Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Umhverfis- og skipulagsnefnd - 42

Haldinn í ráðhúsi,
19.09.2022 og hófst hann kl. 18:00
Fundinn sátu: Gunnlaugur Róbertsson formaður,
Skúli Ingibergur Þórarinsson varaformaður,
Þröstur Jóhannsson aðalmaður,
Elías Tjörvi Halldórsson 1. varamaður,
Ásgerður Kristín Gylfadóttir aðalmaður,
Brynja Dögg Ingólfsdóttir umhverfis- og skipulagstjóri , Stefán Aspar Stefánsson verkefnastjóri.
Fundargerð ritaði: Brynja Dögg Ingólfsdóttir, umhverfis- og skipulagsstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 202108112 - Fyrirhugað sorpútboð 2022
Lagt fram minnisblað starfsmanns um stöðu málsins.

Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til að unnið verði áfram að innleiðingu fjögurra tunnu kerfis í samræmi við lög um meðhöndlun úrgangs. Nefndin telur það umhverfisvænni og fýsilegri kost en að leitast eftir undanþágum sem leiða til aðlögunar við hirðingu sem gæti orðið kostnaðarsamari. Þannig verði best uppfyllt markmið laganna, hringrásarhagkerfis og umhverfisstefnu sveitarfélagsins.
2. 202208069 - Starfshópur - Tillögur um nýtingu vindorku
Starfshópurinn um nýtingu vindorku hefur tekið til starfa og ákveðið að hefja samráðsferli strax. Sveitarfélögum er boðið að senda sjónarmið sín til starfshópsins. Einnig er gert ráð fyrir því að starfshópurinn fundi með hagaðilum síðar á þessu ári þar sem um gagnkvæmari samskipti verði að ræða.

Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur áherslu á að lög um nýtingu vindorku virði skipulagsvald sveitarfélaga. Eðlilegt er að setja fram viðmið eða leiðbeiningar um hvernig vinna skal með viðkvæm svæði og viðkvæma þætti, eins og áhrif á náttúrufar og friðlýst svæði, fuglalíf, ferðamennsku, grenndarrétt og ásýnd, við vinnslu skipulags og mats á umhverfisáhrifum. Sérstaklega ætti að gera grein fyrir áhrifum á friðlýst svæði s.s. Vatnajökulsþjóðgarð. Gera þarf kröfur um að við uppsetningu vindorkuvera sé unnið með bestu aðgengilegu tækni (BAT) á hverjum tíma til að tryggja gæði og lágmarka umhverfisáhrif. Fyrir sveitarfélögin er einnig mikilvægt að tryggja að greidd séu fasteignagjöld af vindorkuverum. Nefndin telur mikilvægt að unnið sé hratt og vel að því að skýra laga- og leyfisveitingaramma fyrir vindorkuver til framleiðslu á grænni orku.
3. 202208098 - Umsögn - Náma við Breiðárlón á Breiðamerkursandi
Vegagerðin hefur sent Skipulagsstofnun meðfylgjandi tilkynningu móttekin 26. ágúst 2022, um ofangreinda framkvæmd skv. 19. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.
Í samræmi við 20. gr. laga nr. 111/2021 er óskað eftir að Sveitarfélagið Hornafjörður gefi umsögn um ofangreinda framkvæmd.
Um er að ræða efnistöku úr námu E63 Breiðárlón. Gert er ráð fyrir að tekið verði í áföngum um 200.000m3 af bergi næstu 15-20 árin. m 100.000 m3 til viðhaldsaðgerða í
farvegi Jökulsár á ofangreindu tímabili og 100.000 m3 ef byggja þarf nýjar strandvarnir austan Jökulsár. Áður hefur verið unnið um 71.000 m3 af bergi úr námunni. Í fyrirspurn um matsskyldu er gerð grein fyrir mögulegum umhverfisáhrifum á landslag, jarðmyndanir og fugla.


