Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Umhverfis- og skipulagsnefnd - 107

Haldinn í ráðhúsi,
17.12.2025 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Þröstur Jóhannsson aðalmaður,
Helga Árnadóttir aðalmaður,
Ásgerður Kristín Gylfadóttir aðalmaður,
Sindri Sigurjón Einarsson Fulltrúi ungmennaráðs,
Hjördís Edda Olgeirsdóttir formaður,
Elías Tjörvi Halldórsson varaformaður,
Gunnlaugur Róbertsson Skipulagsfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Róbertsson, Skipulagsfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 202010016 - Deiliskipulag Heildarendurskoðun fyrir Skaftafell
Tillaga að heildarendurskoðun deiliskipulags í Skaftafelli var auglýst frá 22. september til 3. október 2025. Um er að ræða nýtt deiliskipulag sem fellir hið fyrra úr gildi. Ekki er um að ræða róttæka breytingu á fyrirkomulagi mannvirkja og aðstöðu. Skerpt er á stefnumörkun um ýmis atriði en helstu breytingar felast í rýmkuðum byggingarreit fyrir gestastofu og breyttu fyrirkomulagi starfsmannaíbúða í Sandaseli.

Helga Árnadóttir vék af fundi undir þessum lið.
Umsagnir bárust vegna deiliskipulagstillögu og hefur verið brugðist við þeim. Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til að tillaga verði send til yfirferðar Skipulagsstofnunar í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Málinu vísað til bæjarstjórnar.
2. 202512050 - Breyting á deiliskipulagi við Jökulsárlón
Tekin er fyrir verkefnis- og matslýsing vegna breytingar á deiliskipulagi við Jökulsárlón. Náttúruverndarstofnun hefur ákveðið að vinna breytingu á deiliskipulagi vegna breyttra forsendna sem snúa að því að endurskoða staðsetningu megin þjónustusvæðisins austan megin Jökulsár. Breytingar taka til uppbyggingar aðstöðu, aðkomu að svæðinu og bílastæðum, tengingum innan svæðis, legu hringvegar og tengingar við hann.

Helga Árnadóttir vék af fundi undir þessum lið.
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til að verkefnis- og matslýsing verði kynnt í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga. Málinu vísað til bæjarstjórnar.
3. 202511061 - Breyting á deiliskipulagi Nýtt verslunar og þjónustu svæði á Höfn
Óveruleg breyting á deiliskipulagi verslunar- og þjónustusvæðis á Höfn tekin fyrir.

Starfsmanni falið að vinna áfram í málinu í samræmi við umræður á fundinum.
4. 202511097 - Breyting á deiliskipulagi - Borgarhöfn Neðribær
Tekin er fyrir ósk um breytingu á deiliskipulagi Borgarhöfn-Neðribær, reiturinn er skv. aðalskipulagi Hornafjarðar 2012-2030 skilgreindur sem verslun- og þjónusta. Samkvæmt aðalskipulagi er heimilt að vera með sölu á gistingu, tjaldsvæði og frístundahús og eru skilmálar deiliskipulags í samræmi við það. Markmið breytingar miðar að færslu og breytingu lóðarstærða ásamt því að heimila fasta búsetu á einni lóðanna.

Hjördís Edda Olgeirsdóttir vék af fundi undir þessum lið.
Starfsmanni falið að vinna áfram í málinu í samræmi við umræður á fundinum.
5. 202510087 - Umsókn um byggingarheimild - Hjarðarnes, Fóðrunarhús
Tekin er fyrir umsókn um byggingu um 250 m² fóðrunarhúss í Hjarðarnesi. Fyrirhuguð áform eru ekki í samræmi við skilmála deiliskipulags sem nær yfir lóðina.

Umhverfis- og skipulagsnefnd telur frávik frá deiliskipulagsskilmálum óveruleg og felur starfsmanni að grenndarkynna breytingu í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
6. 202511054 - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna ljósvæðingar
Tekin er fyrir umsókn Mílu hf. um áframhaldandi ljósvæðingu á Höfn en fyrri hluta ljósvæðingar lauk haustið 2025.

Umhverfis- og skipulagsnefnd telur framkvæmdina óverulega í samræmi við 2. mgr. 5. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og því ekki háða framkvæmdaleyfi.
7. 202505091 - Fyrirspurn til Umhverfis- og skipulagsnefndar - Hafnarbraut 40)-(Atvinnuhúsnæði)
Birta Karlsdóttir fékk lóðarúthlutunarvilyrði fyrir Hafnarbraut 40B í þeim tilgangi að reisa hárgreiðslustofu. Hún hafði frest til 24. september síðastliðins til að sækja formlega um úthlutun lóðarinnar. Þar sem engin umsókn barst innan tilskilins frests er litið svo á að hún hafi ekki áhuga á að halda vilyrðinu eða lóðinni. Lóðarúthlutunarvilyrðið er því ógilt. Birta hefur verið upplýst um þetta.

Umhverfis- og skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við afturköllun lóðarúthlutunarvilyrðis. Starfsmanni falið að útbúa mál þar sem skipulag svæðisins sé tekið til endurskoðunar.
8. 202510067 - Fyrirspurn til umhverfis- og skipulagsnefndar - hleðslustöð við Nettó
Orka Náttúrunnar (ON) óskar eftir að fá lóðarvilyrði fyrir lóð undir hleðslustöð austan við Litlubrú 1 (Nettó). Einnig er óskað eftir hverfahleðslustöðvum við Sundlaug Hafnar og á Víkurbraut.

Umhverfis- og skipulagsnefnd hafnar ósk um hleðslustöðvar við Víkurbraut, n.t.t. við Skreiðarskemmu, þar sem verið er að skoða skipulag þess svæðis í víðara samhengi. Umhverfis- og skipulagsnefnd er jákvæð fyrir verkefninu en óskar eftir að fá nánari útfærslu á tillögunum.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:30 

Til baka Prenta