Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Umhverfis- og skipulagsnefnd - 59

Haldinn í ráðhúsi,
30.05.2023 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Gunnlaugur Róbertsson formaður,
Elías Tjörvi Halldórsson 1. varamaður,
Þröstur Jóhannsson aðalmaður,
Helga Árnadóttir aðalmaður,
Ásgerður Kristín Gylfadóttir aðalmaður,
Brynja Dögg Ingólfsdóttir umhverfis- og skipulagstjóri .
Fundargerð ritaði: Brynja Dögg Ingólfsdóttir, umhverfis- og skipulagsstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 202303111 - Holt á Mýrum - breyting á aðalskipulagi
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti breytingu á íbúðarsvæði ÍB 12 í Holti á Mýrum á fundi sínum 26. apríl 2023. Breytingin snýr að fjölgun íbúða á svæðinu. Skipulagsstofnun óskar eftir skýrari rökum fyrir því að breytingin sé óveruleg.

Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að staðfest verði þau rök sem koma fram í meðfylgjandi gátlista er varðar rökstuðning fyrir breytingunni.
Gátlisti.pdf
2. 202303122 - Breyting á íbúðarbyggð ÍB5 á Höfn - Breyting á aðalskipulagi
Skipulagslýsing vegna breytingar á reit ÍB5 í aðalskipulagi var kynnt í skipulagsgátt Skipulagsstofnunar, heimasíðu sveitarfélagsins og í héraðsblaðinu Eystrahorni. Kynningartími var frá 1. maí með fresti til að skila inn umsögnum og ábendingum til 15. maí en var svo framlengt til 22. maí.
Umsagnir bárust frá UST, Minjastofnun Íslands, Náttúrufræðistofnun Íslands og Skipulagsstofnun.


Umhverfis- og skipulagsnefnd vísar innkomnum umsögnum í vinnslu aðalskipulagsbreytingarinnar og deiliskipulagstillögu.
Umsögn 1 - Minjastofnun Íslands.pdf
Umsögn 2 - Náttúrufræðistofnun Íslands.pdf
Umsögn 3 - UST.pdf
Umsögn 4 - Skipulagsstofnun.pdf
3. 202302008 - Deiliskipulag íbúabyggðar vegna ÍB5
Nordic Office of Arcitecture kynna fyrstu drög að deiliskipulagi íbúðabyggðar á ÍB5.

Lagt fram til kynningar.
4. 202205085 - Breyting á aðalskipulagi - Leiðarhöfði
Skipulagslýsing vegna breytingar á Leiðarhöfða í aðalskipulagi var kynnt í skipulagsgátt Skipulagsstofnunar, heimasíðu sveitarfélagsins og í héraðsblaðinu Eystrahorni. Kynningartími var frá 1. maí með fresti til að skila inn umsögnum og ábendingum til 15. maí en var svo framlengt til 22. maí.
Umsagnir bárust frá Náttúrustofnu Suðausturlands og Minjastofnun Íslands.


Þar sem röng gögn fóru inn á Skipulagsgátt leggur nefndin til að auglýst verði að nýju.
5. 202204007 - Lóðir J og K, Útbæ Höfn - Breyting á deiliskipulagi
Umhverfis- og skipulagsnefnd fjallaði um hugmyndir Góðrar framkvæmdar ehf. um uppbyggingu við Ósland á fundi 12.desember 2023.
Lögð eru fram frekari útfærsla á hugmyndum á lóðum J og K við Ósland.


Umhverfis- og skipulagsnefnd hefur nú borist nánari útfærsla á fyrirhugaðri uppbyggingu á lóðunum. Umhverfis- og skipulagsnefnd ítrekar að á lóðunum skal að hámarki byggja 2ja hæða húsnæði. Nefndin óskar eftir frekari gögnum um byggingarmagn og hvernig tillagan fellur að gildandi deiliskipulagi.
6. 202305101 - Lóðir C-F Útbæ Höfn - Breyting á deiliskipulagi
Marina travel óskar eftir stækkun á byggingarreit og heimild til að byggja útsýnisbar ofan á 3ju hæðina og hækkun hámarkshæðar 3ju hæðar um 1m.

Umhverfis- og skipulagsnefnd getur ekki fallist á að um óverulega breytingu á deiliskipulagi sé að ræða heldur verulega í þeirri umsókn sem er til umfjöllunar. Nú þegar hefur deiliskipulaginu verið breytt umtalsvert og beinir nefndin því til umsækjanda að vinna innan skilmála þess.
7. 202305066 - Hepputorg, bílastæði - Breyting á deiliskipulagi
Erindi dagsett 9. maí 2023 þar sem Hilmar Stefánsson, f.h. Hepputorgs ehf, sækir um breytingu á bílastæðum framan við Hepputorg.

