|
|
| 1. 2509019F - Fræðslu- og frístundanefnd - 129 |
Fundargerð fræðslu- og frístundanefndar númer 129 lögð fram.
|
| Lagt fram til kynningar. |
|
|
|
|
|
| 2. 202510032 - Umsögn um útgáfu rekstrarleyfis - Gistileyfi flokkur II- B stærra gistiheimili - Hafnarbraut 11- F2180656 |
Erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn vegna leyfis til reksturs Gististaðir í flokki II - B stærra gistiheimili, Central Stay Hofn.
|
| Bæjarráð veitir samhljóða jákvæða umsögn. |
|
| |
| Gestir |
| Bartek Andersson Kass- Sviðstjóri Mannvirkjasviðs |
|
|
| 3. 202505068 - Innsent erindi frá Golfklúbbi Hornafjarðar |
Golfklúbbur Hornafjarðar hefur á undanförnum mánuðum að því að skýra framtíðarsýn sína fyrir Silfurnesvöll og nærliggjandi útivistarsvæði. Þau hafa lagt fram ýmsar hugmyndir sem tengja saman uppbyggingu golfvallarins, útivist, lýðheilsu, skipulagsmál og sjálfbæra nýtingu jarðefna. Með minnisblaðinu sem liggur hér fyrir fáum við yfirsýn yfir hugmyndir þeirra og möguleg næstu skref. Þetta er mál sem snertir bæði skipulagsvinnu og innviði og mikilvægt að nálgast það heildstætt og í góðu samstarfi við klúbbinn.
|
Bæjarráð lýsir yfir ánægju með metnaðarfull áform um framtíðarsýn Silfurnesvallar og nærliggjandi útivistarsvæða. Bæjarráð óskar eftir nánari gögnum um áformin, forgangsröðun verkefna og tímalínu frá Golfklúbbnum.
Ásgerður Kristín Gylfadóttir gerir athugasemd við að lóðirnar Silfurbraut 44 og 46 séu teknar úr úthlutun þar sem áform Golfklúbbsins séu mjög óljós og óskar eftir frekari gögnum til að styðja við áformin varðandi lóðirnar.
Að mati fulltrúa K og D lista er jafnræðis gætt með því að bíða með úthlutun lóðanna við Silfurbraut 44 og 46 þar til Golfklúbbnum hefur gefist svigrúm til að kynna sínar framtíðarhugmyndir og áform um uppbyggingu Silfurnesvallar og nærliggjandi útivistarsvæða.
|
|
| |
| Gestir |
| Halldóra Katrín Guðmundsdóttir |
| Bartek Andersson Kass- Sviðstjóri Mannvirkjasviðs |
| Halldóra Bergljót Jónsdóttir |
|
|
| 4. 202410030 - Starfsemi velferðarsviðs 2025 |
Sviðsstjóri kynnir tillögu varðandi ráðningu skjala og þjónustufulltrúa á velferðarsviði. Síðan sviðið flutti í Miðgarð þjónustumiðstöð á Víkurbraut 24 hefur ekki verið stöðugildi til að sinna skjalamálum, móttöku og öðrum almennum skrifstofustörfum á sviðinu. Starfsemin hefur þróast mikið á þessum tíma, verkefnum fjölgað og nú er svo komið að sviðsstjóri telur nauðsynlegt að skoða það gaumgæfilega hvort hægt sé að þróa stöðugildið innan sviðsins. Samhliða þeim breytingum verði gerðar viðeigandi breytingar á öðrum starfslýsingum á sviðinu sem verða fyrir áhrifum á nýju stöðugildi. Lagt er fram minnisblað og drög að starfslýsingu skjala og þjónustufulltrúa á velferðarsviði.
|
| Bæjarráð samþykkir samhljóða tillöguna. |
|
| |
| Gestir |
| Skúli Ingibergur Þórarinsson - Sviðstjóri velferðarsviðs |
|
|
| 5. 202412030 - Samþykkt um kjör fulltrúa Sveitarfélagsins Hornafjarðar |
Sviðsstjóri stjórnsýslusviðs leggur fram tillögu að breytingu á greiðslum til formanna nefnda og ráða í samræmi við umræður í bæjarráði þann 30. september sl.
|
Bæjarráð felur sviðsstjóra stjórnsýslusviðs að gera leiðréttingu á samþykktinni í samræmi við umræður á fundinum og vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Samþykkt samhljóða. |
|
| |
| Gestir |
| Jóna Benný Kristjánsdóttir - Sviðstjóri stjórnsýslusviðs |
|
|
| 6. 202410049 - Umsókn um lóð - Hafnarbraut 13 |
Lagt fram erindi frá Reyni Ásgeirssyni, fyrir hönd Andreyn ehf., þar sem óskað er eftir fresti til að skila inn aðaluppdráttum vegna lóðarinnar Hafnarbraut 13. Ástæða beiðninnar er yfirstandandi kynning á áformum fyrir lóðina, en henni var úthlutað til félagsins þann 17. október 2024.
|
Bæjarráð samþykkir að veita lóðarhafa frest til þess að afla samþykkis aðaluppdrátta til 14. janúar 2026. Samþykkt samhljóða. |
|
| |
| Gestir |
| Bartek Andersson Kass- Sviðstjóri Mannvirkjasviðs |
|
|
| 7. 202305064 - Umsókn um lóð - Álaugarvegur 12 |
Loftur Jónsson fékk úthlutaða lóðina Álaugarveg 12 þann 27.júlí 2023. Hann fékk frest á að skila inn samþykktum byggingaráforum til 27.04.2023 og til að hefja framkvæmdir til 27.7.2024.
Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 18.06.2024 að framlengja frest til að afla samþykkis byggingaráforma á lóð til 30.09.2024.
Bæjarráð samþykkti 08.10.2024 að veita frest til 31. desember 2024
Samkvæmt 8. gr. áðurgreindra reglna er Bæjarráð Sveitarfélagsins Hornafjarðar heimilt að afturkalla úthlutaða lóð, hafi m.a. tímamörk skv. b-lið. 1. mgr. 7. gr. ekki verið virt.
Lóðarhafi fékk bréf um afturköllun lóðarinnar þann 2. júní 2025 og fékk hann 10 daga til að skila inn athugasemdum. Engar athugasemdir bárust.
|
Bæjarráð samþykkir að afturkalla lóðina samkv. 8.gr. reglum sveitarfélagsins um úthlutun lóða. Starfsmönnum falið að auglýsa lóðina lausa til úthlutunar á kortasjá sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða. |
|
| |
| Gestir |
| Bartek Andersson Kass- Sviðstjóri Mannvirkjasviðs |
|
|
| 8. 202109071 - Umsókn um lóð - Hafnarbraut 6 |
Á 291. fundi bæjarstjórnar þann 11. nóvember 2021 var samþykkt úthlutun byggingarréttar fyrir lóðina Hafnarbraut 6 (L159638).
Bæjarráð hefur í þrígang veitt lóðarhafa frest til að hefja framkvæmdir:
Þann 1. september 2022 var veittur frestur til 1. desember 2022. Þann 1. desember 2022 var veittur frestur til 1. febrúar 2023. Þann 9. febrúar 2023 var veittur frestur til 1. ágúst 2023.
Engin byggingaráform hafa verið lögð fram og framkvæmdir hafa ekki hafist á lóðinni. Lóðarhafa var tilkynnt um fyrirhugaða afturköllun lóðar með bréfi dagsettu 26. september 2025. Engar athugasemdir bárust.
|
Bæjarráð samþykkir að afturkalla lóðina. Málinu vísað til umræðu í umhverfis- og skipulagsnefnd.
Samþykkt samhljóða.
|
|
| |
| Gestir |
| Bartek Andersson Kass- Sviðstjóri Mannvirkjasviðs |
|
|
Eyrún Fríða Árnadóttir vék af fundinum undir þessum lið. Guðrún Stefanía Vopnfjörð Ingólfsdóttir kom í hennar stað. Gauti Árnason tók við fundarstjórn.
|
| 9. 202306046 - Framkvæmd byggingar hjúkrunarheimilis |
Minnisblað bæjarstjóra um byggingu nýs hjúkrunarheimilis lagt fram.
|
| Lagt fram til kynningar. |
|
| |
| Gestir |
| Jóna Benný Kristjánsdóttir - Sviðstjóri stjórnsýslusviðs |
|
|
| 10. 202510038 - Kvennaverkfall 2025 |
Framkvæmdastjórn Kvennaárs hefur boðað til kvennaverkfalls þann 24. október þegar fimmtíu ár eru frá því að fyrsti kvennafrídagurinn var haldinn á Íslandi.
|
| Bæjarráð hvetur konur á vinnustöðum sveitarfélagsins að taka virkann þátt í deginum og skipuleggja viðburð í tilefni dagsins. |
|
|
|
| 11. 202509092 - Gjaldskrár fræðslu- og frístundasviðs sem hækka 1.jan 2026 |
Fræðslu- og frístundanefnd leggur til að hækka gjaldskrá Sundlaugar Hafnar, Vöruhúss og dagforeldra um 3,7% í samræmi við hækkun vísitölu.
Einnig leggur fræðslu- og frístundanefnd til að frístundastyrkurinn verði hækkaður skv. minnisblaði.
|
| Bæjarráð fór yfir tillögur nefndarinnar, málinu vísað til frekari vinnu sviðsstjóra. |
|
|
|
| 12. 202510016 - Breyting á reglum um gjaldskrá lengdrar viðveru - Kátakots |
Fræðslu- og frístundanefnda leggur til að 30% afsláttur fyrir einstæða foreldra gildi í Kátakoti líkt og í leikskólanum
|
| Bæjarráð fór yfir tillögur nefndarinnar, málinu vísað til frekari vinnu sviðsstjóra. |
|
|
|
| 13. 202510021 - Styrkbeiðni vegna Legó hönnunarkeppni í Reykjavík |
Á fundi bæjarráðs þann 07.10.2025 var óskað eftir frekari upplýsingum um styrkbeiðni vegna Legó hönnunarkeppninnar í Reykjavík. Óskað er eftir 100.000 kr. vegna viðhalds og endurnýjun á tækjum fyrir keppnina.
|
Bæjarráð samþykkir að veita styrk að upphæð 100.000 kr. og vísar umræðu um viðhald og endurnýjun á tækjum til fræðslu- og frístundasviðs.
Samþykkt samhljóða. |
|
|
|