrá: 
Fundargerð
1. 2112006F - Bæjarráð Hornafjarðar - 1018
Til máls tók Páll Róbert Matthíasson undir 4. lið Málefni FAS og lagði til að bæjarstjórn samþykki að gera bókun bæjarráðs að sinni.
"Bæjarstjórn tekur undir þungar áhyggjur skólanefndar Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) af fjárhagsstöðu skólans. Skólinn hefur snúið vörn í sókn með eflingu fjallamennskunáms þar sem aðsókn í námið hefur aukist verulega síðustu misseri samhliða þróun atvinnugreinarinnar í sveitarfélaginu. FAS er afar mikilvægur samfélaginu bæði sem grunnþjónusta varðandi menntun ungmenna jafnt sem öflugur vinnustaður. Verði fjárveitingar skv. fjárlögum 2022 ekki endurskoðaðar mun það leiða til harkalegs niðurskurðar á starfseminni sem muni hafa áhrif á samfélagið allt."
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
Forseti bar fundargerðina upp til samþykktar.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
2. 2112009F - Bæjarráð Hornafjarðar - 1019
Páll Róbert Matthíasson tók til máls undir 10. lið, útboð byggingar hjúkrunarheimilis. Til andsvars Matthildur Ásmundardóttir. Páll Róbert tók einnig til máls undir 1. lið atvinnu- og menningarmálanefnd undir 1. lið umhverfisstefnur.
Til máls tók Íris Heiður Jóhannsdóttir undir 2. lið fræðslu- og tómstundanefnd 4. lið biðlisti á leikskóla. Til máls tók Kristján S. Guðnason undir 4. lið Húsnæðismál Vatnajökulsþjóðgarðs - ósk um samstarf.
Til máls tók Sæmundur Helgason undir 2. lið fræðslu- og tómstundanefnd 4. biðlisti á leikskóla.
Forseti bar fundargerðina upp til samþykktar.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
3. 2201002F - Bæjarráð Hornafjarðar - 1020
Forseti bar fundargerðina upp til samþykktar.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
4. 2112005F - Bæjarstjórn Hornafjarðar - 292
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Almenn mál
5. 202110040 - Íbúakosning um aðal- og deiliskipulag Innbæ
Forseti lagði til að bæjarstjórn samþykki að framkvæmd verði rafræn íbúakosning um aðal- og deiliskipulag Innbæ. Framkvæmd íbúakönnunarinnar verði rafræn, hún verði ráðgefandi og að kosningaaldur verði miðaður við 16 ár. Bæjarráð leggur til að kosningin fari fram 5.-11. mars n.k.
Bæjarstjórn samþykkir með sjö atkvæðum að framkvæmd verði rafræn íbúakosning um aðal- og deiliskipulag þétting byggðar innbæ 5.-11. mars nk. og vísar málinu til samþykktar ráðherra skv. 3. gr. reglugerð um undirbúning, framkvæmd og fyrirkomulag rafrænna íbúakosninga og gerð rafrænnar kjörskrár.
6. 202101107 - Gjaldskrá sorphirðu og sorpeyðingar 2022
Gjaldskrá sorphirðu og sorpeyðingu fyrir heimili og frístundahús er lögð fram til samþykktar á ný en hún var samþykkt á fundi bæjarstjórnar 10. desember 2021. Eina efnislega breytingu þarf að gera á gjaldskránni. Í 2. gr. undir grunngjald, óski greiðendur eftir fleiri sorpílátum greiðist viðbótargjald, því fellur út: "Græn tunna eða ker", í staðinn verður sá liður: "Græn tunna". Þar sem eingöngu er hægt að fá auka græna tunnu ekki ker.
Bæjarstjóri lagði til að bæjarstjórn samþykki gjaldskrá sorphirðu og sorpeyðingar 2022 með áorðnum breytingum.