Umhverfis- og skipulagsnefnd telur að í skýrslunni sé nægilega gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, umhverfisáhrifum, mótvægisaðgerðum og vöktun og því ekki þörf á frekara mati á umhverfisáhrifum. Nefndin vekur athygli á því að í aðalskipulagi sveitarfélagsins er náman skilgreind sem 3 ha í flokki 4. Samkvæmt því er heimilt að taka úr námunni allt að 149.999 m3. Því þarf Vegagerðin að óska eftir breytingu á aðalskipulagi og afstöðu sveitarfélagsins um hvort deiliskipuleggja skuli efnistökusvæðið áður en framkvæmdaleyfi er veitt.
Teikningar með kynningarskýrslu - Náma E-63 við Breiðárlón á Breiðamerkursandi í Sveitarfélaginu Hornarfirði.pdf
Náma E-63 við Breiðárlón á Breiðamerkursandi í Sveitarfélaginu Hornafirði - Kynningaskýrsla.pdf
4. 202206055 - Fyrirspurn til skipulagsstjóra - Hafnarbraut 16
Skinney Þinganes óskar eftir að fá að vinna aðaluppdrætti fyrir Hafnarbraut 16 með þeim breytingum á útliti og umfangi hússins sem framlagðar teikningar sýna. Reiknað er með að eldri hluti hússins verði að stærstum hluta endurbyggður í núverandi mynd en viðbygging fái nýtt útlit. Innra fyrirkomulagi verði breytt talsvert. Innréttaðar verða 6 íbúðir. Reiknað er með að koma fyrir 6 bílastæðum á lóð.
Erindið var grenndarkynnt skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 5. ágúst til 5. september 2022. Engar athugasemdir bárust.


Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að heimila framkvæmdir á lóðinni skv. framlögðum teikningum án deiliskipulagsgerðar enda er framkvæmdin í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar í samræmi við 44. gr. skipulagslaga.
Málinu vísað til bæjarstjórnar.
2215-grendarkynning .pdf
5. 202209021 - Kyljuholt á Mýrum - Deiliskipulag
Lagt er fram erindi Jón Kristinns Jónssonar þar sem óskað er eftir að fá að leggja fram deiliskipulag fyrir hluta Kyljuholts á Mýrum.

Umhverfis- og skipulagsnefnd heimilar að unnið verði deiliskipulag á svæðinu skv. framlögðum gögnum.
Málinu vísað til bæjarstjórnar.
101648-MIN-Kyljuholt Erindi.pdf
6. 202209031 - Breyting á deiliskipulagi - Hafnarsvæði við Krossey
Skinney-Þinganes hf. óskar eftir breytingu á gildandi skilmálum deiliskipulags Hafnarsvæði við Krossey fyrir reit á Krosseyjarvegi 2 austan við fiskvinnsluhús. Deiliskipulag gerir ráð fyrir 10 m mænishæð, en óskar er eftir að mænishæð verði færð í 17 metra.

Umhverfis- og Skipulagsnefnd felur starfsmanni að fá nánari útfærslu á staðsetningu og útliti fyrirhugaðrar byggingar og samþykkir að grenndarkynna óverulega breytingu á deiliskipulagi skv. 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga 123/2010. Nefndin óskar einnig umsagnar slökkviliðsstjóra.
7. 202209051 - Hreystigarður á Höfn
Fyrirhugað er að setja upp hreystigarð á Höfn. Í garðinum verða tæki til þol-, styrkt­ar- og teygjuæf­inga. Tæk­in eru ætluð full­orðnum. Umhverfis- og skipulagsnefnd hefur verið falið að huga að staðsetningu garðsins eða svæða undir slík tæki.



Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til að sett verði upp tæki á tveimur stöðum, liðleikatæki í nágrenni við Ekruna og styrktartæki við Ægissíðustíg. Málinu vísað til fræðslu- og frístundanefndar til umsagnar.
8. 202208094 - Ábending um eldstæði
Ábending um að setja upp eldstæði á Höfn.

