Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Fræðslu- og frístundanefnd - 127

Haldinn í ráðhúsi,
13.08.2025 og hófst hann kl. 16:15
Fundinn sátu: Róslín Alma Valdemarsdóttir formaður,
Þóra Björg Gísladóttir varaformaður,
Steindór Sigurjónsson aðalmaður,
Kristján Örn Ebenezersson aðalmaður,
Gunnhildur Imsland aðalmaður,
Þórgunnur Torfadóttir .
Fundargerð ritaði: Þórgunnur Torfadóttir, sviðsstjóri fræðslu- og frístundasviðs


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 202406005 - Framkvæmd: Sindrabær breytingar 2024
Fundurinn hófst á skoðunarferð um Sindrabæ þar sem endurbætur á húsnæðinu eru á lokametrunum.

Fræðslu- og frístundanefnd líst vel á endurbæturnar í Sindrabæ og hlakkar til að sjá húsið ganga í endurnýjun lífdaga bæði í Tónskólanum en einnig á félags- og menningarsviðinu. Fræðslunefnd óskar Tónskólanum og bæjarbúum öllum til hamingju með Sindrabæ.
 
Gestir
Jóhann Morávek skólastjóri Tónskóla A-Skaft og forstöðumenn á fræðslu og frístundasviði.
2. 202507063 - Staðan á fræðslu- og frístundasviði í upphafi skólaárs 25-26
Farið yfir stöðuna á fræðslu- og frístundasviði í upphafi skólaárs 2025-26.


Forstöðumenn mættu á fundinn og deildu upplýsingum um stöðuna í byrjun skólaárs. Fullmannað er í Íþróttamiðstöðinni fyrir veturinn og nokkuð vel hefur gengið að ráða í skólana. Enn vantar þó í nokkrar stöður á Sjónarhól þegar líða fer á veturinn en reiknað er með að þar verði um 130 börn þegar líður á skólaárið. Biðlistinn mun eyðast þegar aðlögun haustsins verður lokið og börn eiga að komast að um 12 mánaða aldur hér eftir. Í Hofgarði er fullmannað en verið að leita að afleysingu og lítur vel út með það. 9 nemendur verða í skólanum í vetur, 6 í grunnskólanum og 3 í leikskólanum. Í Grunnskóla Hornafjarðar og Tónskólanum er nokkurn veginn fullmannað. Í Grunnskóla Hornafjarðar verða um 240 nemendur en innritun í Tónskólann er ekki lokið.
Það má því segja að ráðningar hafi gengið vel þó það sé áhyggjuefni hversu lítil endurnýjun er á menntuðum kennurum sérstaklega í leikskólanum, en einnig í grunnskólanum ekki síst í stöður sem krefjast fagmenntunar s.s. sérkennslu.
Fræðslu- og frístundanefnd þakkar forstöðumönnum fyrir komuna og greinagóðar upplýsingar.
 
Gestir
Þórdís Þórsdóttir, Maríanna Jónsdóttir, Áróra Gústafsdóttir og Jóhann Morávek skólastjórar
Emil Morávek tómstundafulltrúi og Gunnar Ingi Valgeirsson forstöðumaður Íþróttamiðstöðvar.
3. 202502064 - Heillaspor
Skólaskrifstofa Hornafjarðar í samráði við skólastjórnendur og stjórnendur frístundastarfs sveitarfélagsins Hornafjarðar hefur sótt um að innleiða Heillaspor í skóla- og frístundastarf sveitarfélagsins. Samhliða umsókninni var sótt um styrk til MRN til að standa straum af kostnaði við verkefnið.
Heillaspor er heildræn nálgun til að styðja við farsæla þátttöku barna í skóla- og frístundastarfi og er innleiðing þess leidd af Miðstöð menntunar og skólaþjónustu (MMS). Heillaspor hefur verið þýtt og staðfært að íslenskum aðstæðum samkvæmt samningi við Nurture International í Bretlandi.
Heillaspor styðja við innleiðingu á tengsla- og áfallamiðaðri nálgun í inngildandi skóla og frístundastarfi og er eitt stærsta framlag yfirvaldi til að styðja við áherslur farsældarlaganna í almennu skólastarfi.
Verði umsókn sveitarfélagsins samþykkt, starfsfólk reiðubúið að hefja innleiðinug og fáist styrkur til verkefnisins er gert ráð fyrir að innleiðing hefjist á komandi skólaári og standi í a.m.k. tvö ár.


Mál lagt fram til kynningar. Fræðslu- og frístundanefnd líst vel á verkefnið og styður það eindregið.
 
Gestir
Forstöðumenn á sviðinu boðið að sitja undir þessum lið
4. 202504029 - Vallarstjórn 2025
Vallarstjórn kom saman fimmtudaginn 7. ágúst.

Fræðslu- og frístundanefnd þakkar fyrir fundargerðina. Vallarsvæðið og umhverfi þess er mikið notað allt árið og því mikilvægt að huga vel að því, bæði viðhaldi og þrifum. Þá skiptir líka máli að horfa til endurnýjunar og uppbyggingar á svæðinu og eðlilegt að gera það í tengslum við skólann, hönnun hans og skólalóðar.
 
Gestir
Emil Morávek tómstundafulltrúi og Gunnar Ingi Valgeirsson forstöðumaður Íþróttamiðstöðvar.
5. 202504033 - Vinnuskóli Hornafjarðar 2025
Farið yfir málefni vinnuskólans að afloknu starfssumri.

Fræðslu- og frístundanefnd þakkar fyrir greinagóða skýrslu. Óvenju fá börn voru í vinnuskólanum í sumar eða 23 og þar af 15 úr 7. bekk og unnu þau bara fyrir hádegi. Þetta fámenni hafði vissulega áhrif á afköstin en þar sem flokkstjórarnir voru 5 þá náðu þau að halda flestum boltum á lofti.
 
Gestir
Emil Morávek tómstundafulltrúi
6. 202502009 - Starfshópur um húsnæðismál Grunnskóla Hornafjarðar
Drög að erindisbréfi vegna starfshóps um húsnæðismál Grunnskóla Hornafjarðar lög fram.


Fræðslu- og frístundanefnd gerði lítilshátta breytingar á erindisbréfinu og vísar til bæjarráðs.

 
Gestir
Þórdís Þórsdóttir skólastjóri Grunnskóla Hornafjarðar, Inga Rósa Ingvadóttir fulltrúi foreldra
7. 202506037 - Samstarfssamningur við Akstursíþróttafélag Austur Skaftafellssýslu (ASK)
Mál lagt fram til kynningar.



Bæjarráð samþykkti einskiptis styrk til ASK og hefur nú gert samstarfssamning við félagið. Fræðslu- og frístundanefnd fagnar þessu framtaki og óskar ASK velfarnaðar.
8. 202507021 - Menntastefna til 2030, 2.hluti
Mál lagt fram til kynningar.

2021 lögðu stjórnvöld fram menntastefnu til 2030 og í kjölfarið hafa komið aðgerðaáætlanir. Á þessum fundi var önnur aðgerðaráætlun lögð fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00 

Til baka Prenta