Páll Róbert Matthíasson tók til máls, til andsvars Matthildur Ásmundardóttir.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
Gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpeyðingu fyrir heimili 2022 (breyting).pdf
7. 1904057 - Deiliskipulag: Reynivellir II
Finnur Smári Torfason greindi frá að skipulagið var endurauglýst frá 15. júní til 29. júlí 2021. Bæjarstjórn tók málið fyrir á fundi sínum þann 19. ágúst og samþykkti nýtt deiliskipulag og sendi Skipulagsstofnun. Umsögn skipulagsstofnunar barst 27. október þar sem gerð var athugasemd við staðfestingu skipulagsins og þess krafist að framkvæmdaraðili sendi Skipulagsstofnun greinargerð með tilkynningu til ákvörðunar um matsskyldu í samræmi við lög um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda og áætlana nr. 111/2021. Nú hefur Skipulagsstofnun með bréfi dags. 13. janúar 2022ákvarðað að skipulagið er ekki matskylt skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda og áætlana.
Lagði til að bæjarstjórn samþykki skipulagið og færi inn breytingar í samræmi við afgreiðslubréf Skipulagsstofnunar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og auglýsi deiliskipulagið í B. deild Stjórnartíðinda.


Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
Deiliskipulag Reynivalla II.pdf
8. 202003097 - Deiliskipulag - Breiðabólsstaður Hali
Finnur Smári Torfason greindi frá tillögu að deiliskipulagi fyrir Breiðabólsstaðartorfu.
Markmið með deiliskipulaginu er að móta ramma um byggð á Breiðabólsstaðartorfu og staðsetja grunninnviði. Skilgreindar eru byggingarheimildir til að þróa byggðina áfram og efla starfsemi á svæðinu, í samræmi við stefnumörkun í aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Gert er ráð fyrir frekari uppbyggingu íbúðarhúsnæðis fyrir fasta íbúa og starfsfólk sem býr í skemmri tíma á staðnum. Ennfremur gistirými í viðbyggingum við gistihús sem þegar standa og nýjum smáhýsum. Heimiluð er endurnýjun eldri húsa og bygging nýrra til notkunar í landbúnaði og til að þróa ferðaþjónustu á staðnum. Kynningarfundur var haldinn 12. janúar 2022.
Lagði til að bæjarstjórn samþykki tillögu að deiliskipulagi og vísi henni í lögformlegt ferli skv. 40. og 41. gr. skipulagslaga.


Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
Breiðabósstaðartorfa_deiliskipulag_uppdráttir_D1-3.pdf
Breiðabósstaðartorfa_deiliskipulag_greinargerð.pdf
9. 202109093 - Deiliskipulag - Hálsasker - Svínafell 2
Í ljósi viðbótargagna frá Veðurstofu Íslands er málinu frestað.
10. 202112087 - Umsókn um byggingarheimild - Volasel, endurbygging fjárhúss að hluta
Guðfinna Benediktsdóttir óskar eftir byggingarheimild fyrir endurbyggingu fjárhúss að Volaseli, húsið fauk í óveðri síðasta vetur. Framkvæmdir hafa þegar farið fram og hefur fjárhúsið verið lengt um einn m. til austurs. Ekki er til gildandi deiliskipulag fyrir svæðið.
Forseti lagði til að framkvæmdir verða heimilaðar skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga og að fallið verði frá grenndarkynningu skv. 3. mgr. 44 gr. skipulagslaga enda varðar breytingin ekki hagsmuni annarra en umsækjanda.


Samþykkt með sjö atkvæðum.
11. 202201034 - Umsókn um lóð - Vesturbraut 6
Umsókn Mikael ehf. um lóð að Vesturbraut 6. Ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir svæðið.
Bæjarráð mælir með lóðarúthlutuninni.
Forseti lagði til að bæjarstjórn samþykki lóðarúthlutunina.


Samþykkt með sjö atkvæðum.
12. 202201029 - Skýrsla bæjarstjóra
Bæjarstjóri gerði grein fyrir störfum sínum síðastliðinn mánuð.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:45 

Til baka Prenta