Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Hornafjarðar - 1109

Haldinn í ráðhúsi,
05.12.2023 og hófst hann kl. 10:00
Fundinn sátu: Guðrún Stefanía Vopnfjörð Ingólfsdóttir varamaður,
Gauti Árnason varaformaður,
Ásgerður Kristín Gylfadóttir aðalmaður,
Sigurjón Andrésson bæjarstjóri, Bryndís Bjarnarson .
Fundargerð ritaði: Bryndís Bjarnarson, stjórnsýslu- og upplýsingafulltrúi


Dagskrá: 
Fundargerð
1. 2311017F - Hafnarstjórn Hornafjarðar - 261
Frestað til næsta fundar.
Almenn mál
2. 202309074 - Fjárhagsáætlun Hornafjarðarhafna 2024
Nýtt uppfært skjal komið inn með nýrri launaáætlun.

Fjárhagsáætlunin samþykkt og vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
3. 202309076 - Gjaldskrá Hornafjarðarhafnar
Bæjarráð samþykkir gjaldskrá Hornafjarðarhafna og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
 
Gestir
Vignir Júlíusson forstöðumaður Hornafjarðahafna
4. 202310027 - Uppbygging innviða á Jökulsárlóni
Fulltrúar Ferðamálafélags Austur-Skaftafellssýslu gerðu grein fyrir áætlunum um reksturs félags sem hefur hug á að byggja upp innviði á Jökulsárlóni.
Hugmyndir um málþingi sem halda á um aðkomu heimamanna að uppbyggingu innviða á Jökulsárlóni.


Bæjarráð þakkar fulltrúum FASK fyrir kynninguna og þann mikla kraft sem er innan félagsins og samstöðu um stofnun fasteignafélags um uppbyggingu innviða við Jökulsárlón.
Starfsmönnum falið að undirbúa málþing, sem haldið verður strax eftir áramót, um fyrirhugaða uppbyggingu á Jökulsárlóni og áhrif hennar á nærsamfélagið í Hornafirði og hagsmuni sveitarfélagsins.
 
Gestir
Reynir Ásgeirsson fulltrúi FASK
Ágúst Elvarsson fulltrúi FASK
Haukur Ingi Einarsson fulltrúi FASK
5. 202308073 - Fjárhagsáætlun 2024-2027
 
Gestir
Anna Lilja Henrysdóttir fjármálastjóri
6. 202309020 - Málstefna
Lögð fram drög að málstefnu sveitarfélagsins.

Bæjarráð vísar málstefnunni til kynningar í nefndum og ráðum sveitarfélagsins.
 
Gestir
Þórgunnur Torfadóttir sviðsstjóri fræðslu- og frístundasviðs
7. 202211018 - Málefni Sindra
Erindi frá Sindra þar sem óskað er eftir styrk til að endurnýja eldri bifreið félagsins.

Erindið rætt með tilliti til fjárhagsáætlunar fyrir árið 2024.
Bæjarráð samþykkir að taka þátt í endurnýjun bifreiðar UMF Sindra enda öryggi iðkenda forgangsmál fyrir sveitarfélagið.
8. 202311017 - Frístundastyrkir 2023
Heildarnýting á frístundastyrknum er um 73% það sem af er ári.
Fræðslu- og frístundanefnd leggur til að styrkurinn hækki úr 50.000 krónum í 75.000 krónur á ári fyrir 6-18 ára börn og úr 10 í 15 þúsund fyrir 5 ára.


Bæjarráð samþykkir að hækka frístundastyrkinn í 65.000 kr. fyrir 6-18 á ári og 12.500 fyrir 5 ára.
9. 202310160 - Sorpmál 2023
Farið var yfir breytingar á tunnukerfi við hirðingu á heimilisúrgangi og gjaldskrá sorpmála.
Ljóst er að málaflokkurinn stendur ekki undir sér og þörf á miklum hækkunum til að svo verði.
Starfsmönnum falið að vinna áfram að málinu og leggja fram sviðsmyndir að minni hækkun en kom fram á fundinum og taka innleiðinguna á nýrri gjaldskrá í smærri skrefum.
 
Gestir
Brynja Dögg Ingólfsdóttir sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
Xiaoling Yo verkefnastjóri umhverfismála
10. 202311094 - Ábending- Bráðvantar gangbraut yfir Hafnarbrautina hjá tjaldsvæðinu
Erindi frá börnunum, Bryndísi Björk, Sigurbirni Ívari og Gunnari Leo þau óska eftir gangbraut yfir Hafnarbrautina hjá tjaldsvæðinu svo þau geti farið örugg yfir götuna.

Bæjarráð þakkar fyrir frábært erindi frá börnunum og vill upplýsa að fulltrúar Vegagerðarinnar verða á Höfn á næstunni þar sem meðal annars þessi ósk verður tekin til umfjöllunar. Á þessum vegkafla er Hafnarbrautin þjóðvegur í þéttbýli og fellur undir verkefni Vegagerðarinnar. Bæjarráð tekur heilshugar undir að þörf er á gangbraut á þessum stað.
11. 202311093 - Umsókn um styrk til forvarna
Erindi frá Bergi Jónssyni f.h. Sjálftraust.is þar sem hann óskar eftir styrk til verkefnis gegn kvíða og þunglyndi.

Vísað til fræðslu- og frístundanefndar og forvarnarteymis sveitarfélagsins.
12. 202311188 - Umsögn um tillögu til þingsályktunar um gjaldfrjálsar skólamáltíðir
Erindi frá Alþingi þar sem óskað er eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um gjaldfrjálsar skólamáltíðir.
Umsagnarfrestur er til 11. desember


Bæjarráð fagnar því ef ríkið hyggst taka þátt í fæðiskostnaði skólabarna og minnir á að fjármagn skuli fylja þeim verkefnum sem ríkið skuldbindur sveitarfélög að framfylgja.
Til umsagnar 402. mál frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis.pdf
13. 202312006 - Til umsagnar 84.mál um millilandaflug um Hornafjarðarflugvöll
Erindi frá Alþingi þar sem óskað er eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um millilandaflug um Hornafjarðarflugvöll. Umsagnarfrestur er til 11. desember

Bæjarráð hvetur til þess að aðstaðan við flugvöllin verði bætt og völlurinn nýttur til millilandaflugs.
Til umsagnar 84. mál frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis.pdf
14. 202311023 - Ósk um umsögn vegna flugeldasýningar
Erindi frá Björgunarfélagi Hornafjarðr þar sem óskað er eftir heimild landeigenda til að halda flugeldasýningu og umsögn.

Bæjarráð samþykkir flugeldasýninguna og gefur jákvæða umsögn.
15. 202312007 - Til umsagnar 73.mál- Sveitastjórnarlög (fjöldi fulltrúa í sveitastjórn)
Erindi frá Alþingi þar sem óskað er eftir umsögn við þingsályktunartillögu um sveitarstjórnarlög. Umsagnarfrestur er til 11. desember

Lagt fram til kynningar.
Til umsagnar 73. mál frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis.pdf
16. 202302041 - Fundargerðir - Samtök orkusveitarfélaga 2023
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
17. 202303059 - Fundargerðir - Samband íslenskra sveitarfélaga
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 938.pdf
18. 202301088 - Fundargerðir stjórnar SASS
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð ársþings SASS 2023.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:00 

Til baka Prenta