Haldinn í Miðgarði, 09.12.2025 og hófst hann kl. 16:15
Fundinn sátu: Goran Basrak aðalmaður, Nejra Mesetovic formaður, Bartek Andresson Kass aðalmaður, Maciej Rózanski aðalmaður, Anna Birna Elvarsdóttir embættismaður.
Fundargerð ritaði: Anna Birna Elvarsdóttir, verkefnastjóri fjölmenningarmála
Dagskrá:
Almenn mál
1. 202509069 - Skaftfellingur
Atvinnu- og menningarmálanefnd sveitarfélagsins óskaði eftir því á fundi sínum 22. október að starfsmaður hennar kynni fyrir fjölmenningarráði útgáfu Skaftfellings sem fyrirhuguð er árið 2026 og óska eftir virkri þátttöku ráðsins.
Fjölmenningarráð tók vel í hugmyndir atvinnu- og menningarmálanefndar um að hafa einn kafla í næstu útgáfu Skaftfellings um fjölmenningu í Sveitarfélaginu Hornafirði. Ráðinu þykir vænt um að hugsað er til þessa fjölmenna hóps í sveitarfélaginu og er starfsmanni ráðs falið að vinna frekar í málinu.
2. 202412045 - Framtíðarsýn um málefni aldraðra 2026-2030
Frá því í vor hefur verið unnið að gerð framtíðarsýnar í málefnum aldraðra fyrir árin 2026-2034 í Sveitarfélaginu Hornafirði. Haldnar voru vinnustofur í þéttbýlinu í apríl og maí, niðurstöður þeirra lagðar fyrir íbúaráð í dreifbýli og haldin voru opin hús í félagsheimilum í dreifbýlinu dagana 9.-11. september. Nú liggja fyrir drög að stefnunni sem byggja á þeirri vinnu sem hefur farið fram og lagðar eru fyrir fastanefndir sveitarfélagsins til kynningar og umsagnar.
Fjölmenningarráð gerir engar athugasemdir við stefnuna sjálfa. Ráðið bætir þó við að það myndi vilja sjá slíka stefnu fyrir erlenda íbúa í framtíðinni.