Umhverfis- og skipulagsnefnd felur starfsmanni að skoða mögulegar staðsetningar með það í huga að efla vannýtt útivistarsvæði og fá álit grunnskólans og slökkviliðsstjóra.
9. 202209045 - Ákvörðun um endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins Hornafjarðar 2012-2030
Að loknum hverjum sveitarstjórnarkosningum skal sveitarstjórn meta hvort ástæða sé til að endurskoða aðalskipulag skv. skipulagslögum.
Umhverfis- og skipulagsstjóri leggur til að forsendur vegna aðalskipulags Sveitarfélagsins Hornafjarðar verði uppfærðar og að boðað verði til vinnufunda um skipulagsmál í október. Niðurstöður greiningar á stöðu mála verði settar fram í greinargerð sem skipulagsnefnd og bæjarstjórn leggja til grundvallar við ákvörðun um endurskoðun.


Umhverfis- og skipulagsnefnd felur starfsmanni að vinna málið áfram og boða til vinnufunda. Nefndin leggur til að settur verði á laggirnar stýrihópur vegna vinnu við endurskoðun aðalskipulags.
10. 202209052 - Umsókn um byggingarheimild - Skaftafell 3A , fjögur gestahús
Verkefnið Skaftafell ehf. óskar eftir frávik frá deiliskipulagi Skaftafells III og IV hvað varðar hámarkshæð útveggja. Í greinargerð deiliskipulagsins kemur fram að hámarkshæð útveggja er 4,5m og hámarksmænishæð er 6m mælt yfir gólfplötu. Beðið er um leyfi fyrir fráviki sem heimilar vegghæð að vera þá sömu og heildarhæð byggingarinnar, þ.e. 6 metrar, þar sem fyrirhuguð er að reisa hús með einhalla þaki.



Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til að bæjarstjórn heimili að vikið sé frá kröfum um breytingu á deiliskipulagi og grenndarkynningu, þar sem um svo óveruleg frávik er að ræða að hagsmunir nágranna skerðast í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn, sbr. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Málinu vísað til bæjarstjórnar.
SKAFTAFELL 3A.pdf
11. 202209054 - Seljavellir 2 - Verslun og þjónusta, Breyting á aðalskipulagi
Sveitarfélagið áformar breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar 2012-2030 í landi Seljavalla 2 land vegna fyrirhugaðra áforma landeiganda um uppbyggingu ferðaþjónustu.
Lögð er fram skipulagslýsing vegna aðalskipulagsbreytingarinnar og vegna deiliskipulags svæðisins.


Umhverfis- og skipulagsnefnd óskar eftir uppfærðum gögnum í samræmi við heildaráform landeiganda.
12. 202209050 - Breyting á námu í Hornafjarðarfljótum - E34
Vegagerðin óskar eftir leyfi til efnistöku norðan við skilgreinda afmörkun námu#5 (Hornafjarðarfljóti) í verkinu þverun Hornafjarðar, eins og tilgreint er á meðfylgjandi teikningu.
Í ljós kom við athugun að mun heppilegra, grófara, efni til vegagerðar er að finna á svæðinu eftir því sem norðar er farið og því óskað eftir því að fá að taka efni á þessu svæði.
Stærð námunnar fyrir breytingu er um 7.207.000 m2, en viðbótarsvæðið sem óskað er eftir eru 226.310 m2. Um er að ræða breytingu á afmörkun námunnar vegna breytinga á árfarvegi frá upphaflegum áætlunum. Ekki er um að ræða aukið efnismagn.


Umhverfis- og skipulagsnefnd telur að um sé að ræða minniháttar breytingu á deiliskipulagi og framkvæmdaleyfi og leggur til að heimilt verði að taka efni skv. framlögðum gögnum án breytingar á deiliskipulagi í samræmi við 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga enda munu hagsmunir nágranna skerðast í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn. Nefndin setur þann fyrirvara á afgreiðslu sinni að leyfi landeiganda liggi fyrir og að gengið verði frá þessum hluta námunnar um leið og hægt er.
Málinu vísað til bæjarstjórnar.
Hornafjörður_ Ósk um breytingu á afmörkun námu 5.pdf
B-02_Hornarfjörður_Teiknihefti.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00 

Til baka Prenta