Óskað er eftir afstöðu annarra eigenda hússins. Málinu vísað til umsagnar Hafnarstjórnar.
8. 202304048 - Fyrirspurn til skipulagsstjóra - Stækkun á bílastæði
Óskað hefur verið eftir leyfi til að bæta við bílastæði við Bjarnahól 3. Aðeins 3 bílastæði eru við eignina. Við þetta fengi hvor íbúð 2 bílastæði.
Umhverfis- og skipulagsnefnd fjallaði um málið á fundi 2. maí 2023 og óskaði eftir afstöðu annarra eigenda að Bjarnahóli 3-5 til erindisins.


Skilað hefur verið inn samþykki allra fasteignaeigenda við Bjarnahól 3-5.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið. Frágangur á lóðamörkum skal vera unninn í samráði við starfsmenn sveitarfélagsins.
9. 202305047 - Byggingarleyfisumsókn - Flatey, birgðageymir
Flateyjarbúið ehf. sækir um leyfi til að klára hálfbyggða kornhlöðu við Flatey.
Fyrirhugað er m.a. að gera steypt plan austan við kornhlöðuna og koma fyrir þurrkunarbúnaði og vinnusvæði vegna kornþurrkunar, skv. framlögðum teikningum. Ekki er til gildandi deiliskipulag fyrir svæðið en skv. aðalskipulagi er um að ræða landbúnaðarsvæði.


Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að heimilt sé að klára byggingu kornhlöðu við Flatey. Ef um frekari byggingar er að ræða skal grenndarkynna þær fyrir eigendum félagsræktar Flateyjar skv. 1.mgr. 44.gr. skipulagslaga.
S4-34 islanti.pdf
10. 202305097 - Leyfi fyrir gám á lóð Golfklúbbs Hornafjarðar
Erindi dagsett 25. maí 2023 þar sem stjórn Golfklúbbs Hornafjarðar óskar eftir leyfi til að staðsetja gám á lóðinni sem hluta af starfsemi félagsins við Dalbraut.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að kynna erindið lóðarhöfum lóða að Mánabraut 1 og 3.
11. 202210004 - Byggingarleyfisumsókn - Hafnarbraut 16, viðbygging, breyting á innra skipulagi
Þingey ehf hefur tilkynnt um breyttar áætlanir um uppbyggingu á Hafnarbraut 16. Erindið var grenndarkynnt 25. apríl með athugasemdarfresti til 25. maí 2023.
Tvær athugasemdir bárust.


Umhverfis- og skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við að gefið verði út byggingarleyfi á grunni grenndarkynntra gagna þegar fullnægjandi gögn hafa borist, skv. 44.gr. skipulagslaga. Starfsmönnum er falið að fylgja eftir ábendingum um að fallvarnir og frágangur á lóðamörkum sé fullnægjandi. Málinu visað til bæjarstjórnar.
12. 202305093 - Byggingarleyfisumsókn - Seljavellir III, 5 íbúða raðhús á tveimur hæðum
Hjalti Egilsson sækir um leyfi til að reisa 5 íbúða raðhús á tveimur hæðum á Seljavöllum 3 samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum. Ekki er til gildandi deiliskipulag fyrir svæði, en samkvæmd aðalskipulagi er um að ræða landbúnaðarsvæði.

Umhverfis- og skipulagsnefnd óskar eftir frekari gögnum.
13. 202305099 - Umsókn um lóð við Ægissíðuveg
Erindi dagsett 25. maí 2023 þar sem Lovísa R. Bjarnadóttir f.h. Rósabergs ehf, sækir um iðnaðarlóð undir efnislager við Ægissíðuveg við salthauga.

Starfsmanni falið að skoða mögulegar lóðir á svæðinu og skilmála.
14. 202305078 - Fyrirspurn um atvinnulóð fyrir Eimskip
Erindi dagsett 16. maí 2023 þar sem Sigfús Már Þorsteinsson f.h. Eimskips óskar eftir 3500-4000 m2 lóð fyrir starfsemi fyrirtækisins. Fyrirhuguð uppbygging fyrirtækisins á nýju svæði miðast við að auka þjónustu sína enn frekar og bregðast við auknum flutningum til og frá svæðinu.
Húsnæðisþörf er áætluð um 500-600 m2 bygging með 3-4 m vegghæð.


Umhverfis- og skipulagsnefnd felur starfsmanni að ræða við umsóknaraðila.
15. 202302083 - Leyfi fyrir salernisgám við Víkurbraut 3
Fyrir hönd Sveitarfélagsins Hornafjarðar er óskað eftir að svæði á lóð Víkurbraut 3 merkt á meðfylgjandi uppdrætti verði skilgreint á lóðauppdrætti sem skipulagt svæði fyrir WC-gám. Ljóst er að salernisaðstaða er nauðsynlegt á umræddu íþróttasvæði og að fyrirhuguð staðsetning hentar henni betur.

Umhverfis og skipulagsnefnd samþykkir að viðeigandi svæði innan lóðar verði skilgreint til geymslu salernisgáms.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:20 

Til baka Prenta